Að fjölga farþegum í strætó

Það má fara margar leiðir til að fjölga farþegum hjá strætó á höfuðborgarsvæðinu. Skipta má þeim gróflega í þrjá hluta og gefa þeim einkunn með léttum sleggjudómum eins og vera ber.

Fyrsti hlutinn beinist að strætó sjálfum. Hér á eftir fer mín upptalning á þessum  ráðstöfunum (skáletrað) ásamt skýringum og einkunn (feitletrað) á skalanum 0-10 á því hvar strætó stendur í dag.

  1. Gera auðvelt að greiða í vagnanna. Nútíma greiðsluaðferðir og sjálfsala. 4
  2. Hafa lág fargjöld. Lág fargjöld hjá fastakúnnum og lágt miðað við nágrannalönd. 8
  3. Hafa góða þjónustu við hverfi. Þjónusta góð við ákveðin svæði á höfuðborgarsvæðinu og við stofnleiðir en mjög léleg annarstaðar. Vantar norður-suður tengingu um Reykjanesbraut og ferðir til Reykjanesbæjar. 8 fyrir Reykjavík og stofnleiðir, 3 fyrir hverfi og bæi byggða fyrir bílinn í Reykjavík og suður af Reykjavík.
  4. Hafa tíðar ferðir. Breytilegt eftir sumri og vetri. 6
  5. Hafa örugga þjónustu. Að strætó komi á tilskildum tíma og sleppi ekki úr ferðum. 7
  6. Hafa þægilega þjónustu. Að hitastig í vögnum sé þægilegt og hristingur og bílveiki sé lítil. 7
  7. Hafa hraðar ferðir. Ferðahraði hefur aukist frá því sem var. 8
  8. Hafa sem fæst skipti. Ef þarf að skipta oft um vagn virkar það letjandi. 6
  9. Hafa þjónustu á skiptistöðvum. Hægt að komast á klósett og kaupa lesefni og veitingar. 3
  10. Hafa góðar upplýsingar um ferðir. Tímatöflur og kort séu uppfærð og upplýsingar gefnar á rauntíma um ferðir vagna. 6

Annar hlutinn beinist að skipulagi sveitarfélaga. Hér á eftir er mín upptalning á ráðstöfunum með skýringum og einkunn fyrir ástandið í dag á skalanum 0-10.

  1.  Hafa skipulag þannig að strætó komist auðveldlega um til að þjónusta hverfi og sveitarfélög. 8 fyrir Reykjavík vestan Elliðaáa og Breiðholt/Árbæ, 3 fyrir restina af hverfum höfuðborgarsvæðisins.
  2. Hafa byggingar þannig að stutt sé í almenningssamgöngur. Ekki þurfi að ganga um "endalaus" bílastæðaflæmi til að komast að heimilum eða verslanamiðstöðvum. 7 fyrir Reykjavík vestan Elliðaáa, 3 fyrir restina af hverfum höfuðborgarsvæðisins og Kringluna, Smáralind og Háskóla Íslands.
  3. Hafa skipulag vegakerfis þannig að strætó komist greiða leið milli sveitarfélaga og milli heimila og vinnustaða. Hindra hringakstur og snúninga með því að hafa net vega. 8 fyrir Reykjavík vestan Elliðaáa, 4 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
  4. Hafa skipulag þannig að fjarlægðir séu litlar milli heimila og vinnustaða/þjónustustaða. Hóflegar ferðaleiðir milli punkta og að hægt sé að sinna erindum á leið úr strætó og heimilis í heimahverfi. Kaupa í matinn og dagleg þjónusta. 8 fyrir svæði innan Hringbrautar/Snorrabrautar og fáein miðsvæði, 2 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
  5. Blönduð byggð heimila/þjónustu/vinnustaða. Þétta byggð raunverulega ekki byggja úthverfi í miðborg. 1 fyrir höfuðborgarsvæðið allt utan fáeinna bletta.
  6. Hafa færri hraðahindranir fyrir strætó. Hoss í vögnum er óþægilegt. Nota umferðareftirlit til að stjórna ökuhraða. 2 fyrir höfuðborgarsvæðið.

Þriðji hlutinn beinist að ráðstöfunum sem færa strætó samkeppnisforskot miðað við umferð einkabíla. Hér á eftir er mín upptalning á ráðstöfunum með skýringum og einkunn fyrir ástandið í dag á skalanum 0-10.

  1. Hafa forgangsakreinar fyrir strætó/leigubíla/reiðhjól. Skapar greiðari umferð fyrir þessi farartæki heldur en einkabíla.  4 fyrir Reykjavík vestan Elliðaáa, 0 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
  2. Láta notendur bílastæða borga fyrir notkunina. 700.000 bílastæði höfuðborgarsvæðisins eru sannarlega ekki ókeypis. "There is no free lunch" eins og frjálshyggjumenn segja! 8 fyrir Reykjavík miðbæ, 3 fyrir Landspítalann, 0 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
  3. Hafa gjaldskyldu á notkun vega. Notandi borgi í hlutfalli við notkun. 10 Hvalfjarðargöng, 0 höfuðborgarsvæðið allt.
  4. Minnka umferðarrýmd fyrir einkabílinn. Umferðarrýmd á höfuðborgarsvæðinu tekur öllu öðru fram á byggðu bóli vestan hafs og austan. Umferðarteppur eru óþekkt fyrirbæri í samanburði við aðrar borgir. 1 fyrir höfuðborgarsvæðið allt.
  5. Fækka bílastæðum og taka gjöld til að koma á jafnvægi milli eftirspurnar og framboðs. Hærri gjöld þýðir minni eftirspurn. 4 fyrir bílastæðasjóð, 0 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
  6. Taka upp raunverulegt umferðareftirlit. Umferðareftirlit í dag er varla til hjá lögreglu. Sennilega rétt að reka það sem sjálfseignarstofnun sem fær lagaheimild til sektarálagningar fyrir öll umferðarlagabrot og ræki sig á sektum. 1 fyrir umferðareftirlit dagsins í dag.
Eru ekki allir sammála þessu?
mbl.is 150% fjölgun farþega strætó á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sammála þessari samantekt. Mjög gott.

Hlynur Hallsson, 24.7.2009 kl. 15:33

2 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Jú, mjög svo sammála.  Mjög fróðlegur pistill um strætó.

Hjóla-Hrönn, 28.7.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband