Oft hef ég verið spurður um hversu hratt ég hjóla og hversu lengi ég sé á þennan eða hinn staðinn. Ég hef nokkuð gott yfirlit yfir hver meðalhraðinn er hjá mér á þeim leiðum sem ég fer venjulega.
Meðalhraði hjólsins.
Ég hef ekki tekið saman meðal-meðalhraðann hjá mér en almennt má segja að meðalhraðinn liggi á bilinu 15-25 km/klst eftir leiðum sem farið er og eftir veðri og færð og reiðhjóli. Oftast liggur meðaltalið á bilinu 18-22 km/klst. Ef leiðin er bein og hindranalaus að mestu er meðalhraðinn oftast frá 20-25 km/klst. Ef hún er krókóttari og með hindrunum eins og ljósum og annarri umferð er meðalhraðinn oftast 18-20 km/klst. Þarna er miðað við maður leggi ekki of mikið á sig og komi í þokkalegu ástandi á áfangastað. Maður er sem sagt ekki í keppni að reyna sitt ítrasta. Reykjavíkuborg hefur tekið saman svokallað korterskort sem sýnir hversu langt búast megi við að reiðhjólamaður komist á korteri á stígakerfi borgarinnar.
Skiptir hjólið máli?
Að öllu jöfnu getur maður gert ráð fyrir að fara hraðar yfir á mjórri dekkjum. Ef mótvindur er fer maður hraðar yfir á hjólum sem minnka loftmótstöðu þ.e. þegar maður hallar fram á hjólinu. Mér sýnist að meðalhraðinn á spretthjólinu (racer) mínu sé um 2-5 km hærri en á fjallahjólinu mínu. Fjallahjólið er þó á sléttum dekkjum.
Samanburður við einkabílin?
Í skýrslu um samgönguskipulag Reykjavíkur var meðalhraði bílaumferðar úr reiknilíkönum umferðar í Reykjavík um 36,1 km/klst árið 2002 (bls. 17).
Umhverfis- og samgöngusvið mældi meðalhraða á sex leiðum á morgnana og síðdegis í október 2008. Meðalhraðinn á þessum sex leiðum var um 32 km/klst.
Í keppni í Samgönguviku 2006 var gerð athugun á ferðahraða þriggja einstaklinga í Reykjavík á hjóli, í bíl og í strætó. Lagt var af stað kl. 08.00 frá þungamiðju Reykjavíkur sem miðaðist við Vogaskóla. Ferðinni var heitið í Háskóla Íslands um 5 km leið þar sem athugað var hvor kom fyrstur í mark. Reiðhhjólamaðurinn kom fyrstur á 16 min, bílstjórin á 20 min og strætófarþeginn síðastur á 22 min. Meðalhraðarnir voru 19, 15 og 14 km/klst (m.v. 5 km leið).
Gera má ráð fyrir hærri meðalhraða bílsins eftir því sem stærri hlutur leiðarinnar liggur um stofnbrautir en morgunumferðin getur dregið verulega úr hraða bílsins úr mörgum hverfum. Meðalhraði minn úr og í vinnu í bíl er u.þ.b. 51 km/klst enda liggur leiðin ávallt á móti umferðarstraumnum og er að mestum hluta á hindrunarlausum stofnbrautum.
Samanburður við strætó?
Hægt er að skoða hvað maður er mögulega lengi á leiðinni í strætó með því að skoða leiðavísir strætó á netinu. Ég hef persónulega ekki reynslu nema af þeim hluta leiðakerfisins sem ég nota úr og í vinnu og niðrí bæ að heiman. Misjafnt er hvernig strætóar eru samstilltir þannig að biðtími getur aukið ferðatíman nokkuð.
Á leið í vinnuna geng ég 10 min. í Hamraborg í Kópavogi og tek nr. 2, skipti í nr. 15 á Grensás og er komin í vinnuna í Mosfellsbæ 42 min síðar. Samtals er ég 52 mín að heiman á Kársnesi og í vinnuna í Mosfellsbæ. Úr vinnunna tek ég nr. 15, skipti í nr. 6 í Ártúni, skipti í nr. 2 í Kringlunni og skipti í nr. 35 í Hamraborg. Með þeim er ég 35 min úr vinnunni í Mosfellsbæ og heim á Kársnes.
Meðalhraði er 19 km/klst í vinnuna og 29 km/klst úr vinnu að meðtöldum biðtímanum.
Mörgum finnst þessi keðja af strætóum úr vinnu skrýtin og hún kemur ekki fram í leiðavísi strætó. Ég tek eftir því að fleiri farþegar með Mosfellsbæjarvagninum nr. 15 gera það sama og fara t.d. í Smáralind svona. Strætófarþegar eru nefnilega engin dauðyfli. Þeir eru upp til hópa með mikið frumkvæði og kraft og mjög útsjónarsamir að finna það sem best hentar.
Reiðhjólið er samkepnnishæft í hraða
Eins og þessar tölur bera með sér er munurinn á meðalhraða bíls, reiðhjóls og strætó ekki svo ýkja mikill. Munurinn verður fyrst nokkur þegar farin er löng leið og bílinn kemst upp á stofnbrautir á leið sinni milli staða utan annatíma. Í bílaröð á morgnanna mundi bílinn ekki vera svo mikið fljótari. Leið mín upp í Mosfellsbæ er kannski ekki dæmigerð leið í vinnuna en tímarnir mínir þar eru þessir: bíll 20 min, reiðhjól 40-50 min, strætó 35-52 min.
Tímarnir segja ekki allt því tímann í strætó nýti ég til að lesa og skoða mannlífið og tímann á hjólinu til líkamsræktar.
Ef ég mundi vera að fara niðri miðbæ á annatíma á morgnanna um 8 km leið væri ég um 25 min á hjóli, um 20-25 min á bíl og um 25-30 min í strætó.
Meginflokkur: Hjólreiðar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur, Umhverfismál | 12.10.2009 | 00:43 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
Fín samantekt hjá þér Árni. Ég held að það komi ótrúlega mörgum á óvart hversu fljótlegt það er að nota reiðhjólið. Ég þurfti að keyra í vinnuna í síðustu viku eftir margra mánaða hlé þegar hjólið mitt bilaði. Ég hélt að ég yrði ekki eldri og var næstum búin að reita af mér allt hár yfir umferðarteppunum. Ég er álíka lengi að hjóla til og frá vinnu (15 km) og að keyra og jafnvel fljótari ef það eru miklar umferðarteppur. Ég get ekki lagt nálægt (vinn í miðbæ Rvk) svo það er alltaf 5-10 mínútna labb inni í myndinni fyrir utan akstur og hringsól í leit að stæði. Ég veit iðulega hvað ég er lengi að hjóla +- 5 mínútur eftir vindátt.
Hjóla-Hrönn, 12.10.2009 kl. 01:01
Sammála þér Hrönn. Ég tek fram að tímarnir að ofan er bara tími í ferðinni. Ekki meðtalin tími sem fer í að leita að stæði eða labba frá stæði að áfangastað. Strætótímarnir eru þó frá heimili í vinnu að meðtöldum göngutíma.
Árni Davíðsson, 12.10.2009 kl. 10:18
Takk fyri fínan pistíll, Árni.
Næst þegar Hjólað í vinnuna er og líka í samgönguviku, mætti gjarnan endurtaka þessa "keppni" sem þú vitnar í, gjarnan eftir aðra leið, og gjarnan á mismunandi hjólum. Gaman væri að fá einn af hraðskreiðustu hjólreiðamönnum líka með í liði.
Morten Lange, 17.10.2009 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.