Færa umferðareftirlit frá lögreglu?

Hvað með að færa umferðareftirlit frá lögreglu til sjálfseignarstofnunar?

Lögreglan hefur varla sinnt þessu að neinu marki og það væri hægt að reka þetta á sektargreiðslum að mestu leyti. Það gekk ágætlega að láta bílastæðasjóð sjá um sektir en áður sá lögreglan um það.

Með raunverulegu umferðareftirliti væri hægt að fjarlægja hraðahindranir og þrengingar og annað sem gerir umferð óþægilegri fyrir bíla, strætó og reiðhjól en samt halda umferðarhraða í skefjum og tryggja viðunandi umferðaröryggi.


mbl.is Engar töfralausnir í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Persónulega finnst mér afar vafasamt að færa löggæslu til einkaaðila,

málaliðar eiga ekkert erindi í það.

Haraldur Davíðsson, 24.7.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég bendi á að bílastæðasjóður sér um að sekta fyrir bílastæði. Þetta gætu líka verið bara ákveðin umferðarlagabrot og ákveðin sveitarfélög. Hraðakstur, virða ekki stöðvunarskyldu, keyra á móti rauðu ljósi, leggja ólöglega og svo framvegis. Það yrði auðvitað að vera lagaheimild og við sektarákvarðanir yrði að fara eftir lögum. Ekki eftir geðþótta.

Árni Davíðsson, 24.7.2009 kl. 13:29

3 identicon

Gott dæmi um að almenningur gerir sér ekki grein fyrir ölli því sem lögreglan þarf að eiga við.... hversu oft heldur þú að mörg svona lítilsháttar mál sem eiga ekki að vera neitt vesen endi samt í þvílíkum látum ??? Það ganga ekki allir heilir til skógar sem lögreglan þarf að hafa tal af daglega og auðveldustu málin verða oft erfið.

Á hvern viltu leggja það á að þurfa að lenda á handalögmálum án þess að hafa heimild til að beita valdi ??

Það er ástæða fyrir því að þetta nám er kennt í lögregluskólanum af til þess menntuðum kennurum og vanvirðing að ætla að hver sem er geti sinnt þessu án þess að hafa lokið námi til þess.

OG af hverju heldur þú að þrengnigar og hraðahindranir eru settar uðð af bæjarfélögum.... er það ekki til að sporna við hraðakstri bifreiða ??? 

Magga Þóra (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 13:47

4 identicon

Tek undir þessa hugmynd. Auk þess sem bílastæðasektir eru úthýstar er þjónusta vegna árekstra núna úthýst. Af hverju ekki hraðamælingar? Mér finnst það hin ágætasta hugmynd.

Þar að auki þarf enga heimild til að beita valdi því engu valdi verður beitt, ekki frekar en við bílastæðasektir. Ekki má heldur gleyma því að öryggisverðir Öryggismiðstöðvarinnar, sem sinna eftirliti á fjöldamörgum stöðum, eru ekki sérstaklega þjálfaðir til að taka á ofbeldi, né heldur, að mínu viti, hafa þeir leyfi til valdbeitingar. Ekki virðist það hafa verið mikið vandamál hingað til.

Held að svona lausnir gætu hjálpað löggæslu í landinu.

Jón Flón (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 13:57

5 Smámynd: Árni Davíðsson

Þessi hugmynd á ekki að vera vanvirðing við lögregluna. Miklu fremur leið til að létta henni störfin.

Starfsmenn þyrftu auðvitað að fá viðeigandi þjálfun. Síðan þarf ekki alltaf að stöðva bílstjóra sem brjóta af sér heldur fyrst og fremst að skrá brot bílstjóra með óyggjandi hætti og senda þeim síðan sektargjörning. Það eru til hraðamyndavélar sem skrá of hraðan akstur, akstur á rauðu ljósi, þegar stöðvunarskylda er ekki virt og fleira.

Með auknu eftirliti held ég að minni þörf verði fyrir mannvirki til að takmarka hraða.

Árni Davíðsson, 24.7.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband