Skynsamlegar áherslur í samgöngumálum

Ég bloggaði fyrir nokkru um hraða mismunandi samgöngumáta á höfuðborgarsvæðinu. Nú hefur  Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur endurtekið umferðarkannanir eins og greint er frá í  frétt Samgönguskrifstofunnar innan sviðsins. Niðurstaðan var að ferðahraði hafi aukist í samkvæmt könnun á aksturshraða og umferð hefur minnkað samkvæmt sniðtalningu.

Hver er þá skynsamleg áhersla í samgöngumálum til að gera umferð greiðari?

Á að eyða 15 milljörðum í mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut - Miklubraut eða á að fækka bílum á götunum með því að gera aðra samgöngumáta meira aðlaðandi, t.d. með:

  • stofnbrautum fyrir reiðhjól
  • forgangsakreinum fyrir strætó
  • samgöngusamningum á vinnustöðum
  • auka jafnræði samgöngumáta í peningalegu og skattalegu tilliti

Er ekki skynsamlegt að fækka bílum með því að gera aðra samgöngumáta meira aðlaðandi og skapa þar með meira pláss fyrir þá sem áfram nota einkabílinn? Líkur benda til að það sé mun ódýrari kostur og skapi mun fallegra borgarumhverfi en ofuráhersla á stærri umferðarmannvirki. Gleymum því ekki að umferðarteppurnar skapast ekki af þeim sem ganga, hjóla eða taka strætó. Síðast þegar ég vissi voru þetta allt einkabílar í umferðarteppunum.

Besti vinur einkabílsins er ekki bílstjóri í einkabíl heldur sá sem gengur eða hjólar.


mbl.is Ferðatími styttist á milli hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2009

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband