Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Sjálfbær án íhlutunar mannsins

Grasflatir borgarinnar þurfa mikið viðhald til að vera í því ástandi sem sumir íbúar vilja hafa á þeim. Það þarf að slá þær oft yfir sumarið og því fylgir mikill hávaði og mengun frá sláttutækjum. Sú vinna sem þarna er innt af hendi væri sennilega betur varið í eitthvað skynsamlegra eins og t.d. ræktun skjólbelta og skjólskóga í borginni.

Sveitarfélögin hafa hin síðustu ár verið að taka inn æ fleiri gróðurbrletti og byrja að slá þá þvert yfir í stað þess að reyna að halda gróðurfari á þeim náttúrulegu. Til dæmis hafa ýmsar mýrar verið ræstar fram og slegnar og gróðurfari þeirra breytt alveg án ástæðu. Ef hægt er að hafa annað gróðurfar á þessum túnum er það bara til bóta.

Endurheimta mætti votlend á nokkrum stöðum og láta það síðan þróast sjálft. Eins mætti rækta skjólskóga á stórum spildum til að draga úr vindi á útivistarsvæðum. Marga þurrlendisbletti má láta alveg í friði og láta náttúrulega framvindu hafa sinn gang. Það vill svo til að náttúrulegt gróðurfar í kringum höfuðborgarsvæðið er í hraðri sókn eftir að beit var hætt og ekki er að sjá að við þurfum að sinna þeim gróðri mikið. Hann sér alveg um sig sjálfur og kostar ekki kr. á hektarann í viðhaldi.

þar sem við viljum stunda trjárækt getum við gert  það með aðferðum framvindunnar. Byrjað með öspum og greni og ræktað seinvaxnari og langlífari tegundir í skjóli þeirra og síðan grisjað og höggið hinar skjótvaxnari. Draga má úr viðhaldi með því að gróðursetja runna undir trén sem halda undirlaginu lausu við illgresi.


mbl.is Vilja minnka tún í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg vinnubrögð lögreglu og borgar

Borgarinnar, vegna þess að hún virðist oft fara fram úr sér í breytingum sem þurfa samþykki lögreglu. Þetta er alls ekki fyrsta dæmið í þessa veru.

Lögreglu, vegna þess að hún virðist telja það á verksviði sínu að hlutast til um hönnun umferðarmannvirkja og hafa skoðanir sem virðast ná út fyrir hennar verksvið samkvæmt umferðalögum.

Þetta virðist vera hluti af valdabaráttu milli borgarinnar og lögreglunnar sem kemur illa út fyrir vegfarendur og borgarbúa.

Hvernig væri ef þau myndu setjast niður og ræða málin eða hafa með sér samráðsvettvang?


mbl.is Bann án viðurlaga á Suðurgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki að koma á óvart.

Hversu margir myndu kæra sig um að vera í Kringlunni og Smáralind ef röð af bílum silaðist framhjá með mengun og hávaða og starandi augum þeirra sem eru að skoða mannlífið útúm bílglugga en ætla ekki að versla?

Það er miklu farsælla fyrir verslun að skilja bílana eftir á bílastæðinu fjarri versluninni og láta bílafólkið ganga um eins og aðra vegfarendur.

Bílastæðin við Laugaveg eru í sömu fjarlægð frá verslun og í Kringlunni og Smáralind.


mbl.is Líflegri Laugavegur eftir að bílum fækkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sko, að sýna ekki skilning virkar!

Það að sýna brotum skilning skilar ekki árangri. "Zero tolerance", að sýna brotum ekki skilning virkar.

Úrræðin þurfa samt að vera fyrir hendi. Breyta þarf sektarúrræðum í að þau verði gjald fyrir brot sem lögreglan eða annað stjórnvald getur tekið gjald fyrir þegar brot er framið. Eins og í 108. gr. umferðarlaga.

Nú þarf bara að taka á nokkrum atriðum til viðbótar til að bæta umferðaröryggi og umhverfi í borginni.

  • Hraðakstur.
  • Talað í farsíma í akstri.
  • Ekið yfir stöðvunarlínu inn á gangbraut á ljósastýrðum gatnamótum.
  • Rusli hent á almannafæri.

Þetta þarf að gera í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en ekki bara í Reykjavík.

Stodvunarlina Mynd: Bíl ekið yfir stöðvunarlínu og lagt yfir gangbraut.


mbl.is Latir ökumenn leggja ólöglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær keppni

Þetta er opinn keppni fyrir alla þannig að allir geta tekið þátt. Svipað og almenningshlaup.

Þarna eru bestu hjólreiðamenn landsins fremstir í flokki en síðan eru menn af ólíkri getu þannig að maður finnur fólk af svipaðri getu og maður sjálfur. Hjólreiðar eru skemmtileg blanda af samvinnu og samkeppni. Maður lendir oft í hóp sem er af svipaðri getu og maður sjálfur og hópurinn hjálpast að við að skila öllum áfram. Það er nauðsynlegt að vinna saman og kljúfa vindinn til að geta haldið sæmilegum hraða. Þá skiptast menn á að vera fyrstir því þar eyða menn mestri orku en hvíla síg aftar í hópnum og safna kröftum fyrir næsta átak fremst. Menn deila jafnvel nesti og vökva og hjálpast að.

Til að vinna verða menn að slíta samvinnunni og slíta sig frá hópnum og verða fyrstir. Það geta menn gert í endasprettinum, þegar markið nálgast eða í brekkum. Oft er gott að nýta sér hliðarvind því þá ná þeir sem aftar eru ekki að "drafta" eða teika, hanga í skjólinu af fremsta manni.

Oft eru hjólreiðamenn flokkaðir í þrjá flokka. Þá sem eru góðir á endasprettinum í stuttum átökum, þeir sem eru góðir á löngum vegalengdum og geta slitið sig frá tímanleg fyrir markið og þeir sem eru góðir í brekkum og ná að rífa sig frá þar og halda forskotinu.

Flestir geta fengið keppni við hæfi eins og fyrr segir og átt spennandi keppni og leikið þessa taktík í hjólakeppninni. Nú ef menn vilja ekki svona átök geta menn spjallað við aðra sama sinnis á leiðinni og fengið skemmtilega ferð út úr þessu.


mbl.is Hjólað til Hvolsvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega öflug umfjöllun um Tour de France í Mbl.is

Not !! eins og unglingarnir myndu segja. Ellefu orð.

Reyndar stendur Moggin sig sennilega best af íslenskum fjölmiðlum.

Hvernig væri að kalla til líðs við sig einhvern hjólreiðakappa frá HFR.is eða Hjolamenn.is til að útskýra út á hvað þetta gengur fyrir næstu dagleið.


mbl.is Cavendish fljótastur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of mikið slegið hvort sem er

Ég held það væri betra að skipuleggja opin svæði þannig að þau þurfi ekki svona mikið viðhald. Hvort heldur slátt eða arfareytingu. Þá er hægt að láta fólk fást við eitthvað skynsamlegra.

Látum náttúruna hafa sinn gang.


mbl.is Sjaldnar slegið en fyrri sumur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband