Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016

Andvana fædd?

Sundabraut er eðlileg þróun í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrr eða síðar þarf að gera ráð fyrir ytri leið norður fyrir og suður fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Það er líka ágætis hugmynd að þetta verðí einkaframkvæmd.

Hinsvegar held ég að á þessum timapunkti sé hugmyndin andvana fædd. Sundabraut á að liggja allt norður á Kjalarnes á fjórum brúm og kosta um 60 milljarða samkvæmt lauslegum hugmyndum. Hætt er við að hún muni kosta mun meira en það og þar af mun fyrsta brúin yfir í Grafarvog verða dýrust. Hvernig á að fá einkaframtakið til að byggja óhagkvæmar og óþarfar brýr við núverandi umferð þegar nóg er að byggja þá fyrstu til að hala inn aurinn? Hver ætlar síðan að borga fyrir að keyra yfir brúnna þegar ókeypis verður að keyra Gullinbrú/Vesturlandsveg? Hætt er við að gera þurfi sérstaka samninga við einkaframtakið og að það verði bæði belti og axlabönd til að tryggja hagnað þeirra og að áhættan muni í raun liggja á hinu opinbera og almenningi af framkvæmdinni.

Gjaldtaka yrði að vera á hverri brú til að tryggja tekjur af hverjum áfanga því varla vilja Grafarvogsbúar kosta framkvæmdir norður eftir með háu gjaldi á fyrstu brúnni. Til að tryggja næga umferð má síðan líka ekki auka þjónustu á Vesturlandsvegi til að fá fleiri til að velja gjaldaleiðina um Sundabraut.

Sundabraut verður varla byggð fyrr en búið er að taka ákvörðun um uppbyggingu á Geldinganesi og Álfsnesi en það er ekki alveg í pípunum. Álfsnes á síðan áfram að verða leikvöllur Sorpu í sorpvinnslu og er stór hluti Álfsnes óbyggilegur af þeim sökum eins og fyrri sorphaugar á Geirsnefi og í Gufunesvogi.


mbl.is Til í viðræður um gerð Sundabrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki umferðarslys

Skilgreiningin á umferðarslysi er þessi:

Umferðarslys er það óhapp sem a.m.k. eitt ökutæki á hreyfingu á aðild að og á sér stað á opinberum vegi, einkavegi eða svæði sem opið er almennri umferð.

Það þýðir að fall gangandi vegfarenda eins og þetta eða önnur föll í hálku eru ekki skráð sem umferðarslys. Mikill fjöldi slysa verður við fall. Sennilega má telja þau í hundruðum á hverju ári en þar sem þau eru ekki skráð sem umferðaslys eru þetta slys sem við höfum litla hugmynd um. Af sama meiði eru íþróttaslys og önnur slys við hreyfingu sem eru líka lítið þekkt stærð.

Flest þessara slysa eru ekki alvarleg sem slik en mörg þeirra mundu þó geta fallið i flokk mikilla meiðsla samkvæmt skilgreiningunni yfir áverka í umferðarslysum. Einkum þó beinbrotin.

Skilgreing á miklum meiðslum ef umferðarslys:

Beinbrot, heilahristingur, innvortis meiðsl, kramin líffæri, alvarlegir skurðir og rifnir vefir, alvarlegt lost (taugaáfall) sem þarfnast læknismeðferðar og sérhver önnur alvarleg meiðsl sem hafa í för með sér nauðsynlega dvöl á sjúkrahúsi.

Eitthvað óþekkt hlutfall af þessum slysum eru raunverulega alvarleg og jafnvel banaslys. Á tíu ára tímabili eftir árið 2000 eru skráð tvö andlát í banameinaskrá Landlæknis þar sem ástæðan var fall í hálku. Það hlýtur að teljast vera lágmark því líklegt er að svona banamein séu frekar vanskráð heldur en hitt einkum þegar eldra fólk á í hlut. Fallið er þá kannski frumorsök en banamein er skráð sem einhver fylgikvilli beinbrots eða höfuðáverka.

 


mbl.is Á bráðamóttöku eftir fall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera samkvæmur sjálfum sér

Fyrst menn hafa svona miklar áhyggjur af dekkjakurli hafa menn þá ekki sömu áhyggjur af akstri bíla á dekkjum. Þeir gefa frá sér fínt gúmmiryk við slit á dekkjunum sem endar í svifrykinu sem við öll öndum að okkur auk allrar annarar mengunar og eiturefna sem bílar losa. Verða menn ekki að vera samkvæmir sjálfum sér? Að mati Umhverfisstofnunar deyja um 30-70 Íslendingar fyrir aldur fram vegna áhrifa loftmengunar.

http://www.visir.is/tengsl-a-milli-svifryks-og-otimabaerra-andlata/article/2015150419151

Meirihluti þeirrar örplastmengunar sem er í hafinu eru líka ættuð frá sliti á hjólbörðum bíla.

http://tuttugututtugu.com/2015/03/03/hjolbardar-staersti-hluti-mikroplasts-i-noregi/

http://www.ruv.is/sarpurinn/klippa/plastmengun-i-sjo-sigridur-kristinsdottir

 


mbl.is Dekkjakurlið burt úr Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldskylda er lausnin

Ég sé ekki hvernig Kringlan ætlar að framfylgja þessu til langframa nema hafa sjálfvirka lokun á morgnanna. Þá getur engin annar lagt þarna heldur á þeim tíma nema að það verði komið fyrir einhverskonar kortahliði. Verslingar eru á algjörlega löglegum bílum og mega því leggja við Kringluna þótt það sé þeim í Kringlunni til ama. Vandinn er að ekki er tekið sanngjarnt gjald fyrir bílastæðin og því er þetta algjörlega aumingjaskapnum í forsvarsmönnum Kringlunnar að kenna.

Lausnin er greinilega gjaldskylda á stæðin í Kringlunni og við Versló líka. Þeir verslingar sem búa innan við 1 km radíus frá skólanum mundu þá flestir hætta að keyra þennan spotta og þá væri nóg af bílastæðum við skólann.

 Þetta ætti að smellpassa við frjálshyggjupostulana í Versló. "There is no free lunch" er það ekki.

wink


mbl.is Verslingar í hart við Kringluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband