Ráðstefnan "Driving Sustainability" virðist kostuð af bílaframleiðendum enda virðist mestu púðri eytt í bíla á ráðstefnunni. Það má hinsvegar efast um að akstur bíla sé sjálfbær jafnvel þótt þeir séu knúnir "umhverfisvænum" orkugjöfum eins og metani eða rafmagni. Vetni á bíla virðist nú bara bragð bílaframleiðenda til að hindra þróun nýrra orkugjafa á bíla.
Af fyrirsögnum erinda ráðstefnunnar er ekki að sjá að rætt verði um umhverfisvænsta farartæki sem maðurinn hefur afnot af. Það var fundið upp árið 1816, var þróað út 19. öldina og var búið að ná fullu notagildi fyrir lok þeirrar aldar. Það eyðir um 352 grömmum af fitu notandans á 100 km miðað við 75 kg mann. Það styrkir hjarta, lungu og vöðva. Minnkar fjarvistir vegna sjúkdóma. Mengar ekki andrúmsloftið. Veldur ekki hávaða. Drepur ekki eða stórslasar aðra vegfarendur. Hefur meðalhraða um 15-25 km/klst í borgum (bílar hafa meðalhraðan 20-45 km/klst í borgum). Tekur lítið pláss í notkun og geymslu. Krefst ekki gífurlegra umferðarmannvirkja og bílastæða.
Hvaða farartæki er ég að tala um? Nú auðvitað Reiðhjólið! Orkunýtnasta farartæki í hinum þekkta alheimi.
Samgönguvika hefst nú á miðvikudaginn. Nú er tækifæri að prófa aðra samgöngumáta en einkabílinn. Labba, taka strætó eða nota hjólið. Látið ekki bílaframleiðendur og innflytjendur gabba ykkur.
p.s.
Auðvitað er betra ef bílar eru knúnir rafmagni, metani eða repjuolíu frekar en bensín eða dísel. Það verður hinsvegar aldrei sjálfbært að keyra um á 1.300 kg af stáli, plasti og gúmmíi og smá áli í heddinu.
Sjálfbært Ísland í bílaeldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 14.9.2009 | 11:54 (breytt 30.12.2010 kl. 21:53) | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
Takk fyrir þessa færslu :-)
Morten Lange, 14.9.2009 kl. 12:03
Ekki ýkja - rafmagnsbíllinn minn er ekki nema 675 Kg (-:
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 22:42
Biðst afsökunar á því Bragi. Ég er ekkert fanatískur á móti rafmagnsbílum. Mér finnst bara dálítið slappt að ekki skuli vera fjallað um reiðhjól á ráðstefnunni (svo ég viti til, tími ekki 60 þús. kall inn). Perlukafarinn hefur líka flutt inn rafmagnsmótorhjól og þau eru enn léttari veit ég. Það eru síðan til rafmagnsreiðhjól sem er líka fín.
Stundum kemur eldri borgari á fleygiferð jafnvel upp brekku og maður hugsar með sér hvaða ofurmenni þetta sé. Þá er viðkomandi á rafmagnshjóli á jöfnum 20 km hraða. Það eru margar leiðir í þessu.
Árni Davíðsson, 15.9.2009 kl. 22:47
Við erum reyndar hætt með bæði rafmagnsmótorhjólin og reiðhjólin. Hvoru tveggja stórskemmtilegar. Ég á sjálfur rafmagnsreiðhjól og fæ aldeilis fína hreyfingu út úr því að hjóla á því, þó vanir hjólreiðamenn myndu væntanlega kalla mann svindlara (-:
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.