Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Fjallahjólaklúbburinn 20 ára

Í kvöld kl. 20 verður haldinn afmælisveisla Íslenska fjallahjólaklúbbsins í rauða klúbbhúsinu á horni Brekkustígs og Framnesvegar. Hjóla, spjalla og snæða köku, mjög gaman.

Nafn klúbbsins er kannski misvísandi. Hann er fyrir alla sem hjóla eða eins og undirtitillinn segir, fyrir alla sem nota reiðhjól sem samgöngutæki. Þeir sem vilja ganga til liðs við klúbbinn eru auðvitað velkomnir. Nú er tækifærið að skilja bílinn eftir heima stöku sinnum og hjóla þessa kílómetra í vinnuna.

 


Samgöngumiðstöð til höfuðs uppbyggingu í Vatnsmýrinni

Samgöngumiðstöðin á fyrst og fremst að binda flugvöllinn í Vatnsmýrinni og koma í veg fyrir nýja byggð þar.

Þegar skipulagið í kringum samgöngumiðstöðina og fyrirhugaða blokkabyggð Vals í norðaustur hluta Vatnsmýrinnar er skoðað sést að það á ekki að byggja þétta borg heldur á áfram að byggja dreifð úthverfi í miðbænum.  Í kringum stofn og tengibrautir er gert ráð fyrir breiðum helgunarsvæðum með grasflötum og skrúðgarðyrkju í staðinn fyrir húsum. Lítið bara á svæðið í kringum nýju Hringbrautina. Í kringum húsin er síðan gert ráð fyrir bílastæðaflæmum. Ætlunin er einfaldlega að klípa meira af Vatnsmýrinni til að ekki verði pláss fyrir þétta byggð í framtíðinni.

Við þurfum að grafa upp þessa arkítekta sem voru á lífi í upphafi 20. aldar sem skipulögðu vestur- og austurbæinn innan Hringbrautar og Snorrabrautar. Það hefur ekki verið gert betur í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu síðan þá.


mbl.is Margt brýnna en samgöngumiðstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er öruggara að hjóla á götunni

Af myndinni að dæma virðist hjólreiðamaðurinn hafa verið á gangstéttinni á leið yfir innkeyrsluna að Landspítalanum.

johnfranklinHjólreiðamaður á gangstétt getur ekki búist við að bílstjóri sjái hann. Þegar hjólreiðamaðurinn fer yfir innkeyrslu eða gatnamót á gangstétt þarf hann að hafa allan vara á og líta í kringum sig nánast hringinn. Hjólreiðamaður sem hjólar á götunni tekur sér stöðu á götunni þannig að hann er í sjónsviði bílstjóra og getur einbeitt sér að því að horfa fram á veginn. Hann er staðsettur á götunni þar sem bílstjórar líta til og búast við öðrum ökutækjum.

Ókostur er við akbrautirnar á Hringbrautinni, sem eru með miðeyjum, að þær hefðu þurft að vera breiðari til að bílstjórar gætu haft nægjanlegt rými til að taka framúr hjólreiðamanni á öruggan hátt.


mbl.is Keyrt á reiðhjólamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband