Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Hjólað úr Kópavogi í Mosfellsbæ um Nýbýlaveg, Fossvogsstíg, Bustaðaveg og Vesturlandsveg, föstudaginn 11. júní. Leiðin er sýnd á kortinu. Það er hægt að klikka á kortið tvisvar og fá þá stærri mynd.
Ferðin er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 73 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem tvær myndir eru sýndar á sekúndu. Það tekur því 36 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.
Ferðin tók 36 mín. Til samanburðar má nefna að það tekur um 20 mín með bíl á morgnanna að fara þessa 16 km. Leiðin liggur öll á móti umferðarstraumnum á morgnanna og er því hindrunarlaus á bíl. Með strætó tekur ferðin um 40 min á sumaráætlun strætó úr Hamraborg í Háholt í Mosfellsbæ. Til viðbótar kemur 10 min göngutúr eða 5 min hjólaferð upp í Hamraborg.
Þessi ferð:
Vegalengd: 15.8 km
Meðalhraði: 23.2 km/klst
Ferðatími: 36:11 mínútur
Hámarkshraði: 43.4 km/klst
Vindur: Lítill vindur
Úrkoma: Þurrt
Hjólreiðar | 27.6.2010 | 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hérna um daginn bloggaði ég um að hjóla í Mosfellsbæ. Það kom fram að vegalengdir eru ekki farartálmi í Mosfellsbæ. Bærinn er þéttvaxinn og mátulega stór fyrir reiðhjól og göngu. Á kortinu að neðan er sýndur 6 mín hjólaradíus og 15 mín gönguradíus, sem eru um 1,6 km út frá miðbæ Mosfellsbæjar.
Hérna á eftir fer lýsing á stuttri hjólaferð innan Mosfellsbæjar þar sem er hjólað úr Kjarna, Þverholti 2, sem er "miðbærinn" í Mosfellsbæ í sundlaugina í Lágafelli. Vegalengdin fram og tilbaka er um 4 km og tók ferðin fram og tilbaka um 10 mín á hjóli. Hafgola var og því mótvindur á leiðinni þangað en meðvindur til baka. Landinu hallar aðeins niður á við til Lágafellslaugar.
Leiðin er sýnd á kortinu að neðan. Það er hægt að klikka á kortið tvisvar og fá þá stærri mynd. Ef borið er saman fyrra kortið með 6 mínútna hjólaradíusinn og það síðara, sem sýnir ferðina í Lágafellslaug, sést að það er ágætt samræmi á milli þeirra. Í þessari ferð var ég sjónarmun fljótari en búast mætti við miðað við 6 mín. hjólaradíusinn. Ég hefði ekki verið fljótari á bíl.
Ferðin aðra leið er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 10 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem tvær myndir eru sýndar á sekúndu. Það tekur því 5 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.
Þessi ferð:
Fram og tilbaka úr Lágafellslaug.
Vegalengd: 3.9 km
Meðalhraði: 24,2 km/klst
Ferðatími: 10:30 mínútur
Hámarkshraði: 34 km/klst
Vindur: Með og mótvindur
Úrkoma: Þurrt
Hjólreiðar | 14.6.2010 | 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er merkilegt að það eina sem ekki má skera niður eru niðurgreiðslur til bílaeigenda sem sækja háskóla. Þeir eiga áfram að njóta ókeypis bílastæða þótt stæðin kosti bæði peninga og pláss.
Það væri fróðlegt ef hagfræðideildir háskólanna mundu reikna út hverjar niðurgreiðslurnar eru með bílaeigendum. Það kæmi mér ekki á óvart ef það væri um 20.000 kr. á önn á bíl, bara fyrir bílastæðin. Háskólarnir ætla að hækka skráningargjöld á önn um þá sömu upphæð. Við byggingu HR kom í ljós hvað þessar niðurgreiðslur eru háar. Þar kostaði Reykjavíkurborg bílastæði fyrir 300 milljónir og sérstakan veg fyrir 500 milljónir (skv fjárhagsáætlun en ekki endanleg niðurstaða). Samtals var lífsstíll bílaeigenda við HR niðurgreiddur um 800 milljónir af almannafé. Strætóleiðin sem var búinn til fyrir HR er hugsanlega niðurgreidd um 5 milljónir á ári (ágiskun sennileg er það lægra). Lífsstíll þeirra sem nota einkabíl við HR var því niðurgreiddur um sömu upphæð og fer í almenningssamgöngur við skólann næstu 160 ár.
Vel farið með peninga háskólanna?
Háskólar á Íslandi eru einu háskólarnir í hinum vestræna heimi sem ekki taka gjöld fyrir bílastæði. Hvergi nokkur staðar vestan hafs né austan þekkist það að háskólar líti á það sem sitt helsta hlutverk að niðurgreiða lífsstíl háskólafólks sem notar einkabíl.
Ríkið ætti alls ekki að heimila hækkun skráningargjalda til háskóla sem sýna af sér það ábyrgðarleysi í fjármálum að niðurgreiða þennan samgöngumáta með þessum hætti, umfram alla aðra samgöngumáta.
Ökustyrkir
Útaf hruninu gæti verið búið að svipta flesta starfsmenn háskólana yfirborgunum sínum í formi ökustyrkja fyrir akstur sem þeir ekki inntu af hendi fyrir vinnuveitenda. Skatturinn lætur óátalið að launþegar fái 2.500 km skattfrjálsan ökustyrk á ári, sem yfirborganir. Það eru um 2.500 km * 90 kr/km = 225.000 kr í niðurgreiðslur með rekstri einkabíls, sem er skattfrjáls á ári. Ef launþegi væri á vinnustað með samgöngusamning og fengi 40.000 kr fyrir árskort með strætó yrði hann hinsvegar að borga tekjuskatt af því. Svo furða menn sig á ofnotkun einkabíla á Íslandi.
Niðurgreiðslur hvetja til ofnotkunar
Ofnotkun einkabíla stafar að miklu leyti af gríðarlegum niðurgreiðslum hins opinbera og samfélagsins með rekstri einkabíla. Rekstur einkabíla er sennilega mest niðurgreidda fyrirbærið á Íslandi ef maður undanskilur mennta- heilbrigðis og tryggingakerfin.
Vilja hærri skráningargjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 11.6.2010 | 14:43 (breytt kl. 14:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í bæklingnum Hjólreiðar - frábær ferðamáti sem Fjallahjólaklúbburinn gaf út í tengslum við Hjólað í vinnuna birtust margar góðar greinar. Þar á meðal ein sem útskýrir fyrir bílstjórum hegðun hjólreiðamanna og fræðir þá um hvernig þeir geta best hagað samskiptum við hjólreiðamenn í umferðinni og hvaða hættur ber að varast. Bæklinginn í heild má lesa frítt á heimasíðu Fjallahjólaklúbbsins í tenglinum hér að ofan.
Ekið framúr hjólreiðamanni sem er í víkjandi stöðu í Borgartúni.
Þar sem gott getur verið að dreifa þessari grein til bílstjóra og láta hana liggja frammi er hérna fyrir neðan birt pdf útgáfa af greininni sem menn geta prentað út eða dreift með öðrum hætti. Ef hún er send í tölvupósti ætti að geta heimildar:
Hjólhesturinn 19. árg. 2. tbl. maí 2010. Hjólreiðar - frábær ferðamáti. Bílar og hjól - í sátt og samlyndi. Árni Davíðsson 2010
Hjólreiðar | 3.6.2010 | 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjólað frá Hlíðartúnshverfi í Mosfellsbæ til Setbergslands í Hafnarfirði um Vatnsenda í Kópavogi. Leiðin er sýnd á kortinu. Það er hægt að klikka á kortið tvisvar og fá þá stærri mynd.
Ferðin er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 105 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem tvær myndir eru sýndar á sekúndu. Það tekur því 53 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.
Þessi ferð:
Vegalengd: 21.2 km
Meðalhraði: 25,7 km/klst
Ferðatími: 49:30 mínútur
Hámarkshraði: 50.6 km/klst
Vindur: Með og mótvindur
Úrkoma: Þurrt
Umhverfismál | 3.6.2010 | 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð