Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2017
Það stendur til að fara í framkvæmdir við Skeiðholt í Mosfellsbæ eins og sagt er frá á heimasíðu Mosfellsbæjar. Framkvæmdinni er lýst svona:
FÆRSLA SKEIÐHOLTS, GATNAGERÐ, LAGNIR OG HLJÓÐVEGGUR
Um er að ræða færslu á núverandi götu Skeiðholts í Mosfellsbæ. Helstu verkþættir eru rif og fræsing núverandi götu, gatnagerð fyrir nýrri götu, gerð bílastæðagötu, stígagerð, lagning regnvatnslagna, aðlögun annarra veitna og gerð hljóðveggja meðfram Skeiðholti.
Nú eru komin tilboð í verkið og er greint frá þeim á heimasíðu Mosfellsbæjar. Eftirfarandi tilboð bárust:
Gleipnir ehf 135.293.490 kr
Stéttarfélagið ehf 131.027.750 kr
Steinmótun ehf 161.687.200 kr
Kostnaðaráætlun 117.684.700 kr
Breyting á skipulagi Skeiðholts var auglýst fyrr á árinu hérna.
Ég gerði athugasemd við skipulagið vegna þess að mér fannst skynsamlegra að byggja litlar íbúðir á svæðinu. Athugasemdin er í meðfygljandi pdf skjali.
Ég taldi að framkvæmdin væri óskynsamleg. Þótt hún nái því markmiði að auka umferðaröryggi sóar hún dýrmætu byggingarlandi og býr til óvistlegt umhverfi sem er fáum til gagns. Tekjur bæjarins af þessu landi yrðu 0 kr. en kostnaður talsverður við gerð og viðhald svæðisins.
Ég legg til að hætt verði við framkomið skipulag og að skipulag við Skeiðholt verði endurskoðað í heild sinni með það að markmiði að meðfram götunni verði komið fyrir þéttri byggð með litlum íbúðum sem henta þeim hópum sem nú eiga erfiðast uppdráttar á fasteignamarkaði. Svæðið í heild sinni er um 243 m á lengd og um 24 m á breidd, nema við Markholt þar sem breiddin er 38 m. Flatarmál er tæpir 6.000 m2 með þvergötunum. Á þessu svæði væri auðveldlega hægt að byggja nokkuð margar litlar íbúðir. Svæðið er í göngufjarlægð við alla nauðsynlega þjónustu eins og verslanir, leikskóla og skóla og liggur vel við öflugum almenningssamgöngum. Það væri því hægt að gera mjög hógværar bílastæðakröfur og bílastæðin ættu auðvitað að vera seld eða leigð sér frá íbúðunum. Gestastæði gætu verið með
gjaldskyldu. Tekjur bæjarins af íbúðunum yrðu umtalsverðar. Umhverfið yrði mun vistlegra og meira spennandi.
Það var ekki tekið tillit til minna athugasemda og búið að bjóða út framkvæmdina og tilboð komin.
Stjórnmál og samfélag | 1.11.2017 | 00:10 (breytt kl. 00:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu