Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Holl hreyfing og ekki hættuleg

Það er rétt sem fram kemur að hjólreiðar eru holl hreyfing en það er tæpast hægt að kalla hana hættulega. Hreyfingarleysi er hættulegra en hjólreiðar og skiptir þá ekki máli hvort hjálmur er notaður eða ekki.

Í þeim löndum þar sem hjólreiðar eru öruggastar, Hollandi og Danmörku, er hjálmanotkun lítil í samanburði við lönd þar sem hjólreiðar eru óöruggari (1). Það er sennilega eitthvað allt annað en hjálmurinn sem skiptir mestu máli fyrir öryggi hjólreiðamanna. Til dæmis virðist fjöldi hjólreiðamanna skipta máli, aðstaða til hjólreiða og fræðsla til ökumanna.

Ef slysatölur á Íslandi eru skoðaðar er ekkert sem bendir til þess að það sé hættulegra að hjóla en að ganga eða aka bíl (2). Auðvelt er með hlíðsjón af þessum tölum (2) að færa rök fyrir því að hjólreiðar séu öruggari en bæði akstur og ganga. Þó birtast aldrei fyrirsagnir á sömu nótum um að akstur og ganga sé hættuleg hvað þá að mælt sé með hjálmanotkun við þessa iðju. Hjólreiðar eru líka hættuminni en þátttaka í mörgum íþróttum þar sem engar hlífar eða hjálmar eru notaðir (1).

Jákvæð áhrif hjólreiða eru það mikil fyrir heilsuna að hreyfingarleysi er mun hættulegra en að hjóla hvort heldur með eða án hjálms þegar tekið er tillit til slysa sem hjólreiðamenn verða fyrir (3). Niðurstöður rannsóknar í Danmörku benda sömuleiðis til þess að hreyfingarleysi sé hættulegra en hjólreiðar án hjálms (4) en sú rannsókn fór fram á gögnum sem eru fyrir tíma hjálma í hjólreiðum.

Það er auðvitað ekkert að því að hjólreiðamenn noti hjálm og það er skylda lögum samkvæmt fyrir ungmenni yngri en 15 ára. Hjálmur getur verndað höfuðið ef slys verðar og höfuðið rekst í og þannig getur hann gert gagn í þeim tilvikum. Í keppnishjólreiðum er hjálmanotkun skylda og í downhill og skyldum greinum eru notaðir sérstakir hjálmar og ýmsar aðrar hlífar enda er teflt á tæpasta vað á miklum hraða í þessum greinum og algengt að menn detti.

Mikilvægast fyrir öryggi hjólreiðamanna er að minnka líkur á að slys verði. Það verður best gert með því að fræða bílstjóra og hjólreiðamenn, fjölga hjólreiðamönnum þannig að ökumenn veiti þeim meiri athygli í umferðinni, og bæta aðstæður til hjólreiða.

(1) John Franklin: Þversagnir í öryggismálum hjólafólks.

(2) Umferðarslys á Íslandi árið 2009. Umferðarstofa. Bestu upplýsingar um slys eru upplýsingar um banaslys. Á tíu ára bili árin 2000-2009 létust 225 einstaklingar í umferðarslysum. Skipting þeirra eftir vegfarendahópum var þannig að samtals létust 113 ökumenn bifreiða, 77 farþegar í bifreið, 14 ökumenn bifhjóla, 17 gangandi vegfarendur og 4 aðrir. Engin reiðhjólamaður lést á þessu tímabili. Síðasti reiðhjólamaðurinn sem lést í slysi lést árið 1997. Nær allir þessir einstaklingar létust vegna þess að bílstjóri á bíl olli slysi með skelfilegum afleiðingum. Undantekningin eru þeir fáu ökumenn bifhjóla sem duttu sjálfir og biðu bana. 

(3) Morten Lange: Hjólreiðar áhrif á heilsufar.

(4) Lars Bo Andersen, PhD, DMSc; Peter Schnohr, MD; Marianne Schroll, PhD, DMSc; Hans Ole
Hein, MD. All-Cause Mortality Associated With Physical Activity During Leisure Time, Work, Sports, and Cycling to Work. Arch Intern Med. 2000;160:1621-1628.


mbl.is Hjólreiðar eru holl hreyfing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband