Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Hjólað 2011

 Ég hef verið latur að setja inn tölur yfir hjólreiðarnar 2011. Nú skal gerð smá bragarbót á og romsað upp tölum fyrir síðasta ár.

 Ég notaði fjögur hjól árið 2011. Sagt er frá þremur af hjólunum hér. Nýjasta hjólið í safninu er Trek 3900Trek 3900 sem ég fann ónýtt úti í móa og gerði upp. Rétti gjarðir, lagaði legur, skipti um stýri, dekk, slöngur, bremsupúða, keðjur, kassettu, víra og barka. Eftir það var það eins og nýtt.

Tölurnar fyrir árið 2011 eru þessar.

  • Gary Fisher Wahoo     1.082 km
  • Mongoose Sycamore    854 km
  • Trek 2200                       376 km
  • Trek 3900                       463 km
  • Samtals 2011             2.775 km

Þetta er ívið minna en árið 2010 en þá hjólaði ég 4.100 km.

Eftir árið 2010 var ég með frekari umfjöllun um meðalhraða eftir tegund hjóls og árstíma og samanburð við meðalhraða bíla. Þá var umfjöllun um orkuna sem fór í að hjóla og samanburð við bensíneyðslu bíla. Það er ekki ástæða til að endurtaka það hér.

Af öðrum hjólabloggurum sem setja inn tölur fyrir árið veit ég um Bjarneyju Halldórsdóttir. Hún heldur líka skráningu yfir fjöldanum sem hún mætir í hverjum mánuði og hefur þannig besta yfirlit landsins yfir árstíðabreytingar í fjölda hjólandi. Þar toppar hún alla opinbera aðila á Íslandi.

Ágúst Ásgeirsson er annar bloggari sem hefur líka sagt frá sínum tölum síðustu árin á bloggi sínu.

Markmiðið fyrir árið 2012 er auðvitað að hjóla meira en á síðasta ári.


Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband