Hjólað í vinnuna - með og mótvindur

Ég hjólaði í vinnuna í morgun í mótvindi og var um 55 mín. á leiðinni, meðalhraði var 18.1 km/klst og hámarkshraði 36.8 km.  Áttin hélst allan daginn þannig að á leiðinni heim var meðvindur. Heimferðin tók um 34 mín., meðalhraði var 28.9 km/klst og hámarkshraði 58.9 km. Þetta er nærri því að vera met hjá mér á heimleiðinni. Hjóluð var sama leið fram og tilbaka hér um bil. Leiðin heim var Mosfellsbær-Vesturlandsvegur-Höfðabakki-Smiðjuvegur-Nýbýlavegur-Kársnes en á leiðinni í vinnuna hjólaði ég Álfhólsveginn í staðinn fyrir Nýbýlaveginn.

Að meðaltali er maður jafn oft með meðvind og mótvind þannig að  það jafnar sig út. Þetta verður hinsvegar frekar strembið í miklum mótvindi þegar komið er út í auðnirnar í úthverfunum.

Við gætum verið búin að skapa skjólsælt umhverfi fyrir mörgum áratugum, ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hefðu haft nægilega framsýni, og ræktað tré á auðum svæðum í þéttbýlinu. Þess í stað var ræktaður skógur uppi á heiðum þar sem enginn býr eða ferðast til og frá vinnu. Það er auðvitað ekki of seint að rækta tré til að skapa skjól í þéttbýlinu en því miður virðist ekki vera unnið skipulega að því hjá sveitarfélögunum. Nema kannski hjá Mosfellsbæ þar sem mikið hefur verið gróðursett af trjám á auðum svæðum í bænum.


Bloggfærslur 25. nóvember 2009

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband