Reiðhjólamönnum fjölgaði um 30% í Stokkhólmi í fyrra.

Fram kemur í frétt Dagens Nyheter í Svíþjóð að hjólreiðamönnum hafi fjölgað um 30% í Stokkhólmi á síðasta ári. Fréttin er að öðru leyti um stefnuskrá flokkanna þar varðandi hjólreiðar fyrir næstu kosningar. Undanfarin ár hefur verið stöðug aukning í fjölda hjólreiðamanna þar í borg en slysum á hjólreiðamönnum hefur ekki fjölgað að sama skapi skv. línuriti blaðsins. Það er í samræmi við aðrar borgir þar sem hjólreiðamönnum fjölgar að slysatíðni eykst ekki í sama hlutfalli eða stendur í stað.

Engin virðist safna upplýsingum um fjölda hjólreiðamanna á Íslandi. Mér sýnist að hjólreiðafólki hafi fjölgað mikið undanfarin ár á höfuðborgarsvæðinu. Maður verður sérstaklega var við það þegar maður hjólar á móti straumi hjólreiðafólks úr og í vinnu á morgnana og seinnipartinn.

Það er tími til komin að samgönguyfirvöld reyni að ná yfirsýn yfir fjölda þeirra sem nýta sér hjólin til samgangna með talningum á völdum stöðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband