Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Skynsamlegt að hjóla.

Það kostar mikið að eiga og reka bíl og því kemur þessi niðurstaða ekki á óvart. Þetta er flott ritgerð hjá þessum nemanda. Þarna koma allar forsendur fram og þannig geta menn skoðað hana í þaula og metið forsendurnar.

Það mætti auðvitað bæta við fleiri stærðum eins og áhrif hjólreiða á heilsufar og lífslíkur og sparnaði við aðra líkamsrækt og þá yrði það enn hagstæðara að hjóla. Dönsk langtímarannsókn sýndi t.d. fram á að að danir sem hjóluðu úr og í vinnu lifðu að meðaltali um 5 árum lengur, að mig minnir, en þeir sem ekki hjóluðu til vinnu. Þá er ekki nóg með að þessi hreyfing bæti árum við lífið heldur bætir hún líka lífi við árin því þeir sem hjóla eru að jafnaði virkari og hraustari fram eftir aldri en sambærilegur hópur sem keyrir allra sinna ferða. 

Því miður er sá hópur ansi stór sem fær ríkulegan stuðning við rekstur á bíl í formi ökustyrkja og bílahlunninda, sem ekki eru skattlagðar eins og aðrar launatekjur. Sá hópur missir hreinlega spón úr aski sínum ef hann hættir að keyra í vinnuna. Ekkert er eins sterkur hvati til aksturs eins og að fá borgað fyrir aksturinn! Frí bílastæði er ekki eins sterkur hvati enda fá menn ekki beinlinis greitt fyrir þau þótt sumir fái skattlausar greðslur til að greiða fyrir bílastæði í miðbænum. Maður gæti spurt sig hvort ekki myndu fleiri hjóla ef þeir fengju skattlausa jafn háa hjólastyrki og bílastyrkir eru, sem á þessu ári eru yfir 300.000 skattfrítt samkvæmt skattmati Ríkisskattstjóra.

Það væri mjög áhugavert ef skattmat ökustyrkja og bílahlunninda væru skoðað af nemendum í viðskipta- og hagfræði með það í huga hvaða áhrif þessir skattalegu hvatar hafa á samgönguval og kostnað við samgöngur.


mbl.is Tímafrekara að keyra en að hjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókeypis máltíð fyrir stúdenta?

Þar er sjálfsagt mál að hafa gjaldskyldu á bílastæðum við HÍ, HR og Landsspítalann. Notendur ættu auðvitað að greiða fyrir þá þjónustu sem bílastæðin eru. Það er ekki ókeypis að byggja bílastæði og þau taka verðmætt pláss sem væri hægt að nýta undir byggingar eða garða.

HI loftmynd1Staðsetning bílastæðana skiptir líka máli. Núna eru bílastæðin látin umkringja byggingar eða höfð miðsvæðis og lengja þar með oft aðkomuleiðir fyrir aðra sem sækja þjónustuna sem þessar stofnanir veita. Betra væri að hafa bílstæðin á jaðrinum og helst samsíða stofnbrautunum sem bílarnir nýta. Þannig væri greiðari aðgangur að byggingunum og umferð væri mest við stofnbrautirnar en þyrfti síður að leita alveg upp að húsunum.

Upphæð gjaldsins þyrfti í raun ekki að vera há til að hafa afgerandi áhrif á ferðavenjur margra. Lágt gjald myndi mjög draga úr akstri þeirra sem búa í um 500 m til 3 km fjarlægð frá þessum stofnunum. Þótt mörgum þyki það galið að keyra 500 m eru samt margir sem gera það vegna þess að á endastöð bíður ókeypis bílastæði. Aðrar hvatir geta líka ráða einhverju um að þeir keyra í vinnuna eins og að sýna þjóðfélagslega stöðu sína með bílnum sínum. Lágt gjald myndi líka hafa talsverð áhrif á þá sem búa fjær og hlutfalll þeirra sem sleppa bílnum og hjóla eða taka strætó eða fá far myndi aukast umtalsvert jafnvel á lengri vegalengdum.

HR loftmynd1Menn mundu halda að það væri mjög sterkt samband milli ferðamáta og fjarlægðar frá vinnustað. Ég þekki það á frekar fjölmennum vinnustað í Reykjavík að það var ótrúlega lítið samband milli fjarlægðar frá vinnu og vals á ferðamáta. Þeir sem hjóluð í vinnuna voru í raun ekki mikið líklegri til að búa nálægt vinnustaðnum. Það er, menn hjóluðu jafnt þótt fjarlægðin væri 1 km eða 10 km í vinnuna.

Ég mundi því endilega hvetja til þess að gjaldskylda væri tekin upp sem fyrst en að hún mætti alveg vera lág, segjum t.d. 50 kr/klst.

HR4Munum það að sjaldan launar kálfurinn ofeldið og virðing fæst með verði. Smile


mbl.is Vilja nemendur greiða 700 krónur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband