Það má fara margar leiðir til að fjölga farþegum hjá strætó á höfuðborgarsvæðinu. Skipta má þeim gróflega í þrjá hluta og gefa þeim einkunn með léttum sleggjudómum eins og vera ber.
Fyrsti hlutinn beinist að strætó sjálfum. Hér á eftir fer mín upptalning á þessum ráðstöfunum (skáletrað) ásamt skýringum og einkunn (feitletrað) á skalanum 0-10 á því hvar strætó stendur í dag.
- Gera auðvelt að greiða í vagnanna. Nútíma greiðsluaðferðir og sjálfsala. 4
- Hafa lág fargjöld. Lág fargjöld hjá fastakúnnum og lágt miðað við nágrannalönd. 8
- Hafa góða þjónustu við hverfi. Þjónusta góð við ákveðin svæði á höfuðborgarsvæðinu og við stofnleiðir en mjög léleg annarstaðar. Vantar norður-suður tengingu um Reykjanesbraut og ferðir til Reykjanesbæjar. 8 fyrir Reykjavík og stofnleiðir, 3 fyrir hverfi og bæi byggða fyrir bílinn í Reykjavík og suður af Reykjavík.
- Hafa tíðar ferðir. Breytilegt eftir sumri og vetri. 6
- Hafa örugga þjónustu. Að strætó komi á tilskildum tíma og sleppi ekki úr ferðum. 7
- Hafa þægilega þjónustu. Að hitastig í vögnum sé þægilegt og hristingur og bílveiki sé lítil. 7
- Hafa hraðar ferðir. Ferðahraði hefur aukist frá því sem var. 8
- Hafa sem fæst skipti. Ef þarf að skipta oft um vagn virkar það letjandi. 6
- Hafa þjónustu á skiptistöðvum. Hægt að komast á klósett og kaupa lesefni og veitingar. 3
- Hafa góðar upplýsingar um ferðir. Tímatöflur og kort séu uppfærð og upplýsingar gefnar á rauntíma um ferðir vagna. 6
Annar hlutinn beinist að skipulagi sveitarfélaga. Hér á eftir er mín upptalning á ráðstöfunum með skýringum og einkunn fyrir ástandið í dag á skalanum 0-10.
- Hafa skipulag þannig að strætó komist auðveldlega um til að þjónusta hverfi og sveitarfélög. 8 fyrir Reykjavík vestan Elliðaáa og Breiðholt/Árbæ, 3 fyrir restina af hverfum höfuðborgarsvæðisins.
- Hafa byggingar þannig að stutt sé í almenningssamgöngur. Ekki þurfi að ganga um "endalaus" bílastæðaflæmi til að komast að heimilum eða verslanamiðstöðvum. 7 fyrir Reykjavík vestan Elliðaáa, 3 fyrir restina af hverfum höfuðborgarsvæðisins og Kringluna, Smáralind og Háskóla Íslands.
- Hafa skipulag vegakerfis þannig að strætó komist greiða leið milli sveitarfélaga og milli heimila og vinnustaða. Hindra hringakstur og snúninga með því að hafa net vega. 8 fyrir Reykjavík vestan Elliðaáa, 4 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
- Hafa skipulag þannig að fjarlægðir séu litlar milli heimila og vinnustaða/þjónustustaða. Hóflegar ferðaleiðir milli punkta og að hægt sé að sinna erindum á leið úr strætó og heimilis í heimahverfi. Kaupa í matinn og dagleg þjónusta. 8 fyrir svæði innan Hringbrautar/Snorrabrautar og fáein miðsvæði, 2 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
- Blönduð byggð heimila/þjónustu/vinnustaða. Þétta byggð raunverulega ekki byggja úthverfi í miðborg. 1 fyrir höfuðborgarsvæðið allt utan fáeinna bletta.
- Hafa færri hraðahindranir fyrir strætó. Hoss í vögnum er óþægilegt. Nota umferðareftirlit til að stjórna ökuhraða. 2 fyrir höfuðborgarsvæðið.
Þriðji hlutinn beinist að ráðstöfunum sem færa strætó samkeppnisforskot miðað við umferð einkabíla. Hér á eftir er mín upptalning á ráðstöfunum með skýringum og einkunn fyrir ástandið í dag á skalanum 0-10.
- Hafa forgangsakreinar fyrir strætó/leigubíla/reiðhjól. Skapar greiðari umferð fyrir þessi farartæki heldur en einkabíla. 4 fyrir Reykjavík vestan Elliðaáa, 0 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
- Láta notendur bílastæða borga fyrir notkunina. 700.000 bílastæði höfuðborgarsvæðisins eru sannarlega ekki ókeypis. "There is no free lunch" eins og frjálshyggjumenn segja! 8 fyrir Reykjavík miðbæ, 3 fyrir Landspítalann, 0 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
- Hafa gjaldskyldu á notkun vega. Notandi borgi í hlutfalli við notkun. 10 Hvalfjarðargöng, 0 höfuðborgarsvæðið allt.
- Minnka umferðarrýmd fyrir einkabílinn. Umferðarrýmd á höfuðborgarsvæðinu tekur öllu öðru fram á byggðu bóli vestan hafs og austan. Umferðarteppur eru óþekkt fyrirbæri í samanburði við aðrar borgir. 1 fyrir höfuðborgarsvæðið allt.
- Fækka bílastæðum og taka gjöld til að koma á jafnvægi milli eftirspurnar og framboðs. Hærri gjöld þýðir minni eftirspurn. 4 fyrir bílastæðasjóð, 0 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
- Taka upp raunverulegt umferðareftirlit. Umferðareftirlit í dag er varla til hjá lögreglu. Sennilega rétt að reka það sem sjálfseignarstofnun sem fær lagaheimild til sektarálagningar fyrir öll umferðarlagabrot og ræki sig á sektum. 1 fyrir umferðareftirlit dagsins í dag.
150% fjölgun farþega strætó á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bílar og akstur | Aukaflokkar: Samgöngur, Umhverfismál | 24.7.2009 | 12:02 (breytt 30.12.2010 kl. 21:51) | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
- Upphaf Covid19 líklega tengt leðurblöku
- Þetta er ógnvænleg staða
- Dagur kveður borgarstjórn
- Uggvænlegur undirtónn
- Vörubíll valt á hliðina
- Íbúar komnir heim á ný
Erlent
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
- Viðurkennir ábyrgð og segir af sér
- Segir gagnrýnendur þurfa betri brellur
Viðskipti
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
- Arion áætlar um 8,3 milljarða hagnað
Athugasemdir
Sammála þessari samantekt. Mjög gott.
Hlynur Hallsson, 24.7.2009 kl. 15:33
Jú, mjög svo sammála. Mjög fróðlegur pistill um strætó.
Hjóla-Hrönn, 28.7.2009 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.