Bloggfærslur mánaðarins, mars 2023

Hættum að niðurgreiða akstur

Bílaeigendur borga eingöngu fé til ríkisins, ekkert til sveitarfélaganna. Það er búið að sýna fram á að þeir tekjustofnar standa ekki undir utgjöldum rikisins síðustu ár til vegakerfisins.

Allar götur sveitarfélaga, öll bilastæði og allur rekstur á þeim er greiddur úr sameiginlegum sjóðum einhverra, ekki beint af bilaeigendum eða af sérstökum sköttum sem þeir greiða.

Í götum og bílastæðum felst gríðarlegur sokkin kostnaður, sem i sífellu er verið að greiða af en sá kostnaður er sokkin í bókhaldinu og er ekki uppi á yfirborðinu. Þetta er árlegur kostnaður upp á nokkur prósent af landsframleiðslu, kannski um 40-80 milljarðar á ári.

Til viðbótar koma kannski um 10-20 milljarða niðurgreiðslur í gegnum skattkerfið til þeirra bílaeigenda sem njóta bifreiðahlunninda og ökutæjastyrkja. Ívilnanir til kaupa á rafmagnsbílum eru síðan kannski um 5-10 milljarðar í viðbót á ári.

Almenningssamgöngur Strætó fá um 2-3 milljarða á ári og það er látið eins og það sé rosa peningur.

Þrír milljarðar er u.þ.b. upphæðin sem fer á hverju ári í að laga skemmdir á slitlagi malbiks á höfuðborgarsvæðinu sem eingöngu má rekja til nagladekkja sem slíta yfirborði gatna um 20-40 falt meira en ónegld vetrardekk, það er um 2000-4000% meira.

 


Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband