Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013
Það kostar mikið að eiga og reka bíl og því kemur þessi niðurstaða ekki á óvart. Þetta er flott ritgerð hjá þessum nemanda. Þarna koma allar forsendur fram og þannig geta menn skoðað hana í þaula og metið forsendurnar.
Það mætti auðvitað bæta við fleiri stærðum eins og áhrif hjólreiða á heilsufar og lífslíkur og sparnaði við aðra líkamsrækt og þá yrði það enn hagstæðara að hjóla. Dönsk langtímarannsókn sýndi t.d. fram á að að danir sem hjóluðu úr og í vinnu lifðu að meðaltali um 5 árum lengur, að mig minnir, en þeir sem ekki hjóluðu til vinnu. Þá er ekki nóg með að þessi hreyfing bæti árum við lífið heldur bætir hún líka lífi við árin því þeir sem hjóla eru að jafnaði virkari og hraustari fram eftir aldri en sambærilegur hópur sem keyrir allra sinna ferða.
Því miður er sá hópur ansi stór sem fær ríkulegan stuðning við rekstur á bíl í formi ökustyrkja og bílahlunninda, sem ekki eru skattlagðar eins og aðrar launatekjur. Sá hópur missir hreinlega spón úr aski sínum ef hann hættir að keyra í vinnuna. Ekkert er eins sterkur hvati til aksturs eins og að fá borgað fyrir aksturinn! Frí bílastæði er ekki eins sterkur hvati enda fá menn ekki beinlinis greitt fyrir þau þótt sumir fái skattlausar greðslur til að greiða fyrir bílastæði í miðbænum. Maður gæti spurt sig hvort ekki myndu fleiri hjóla ef þeir fengju skattlausa jafn háa hjólastyrki og bílastyrkir eru, sem á þessu ári eru yfir 300.000 skattfrítt samkvæmt skattmati Ríkisskattstjóra.
Það væri mjög áhugavert ef skattmat ökustyrkja og bílahlunninda væru skoðað af nemendum í viðskipta- og hagfræði með það í huga hvaða áhrif þessir skattalegu hvatar hafa á samgönguval og kostnað við samgöngur.
Tímafrekara að keyra en að hjóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.11.2013 | 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þar er sjálfsagt mál að hafa gjaldskyldu á bílastæðum við HÍ, HR og Landsspítalann. Notendur ættu auðvitað að greiða fyrir þá þjónustu sem bílastæðin eru. Það er ekki ókeypis að byggja bílastæði og þau taka verðmætt pláss sem væri hægt að nýta undir byggingar eða garða.
Staðsetning bílastæðana skiptir líka máli. Núna eru bílastæðin látin umkringja byggingar eða höfð miðsvæðis og lengja þar með oft aðkomuleiðir fyrir aðra sem sækja þjónustuna sem þessar stofnanir veita. Betra væri að hafa bílstæðin á jaðrinum og helst samsíða stofnbrautunum sem bílarnir nýta. Þannig væri greiðari aðgangur að byggingunum og umferð væri mest við stofnbrautirnar en þyrfti síður að leita alveg upp að húsunum.
Upphæð gjaldsins þyrfti í raun ekki að vera há til að hafa afgerandi áhrif á ferðavenjur margra. Lágt gjald myndi mjög draga úr akstri þeirra sem búa í um 500 m til 3 km fjarlægð frá þessum stofnunum. Þótt mörgum þyki það galið að keyra 500 m eru samt margir sem gera það vegna þess að á endastöð bíður ókeypis bílastæði. Aðrar hvatir geta líka ráða einhverju um að þeir keyra í vinnuna eins og að sýna þjóðfélagslega stöðu sína með bílnum sínum. Lágt gjald myndi líka hafa talsverð áhrif á þá sem búa fjær og hlutfalll þeirra sem sleppa bílnum og hjóla eða taka strætó eða fá far myndi aukast umtalsvert jafnvel á lengri vegalengdum.
Menn mundu halda að það væri mjög sterkt samband milli ferðamáta og fjarlægðar frá vinnustað. Ég þekki það á frekar fjölmennum vinnustað í Reykjavík að það var ótrúlega lítið samband milli fjarlægðar frá vinnu og vals á ferðamáta. Þeir sem hjóluð í vinnuna voru í raun ekki mikið líklegri til að búa nálægt vinnustaðnum. Það er, menn hjóluðu jafnt þótt fjarlægðin væri 1 km eða 10 km í vinnuna.
Ég mundi því endilega hvetja til þess að gjaldskylda væri tekin upp sem fyrst en að hún mætti alveg vera lág, segjum t.d. 50 kr/klst.
Munum það að sjaldan launar kálfurinn ofeldið og virðing fæst með verði.
Vilja nemendur greiða 700 krónur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.11.2013 | 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu