Opnum Kringluna fyrir gegnumakstri bíla

Það er óþolandi að þurfa að paufast Kringluna á enda gangandi þegar maður getur ekið. Ef maður labbar af bílastæðinu og fer fram og tilbaka uppi og niðri í Kringlunni er maður búinn að ganga hátt í 2 km. Þetta er óþolandi!

Það er tími til komin að það verði lagður almennilegur akvegur í gegnum Kringluna þannig að maður geti notið mannlífsins og skoðað í búðarglugga útum bílgluggann!

Maður lætur sko ekki bjóða sér svona rölt í miðbænum. Ef maður legði bílnum uppi við Hallgrímskirkju og labbaði niður á Laugaveg væri heilir 400 m þangað niður eftir, 500 m að Snorrabraut og 800 m í Lækjargötu. Nei maður lætur nú ekki bjóða sér hvað sem er. Svona líkamsrækt á maður bara að stunda á líkamsræktarstöðvum.

Og nú ætla menn að loka Laugaveginum dagspart á laugardegi. Hvar á ég að njóta mannlífs útum bílgluggann minn? Það sést ekki kvikindi á gangi nein staðar í borginni. Á ég bara að njóta bílalífs á Miklubrautinni?


mbl.is Annar hver bílstjóri á Laugaveginum á erindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kringlan er augljóslega rekin af kommúnistum sam hata bíla. Skilja þeir ekki að einkabíllinn er tákngervingur einstaklingsfrelsisins?

Bjarki (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 14:36

2 identicon

Þetta er nú alveg hámark letinnar að nenna ekki að standa upp úr bílnum
sínum, þú hefur gott af því. tilhvers að borga líkamsræktarstöðvum fyrir
að fá að hreyfa þig þegar þú getur gert það ókeypis ?

Magnús (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 23:58

3 Smámynd: Árni Davíðsson

Heyrðu! Það eru ekki nema 50% af landrými á höfuðborgarsvæðinu lagt undir umferðarmannvirki fyrir einkabílinn minn, þar af um 700.000 bílastæði. Af þeim eru heil 3.000 með gjaldskyldu allt í miðborginni. Hvers á ég að gjalda? Bílastæði eiga að vera ókeypis af því að það þarf engin að borga fyrir þau, af því þau eru frí og ókeypis og kostar ekkert að byggja eða hafa þau.

Mér finnst líka að það ætti aftur að opna fyrir bílaumferð á Strikinu í Kaupmannahöfn og leggja torgin við það aftur undir bílastæði. Þá getur maður loksins aftur notið mannlífsins útum bílgluggann í Koben.

Árni Davíðsson, 3.9.2009 kl. 10:30

4 Smámynd: Róbert Þórhallsson

* swing and a miss *

Róbert Þórhallsson, 4.9.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband