Skynsamlegar áherslur í samgöngumálum

Ég bloggađi fyrir nokkru um hrađa mismunandi samgöngumáta á höfuđborgarsvćđinu. Nú hefur  Umhverfis- og samgöngusviđ Reykjavíkur endurtekiđ umferđarkannanir eins og greint er frá í  frétt Samgönguskrifstofunnar innan sviđsins. Niđurstađan var ađ ferđahrađi hafi aukist í samkvćmt könnun á aksturshrađa og umferđ hefur minnkađ samkvćmt sniđtalningu.

Hver er ţá skynsamleg áhersla í samgöngumálum til ađ gera umferđ greiđari?

Á ađ eyđa 15 milljörđum í mislćg gatnamót viđ Kringlumýrarbraut - Miklubraut eđa á ađ fćkka bílum á götunum međ ţví ađ gera ađra samgöngumáta meira ađlađandi, t.d. međ:

  • stofnbrautum fyrir reiđhjól
  • forgangsakreinum fyrir strćtó
  • samgöngusamningum á vinnustöđum
  • auka jafnrćđi samgöngumáta í peningalegu og skattalegu tilliti

Er ekki skynsamlegt ađ fćkka bílum međ ţví ađ gera ađra samgöngumáta meira ađlađandi og skapa ţar međ meira pláss fyrir ţá sem áfram nota einkabílinn? Líkur benda til ađ ţađ sé mun ódýrari kostur og skapi mun fallegra borgarumhverfi en ofuráhersla á stćrri umferđarmannvirki. Gleymum ţví ekki ađ umferđarteppurnar skapast ekki af ţeim sem ganga, hjóla eđa taka strćtó. Síđast ţegar ég vissi voru ţetta allt einkabílar í umferđarteppunum.

Besti vinur einkabílsins er ekki bílstjóri í einkabíl heldur sá sem gengur eđa hjólar.


mbl.is Ferđatími styttist á milli hverfa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eđlilega hefur umferđ minkađ ţar sem íbúum Reykjavíkur hefur fćkkađ, ţađ var ekki tekiđ međ í reikninginn ţegar ţessi könnun var gerđ.

Halldór (IP-tala skráđ) 10.12.2009 kl. 17:47

2 identicon

Sćll Árni. Ţetta er skemmtileg síđa hjá ţér og ţarft framtak ađ halda á lofti ágćti hjólreiđa. Hvađ sem líđur bílaumferđ er umferđaţungi  greinilega ađ aukast á hjólastígum borgarinnar og er ţađ vel . Kveđja Snorri

Snorri Gunnarsson (IP-tala skráđ) 15.12.2009 kl. 09:47

3 Smámynd: Árni Davíđsson

Sćll Halldór. Ţađ eru eflaust margar skýringar á minni umferđ. Fćrri íbúar er ein skýring en efnahagsástandiđ líka. Svo má ekki gleyma ţví sem Snorri víkur ađ, ađ umferđ er ekki bara bílaumferđ. Fólk ferđast líka gangandi, hjólandi og í strćtó. Í ţessari könnun Samgönguskrifstofunnar er ekki vikiđ ađ ţví ađ fólk ferđast kannski í meira mćli öđruvísi en á einkabíl núna. Tilfinningin sem ég og Snorri og fleiri höfum er ađ umferđ hjólreiđamanna hafi vaxiđ mikiđ síđustu ár.

Fyrir skömmu birti Umhverfis- og samgöngusviđ niđurstöđur talningar á hlutdeild reiđhjóla á sömu sniđum og í bílatalningunni. "Hlutdeild reiđhjóla á götum borgarinnar":

http://www.rvk.is/Desktopdefault.aspx/tabid-259/1198_read-17422/

Ţetta var fyrsta talningin í ţessa veru ţannig ađ ekki eru upplýsingar fengnar međ talningu til frá fyrri árum.

Í gćr birti svo Umhverfis- og samgöngusviđ niđurstöđur skođanakönnunar um ferđavenjur skólabarna og fullorđinna. Niđurstađan ţar bendir til ađ fleiri ganga og hjóla til vinnu í nóvember 2009 heldur en 2008. "Fleiri ganga og hjóla til vinnu en áđur, 14.12.2009:

http://www.rvk.is/Desktopdefault.aspx/tabid-259/1198_read-18043/

Margt bendir til ađ minni umferđ megi rekja til breytinga á ferđavenjum og minni umsvifum í atvinnulífinu eftir hruniđ.

Árni Davíđsson, 15.12.2009 kl. 16:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2020

S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg
  • EllidaarborgTafla

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband