Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Bull og vitleysa?

Eins og oft þegar fjölmiðlar fjalla um niðurstöðu úr vísindarannsóknum er umfjöllunin mjög skrítinn. Ef maður borðar sem svarar tveimur dökkum súkkulaði molum á dag minnkar hættan á hjartaáfalli eða heilablóðfalli um heil 39%! Þvílíkt undralyf ef satt væri. Ég efast um að lyfjaiðnaðurinn gæti ná viðlíka árangri.

Hvað gerist ef maður borðar fjóra dökka mola á dag? Eða 10 bláber? Eða 7 jarðarber? Finnst mönnum líklegt að það sé orsakasamband á milli tveggja suðusúkkulaði mola og að líkur á hjartaáfalli sé 39% minni? Ég held það sé mjög ólíklegt. Ég held að fólk sem borðar tvo dökka mola á dag sé mjög óvenjulegt og hófstillt fólk og hugsanlega geti verið einhver tenging milli þannig fólks og minni hættu á áföllum í hjarta eða heila en að suðusúkkulaðið orsaki þetta held ég að sé bara bull.

En ef menn vilja fara eftir þessu með páskaeggið þá skuli menn gæta þess að fá sér suðusúkkulaði páskaegg og ekki éta meira en sem nemur 2 molum eða 6 g. á dag. Páskaegg sem er 250 g. dugar þá í 41 dag. Menn klára það þá bara um hvítasunnuna.


mbl.is Páskaegg góð fyrir heilsuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr hjólabloggari - Hjóladagbók 2009/2010

Ja, ekki svo nýr kannski nema í tenglum hjá mér hérna til hægri.

Bjössi heitir hann og er með bloggið  Hjóladagbók 2009/2010 . Hann lýsir blogginu sínu svona:

Á þessari síðu er ætlunin að færa dagbók um reynslu hjólreiðamannsins af því að hjóla til og frá vinnu frá 1. september 2009 - 31. ágúst 2010.

Markmiðið er að tíunda hvaðeina sem drífur á daga á meðan á ferð stendur, hvað kemur á óvart, hvar mætti bæta aðstöðu hjólreiðamannsins og hvað er gott, og að þessar upplýsingar geti nýst fyrir skipulag eða stefnumótun sem snertir hjólreiðar innan borgarinnar Reykjavíkur.
 
Ítarlegar upplýsingar eru um ferðatíma við mismunandi aðstæður. Það sést greinilega hvaða áhrif snjókoman hafði á ferðatíma eftir að snjóaði núna síðast.

 

 

 


Fín staða?

Er neikvætt eigið fé um 19,3 milljarða fín staða? Mér finnst þessi orð segja allt sem segja þarf um þennan viðskiptajöfur.

Ég ætla að vona að hann komi aldrei aftur að stjórn fyrirtækis á Íslandi því hann er greinilega algjörlega óhæfur til að bera ábyrgð á rekstri fyrirtækis. Þeir sem lána þessum manni krónu eru greinilega líka óhæfir til að vera bankamenn.

Fyrirtækið er algjörlega gjaldþrota og ætti að fara beina leið í gjaldþrot.


mbl.is Eykt skuldar 44 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta ófærðin í vetur

Ég hjólaði niður í bæ á laugardaginn að klukkuna að ganga 7. Þá var ekki búið að ryðja göngustíginn í Fossvogi og enga aðra stíga heldur þannig að færðin var frekar þung.

Ef það er rutt er snjórinn enginn hindrun þegar maður hjólar. Í desember kom púðursnjór í frosti og það var ævintýralegt að hjóla í honum. Eins og að líða um á hvítu teppi. Snjórinn þennan dag var hinsvegar þungur og blautur og byrjaður að frjósa. 

Ferð sem venjulega tekur um 45 minútur fram og tilbaka tók núna 92 minútur. Á stígnum náði maður rétt 10 km hraða og varð móður á jafnsléttu við það. Á götunum var færðin betri en varð að fara varlega útaf breytilegu færi. Ef maður fer af hörðu og lendir í krapa getur hjólið snögghemlað og skriðið út á hlið og þá getur maður misst stjórn á hjólinu ef hraðinn er mikill.

Myndbrot af ferðinni á stígnum í Fossvogi neðan við kirkjugarðinn.

Hérna er annað myndbrot tekið þegar hjólað er fram hjá kirkjugarðinum við Suðurgötu, Hólavallagarði.

 

Vegalengd: 16.95 km
Meðalhraði:  10.98
Ferðatími:    92.35
Hámarkshraði: 22.4
Vindur var hlutlaus, smá snjókoma og þæfingsfærð.

 


Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband