Hvar er hjáleiðin?

Núna í september var byrjað á framkvæmdum við nokkur gatnamót í borginnni þar sem greinilega á að fjölga akreinum og fleira.  Þessar framkvæmdir hafa vægast sagt fengið litla kynningu. Þó virðast hafa verið sett upp skilti á einhverjum stöðum með litlu letri og litlum myndum á t.d. Sæbraut. Engar merkingar eru fyrir gangandi og hjólandi sem segja hvað er verið að gera.

Verra er að hjáleiðir fyrir gangandi og hjólandi hafa ekki verið merktar víðast hvar og enn síður búnar til þar sem þær vantar. Maður hélt að komin væri 21. öldin og árið 2009 en við virðumst en stödd einhverstaðar á 20. öldinni hvað varðar frágang við framkvæmdir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Ég tók myndband af gatnamótunum við Borgartún-Sundlaugarveg-Kringlumýrarbraut sem sýna aðstæður þarna fyrir gangandi og hjólandi. Hjólreiðamenn geta svo sem flestir nýtt sér hjáleið fyrir bíla en sumir hjólreiðamenn veigra sér við því og gangandi gera það a.m.k. ekki.

Hér er líka myndband á gatnamótum Laugavegar-Suðurlandsbrautar-Kringlumýrarbrautar þar sem ástandið er litlu skárra.

Hvernig stendur á því að framkvæmdaaðilar geta ekki merkt hlutina almennilega og búið til almennilegar og öruggar hjáleiðir. Við höfum þurft að horfa upp á aðstöðuna við Tónlistarhúsið en þar vantar alveg hjáleið norðan megin við götuna og almennilegar merkingar. Maður hélt um stund að þetta væri að þokast í rétta átt. Þetta er þeim mun furðulegra þar sem borgaryfirvöld segjast vilja hafa þetta í lagi en það er eins og einhverstaðar slitni þráðurinn milli óska borgaryfirvalda og þeirra sem sjá um framkvæmdir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Muchos gracias, Árni !

Morten Lange, 18.9.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband