Eru tryggingafélögin helstu bótaþegar Tryggingastofnunnar?

Hér er til umfjöllunar í dómssal mjög alvarlegt slys sem varð á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Það varpar ljósi á starfsemi tryggingafélaganna sem eins og menn muna voru búnir að safna digrum bótasjóðum fyrir hrun.

Í fréttinni segir: VÍS hafi greitt stúlkunni fullar bætur miðað við lágmarkstekjuviðmið skaðabótalaga að frádregnum greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. Tryggingafélagið tryggir ökutækið miðað við útreikninga tryggingastærðfræðings og greiðir bætur en dregur frá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR). Spyrja má hvort í útreikningum stærðfræðingsins sé tekið tillit til þess að útgreiðsla tryggingafélagsins verður lægri vegna þess að TR stendur skil á hluta fjárhæðarinnar sem sá er fyrir tjóninu varð fær í bætur.

Eru tryggingafélögin helst bótaþegar Tryggingastofnunar ríkisins? Hverjir sömdu frumvarpið sem síðar varð að lögum um vátryggingarstarfsemi? Hversvegna gátu tryggingafélögin safnað bótasjóðum sem urðu langtum stærri en samanlagðar bætur fyrir öll þau tjón sem þau mundu nokkurn tímann greiða? Voru bótasjóðirnir notaðir til að útiloka samkeppni þegar erlend tryggingafélög reyndu að hasla sér völl á 10 áratugnum? Hvernig stóð á því að fjárglæframönnum og útrásarvíkingum tókst að læsa klónum í bótasjóð Sjóvá Almennra og tapa honum öllum og meira til í áhættufjárfestingum í Asíu án þess að Fjármálaeftirlitið hindraði það?

Er ekki komin tími til þess að lögum um vátryggingastarfsemi verði breytt og tryggt að bótasjóðir tryggingafélaganna vaxi ekki aftur í þá stærð að þau verði úr takti við hugsanlega útgreiðslu bóta? Eiga tryggingafélögin ekki að hætta að vera á spena Tryggingastofnunar ríkisins?


mbl.is Bótakröfu vegna alvarlegs slyss hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir að vekja athygli á þessu máli, Árni.

Tek undir að það sé fáránlegt að  tryggingafélagið drafi úr sínum greiðslum vegna greiðslna frá Tryggingastofnun.  Frekar ætti þetta að vera öfugt, það er að segja  ef tryggingafélagið hefði borgað ríkulega, þá mundi Tryggingastofnun drafa úr sínum bótum. 

Dómsmál eru yfirleitt mikið  torf, eða það finnst mér, enda hef ég ekki lesið  eiit einasti til enda, bara kíkt á völdum köflum í nokkrum.  Í þessu tilfelli las ég um það bil helminginn, en ætla samt að koma með gagnrýni á dómnum.

Mér þykir fullkomlega réttlætanlegt að miða við meðaltekjur ómenntaðs verkafólks í stað lágmarkstekjur. Já ég er sammála  sækjenda um að þetta séu virkilega hógværar kröfur.

Dómurinn má lesa hér :

http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200810758&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=

Þetta var eiginlega viðbjóðsleg dómsúrskurð og ég vona að málið verði áfrýjað og að unga konan sem var keyrð niður vinni málið í hæstarétt, eða þá fyrir alþjóðlegum dómstól. 

Mér sýnist að full þörf sé fyrir samtök í ætt við RoadPeace.org hér á landi. 

Morten Lange, 4.12.2009 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband