Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Eins og oft þegar fjölmiðlar fjalla um niðurstöðu úr vísindarannsóknum er umfjöllunin mjög skrítinn. Ef maður borðar sem svarar tveimur dökkum súkkulaði molum á dag minnkar hættan á hjartaáfalli eða heilablóðfalli um heil 39%! Þvílíkt undralyf ef satt væri. Ég efast um að lyfjaiðnaðurinn gæti ná viðlíka árangri.
Hvað gerist ef maður borðar fjóra dökka mola á dag? Eða 10 bláber? Eða 7 jarðarber? Finnst mönnum líklegt að það sé orsakasamband á milli tveggja suðusúkkulaði mola og að líkur á hjartaáfalli sé 39% minni? Ég held það sé mjög ólíklegt. Ég held að fólk sem borðar tvo dökka mola á dag sé mjög óvenjulegt og hófstillt fólk og hugsanlega geti verið einhver tenging milli þannig fólks og minni hættu á áföllum í hjarta eða heila en að suðusúkkulaðið orsaki þetta held ég að sé bara bull.
En ef menn vilja fara eftir þessu með páskaeggið þá skuli menn gæta þess að fá sér suðusúkkulaði páskaegg og ekki éta meira en sem nemur 2 molum eða 6 g. á dag. Páskaegg sem er 250 g. dugar þá í 41 dag. Menn klára það þá bara um hvítasunnuna.
Páskaegg góð fyrir heilsuna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg um fréttir | 31.3.2010 | 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ja, ekki svo nýr kannski nema í tenglum hjá mér hérna til hægri.
Bjössi heitir hann og er með bloggið Hjóladagbók 2009/2010 . Hann lýsir blogginu sínu svona:
Á þessari síðu er ætlunin að færa dagbók um reynslu hjólreiðamannsins af því að hjóla til og frá vinnu frá 1. september 2009 - 31. ágúst 2010.Markmiðið er að tíunda hvaðeina sem drífur á daga á meðan á ferð stendur, hvað kemur á óvart, hvar mætti bæta aðstöðu hjólreiðamannsins og hvað er gott, og að þessar upplýsingar geti nýst fyrir skipulag eða stefnumótun sem snertir hjólreiðar innan borgarinnar Reykjavíkur.
Hjólreiðar | 14.3.2010 | 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er neikvætt eigið fé um 19,3 milljarða fín staða? Mér finnst þessi orð segja allt sem segja þarf um þennan viðskiptajöfur.
Ég ætla að vona að hann komi aldrei aftur að stjórn fyrirtækis á Íslandi því hann er greinilega algjörlega óhæfur til að bera ábyrgð á rekstri fyrirtækis. Þeir sem lána þessum manni krónu eru greinilega líka óhæfir til að vera bankamenn.
Fyrirtækið er algjörlega gjaldþrota og ætti að fara beina leið í gjaldþrot.
Eykt skuldar 44 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg um fréttir | 11.3.2010 | 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hjólaði niður í bæ á laugardaginn að klukkuna að ganga 7. Þá var ekki búið að ryðja göngustíginn í Fossvogi og enga aðra stíga heldur þannig að færðin var frekar þung.
Ef það er rutt er snjórinn enginn hindrun þegar maður hjólar. Í desember kom púðursnjór í frosti og það var ævintýralegt að hjóla í honum. Eins og að líða um á hvítu teppi. Snjórinn þennan dag var hinsvegar þungur og blautur og byrjaður að frjósa.
Ferð sem venjulega tekur um 45 minútur fram og tilbaka tók núna 92 minútur. Á stígnum náði maður rétt 10 km hraða og varð móður á jafnsléttu við það. Á götunum var færðin betri en varð að fara varlega útaf breytilegu færi. Ef maður fer af hörðu og lendir í krapa getur hjólið snögghemlað og skriðið út á hlið og þá getur maður misst stjórn á hjólinu ef hraðinn er mikill.
Myndbrot af ferðinni á stígnum í Fossvogi neðan við kirkjugarðinn.
Hérna er annað myndbrot tekið þegar hjólað er fram hjá kirkjugarðinum við Suðurgötu, Hólavallagarði.
Vegalengd: 16.95 km
Meðalhraði: 10.98
Ferðatími: 92.35
Hámarkshraði: 22.4
Vindur var hlutlaus, smá snjókoma og þæfingsfærð.
Hjólreiðar | 1.3.2010 | 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu