Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

VG er hinn einni sanni frjálshyggjuflokkur

Mér líst vel á þessa hugmynd VG. Ég eins og flestir aðrir íslendingar er fylgjandi því að hið opinbera reki mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla borgara landsins án tillits til efnahags. Ég sé hinsvegar ekki að það sé hlutverk hins opinbera að niðurgreiða bílastæðagjöld eins og Reykjavíkurborg gerir með rekstri bílastæðasjóðs og bílastæðahúsanna. Látum einkaframtakið um að taka þau gjöld sem eru eðlileg fyrir bílastæði. Í nágrannalöndum okkar sjá einkafyrirtæki um rekstur bílastæða í heilu hverfunum af húsum í búsetakerfinu.

Mér finnst að það eigi að aðgreina verð bílastæða frá fasteignum og fyrirtækjum sem víðast og setja þetta í sér rekstrarfélög sem innheimta gjöld fyrir bílastæði allstaðar þar sem því verður við komið. Hversvegna á maður að greiða fyrir bílastæðið í Kringlunni í vöruverði en ekki í stöðumælinum? Hversvegna eiga þeir sem ekki eiga bíl að niðurgreiða stöðugjöld fyrir hina sem koma á bíl í skólann, í verslanir og annarstaðar? Hversvegna tekur ríkið skatta af hlunnindum eins og fargjöldum í strætó en ekki af bílastæðum sem þó oftast er miklu hærri upphæð? Hversvegna eiga þeir sem eiga engan eða einn bíl í fjölbýlishúsi að greiða fyrir bílastæði þeirra sem eiga marga bíla?

Á höfuðborgarsvæðinu eru um 700.000 bílastæði. Hvergi á byggðu bóli er ódýrara að borga í stöðumæli en í Reykjavík. Af þeim eru kannski 3.000 með stöðugjöld. Hvergi á byggðu bóli er greitt beint fyrir lægra hlutfall bílastæða en á höfuðborgarsvæðinu.  Af hverju fá menn ekki bara ókeypis bensín á bílana líka svo við séum samkvæm sjálfum okkur? Frjálshyggjumenn segja: "there is no free lunch". Hættum að niðurgreiða einkabílana. Látum einkaframtakið sjá um bílastæðin.


mbl.is Kanna möguleika á sölu bílastæðahúsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opnum Kringluna fyrir gegnumakstri bíla

Það er óþolandi að þurfa að paufast Kringluna á enda gangandi þegar maður getur ekið. Ef maður labbar af bílastæðinu og fer fram og tilbaka uppi og niðri í Kringlunni er maður búinn að ganga hátt í 2 km. Þetta er óþolandi!

Það er tími til komin að það verði lagður almennilegur akvegur í gegnum Kringluna þannig að maður geti notið mannlífsins og skoðað í búðarglugga útum bílgluggann!

Maður lætur sko ekki bjóða sér svona rölt í miðbænum. Ef maður legði bílnum uppi við Hallgrímskirkju og labbaði niður á Laugaveg væri heilir 400 m þangað niður eftir, 500 m að Snorrabraut og 800 m í Lækjargötu. Nei maður lætur nú ekki bjóða sér hvað sem er. Svona líkamsrækt á maður bara að stunda á líkamsræktarstöðvum.

Og nú ætla menn að loka Laugaveginum dagspart á laugardegi. Hvar á ég að njóta mannlífs útum bílgluggann minn? Það sést ekki kvikindi á gangi nein staðar í borginni. Á ég bara að njóta bílalífs á Miklubrautinni?


mbl.is Annar hver bílstjóri á Laugaveginum á erindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband