Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Oftast góðir vegir

Ég ók hringinn og um Vestfirði í sumarfríinu. Það er auðvitað ekki alsherjarúttekt á vegakerfinu en það kom mér á óvart hvað vegir með bundnu slitlagi voru góðir víðast hvar. Miðað við aðstæður það er að segja því umferð getur varla verið mikil um mest af þessum vegum árið um kring. Maður varð ekki mikið var við holur í vegunum né heldur að uppbygging þeirra væri ónýt eftir þungaumferð nema þá helst í Norðurárdalnum.

Tek undir það að gott væri að breikka vegina og hafa betri vegaxlir. Sumstaðar virðast tvær akreinar í hvora átt vera óskhyggja miðað við breidd. Kannski væri betra að hafa eina akrein í miðjunni og vegaxlir sitthvorum megin til að mætast og taka framúr.  Vegirnir bera þó ekki meiri hámarkshraða en nú er og sumstaðar ætti hann jafnvel að vera lægri á eldri vegum þar sem veglínunni hefur ekki verið breytt í nútímahorf.


mbl.is Vilja breiðari vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki að ákæra hann fyrir að stela hjólinu?

Brýtur þetta ekki í bága við almenn hegningarlög og ber lögreglunni ekki að rannsaka málið þegar hún verður áskynja um brot?


mbl.is Fáklæddur á stolnu hjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband