Taktu lestina - það er öruggast

Það er skiljanlegt að þetta hljóti athygli þar sem atburðurinn náðist á mynd og þetta er spennandi frétt. Maður skilur það að móðurinni líði illa eftir andartaks andvaraleysi, sem gat skilið milli lífs og dauða. En gefur þetta rétta mynd af þeim hættum sem fylgja umferðinni?

Lestir og almenningssamgöngur eru öruggustu ferðamátar sem völ er á. Slys og dauðsföll eru miklu færri meðal farþega almenningssamgangna en þeirra sem ferðast í einkabíl sama á hvaða mælikvarða það er skoðað, á fjölda ferða, á ekna km eða á tíma sem eytt er í ferðir. Samkvæmt upplýsingum á vef "Hagstofu" Ástralíu virðast um 25 gangandi vegfarendur hafa látist í lestarslysum árið 2007. Þetta sama ár létust samtals 1.361 vegfarendur í ýmiskonar umferðarslysum í Ástralíu, langflestir í bílslysum.

Þennan dag, sem þetta slys varð á brautarteinunum má gera ráð fyrir því að um 3-4 einstaklingar að meðaltali hafi látist í bílslysum í Ástralíu. Fjöldinn sem slasaðist alvarlega í bílslysum gæti hafa verið um tífaldur sá fjöldi. Myndir af bílslysum nást oft á eftirlitsmyndavélar en eru ekki sýndar því þær teljast ekki frétt. Kannski er skýringin sú að gangandi vegfarandi hafa mannlegt útlit. Það er ekki eins auðvelt að ó-persónugera þá eins og bílstjóra og farþega í bíl sem í venjulegri umræðu kallast bara "bíllinn" en ekki "bílstjórinn".


mbl.is Ótrúlegar myndir af háskaför smábarns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Satt segir þú. 

Morten Lange, 31.10.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband