Critical mass - Þyrping - aftur á morgun föstudag

thyrping1Critical mass eða Þyrping var haldinn síðastliðin föstudag og á að endurtaka leikinn á morgunn. Tilkynningu um þetta má m.a. lesa á vef Fjallahjólaklúbbsins:

Seinasta þyrping var vel heppnuð og mættu menn á hjólum og hjólabrettum og hjóluðu niður á Austurvöll í góðu veðri.

Á morgun föstudaginn 17. verður önnur þyrping mynduð fyrir utan MH klukkan 17.00.

Þeir sem mæta ákveða leiðina í sameiningu á staðnum.

thyrping2

Ég mætti síðasta föstudag og var með myndavélina á stýrinu.

Hjólað var eftir Hamrahlið, Kringlumýrarbraut, Bústaðavegi, Snorrabraut, Laugavegi, Bankastræti og Austurstræti.

Hluti hópsins sat síðan áfram á Austurvelli. Einhverjir hlustuðu síðan á Megas og Senuþjófana í Hljómskálagarðinum áður en haldið var heim.

 


Ættu frekar að taka strætó

Þeir sem nýta „dauða tímann“ undir stýri til að tala í símann eða annað ættu frekar að gera þetta í strætó heldur en að leggja líf og limi samborgara sinna í hættu.

Í tvö skipti í fyrra svínaði bílstjóri fyrir mig sem var að blaðra í símann í akstri. Í annað skiptið var ég að beygja út úr hringtorgi þegar einn sveigði skælbrosandi fyrir mig með símann við eyrað og í hitt skiptið beygði brosandi bílstjóri til hægri inn í hliðargötu fyrir mig einnig hann í símanum.

Af þessu má læra þrennt.

  1. Maður er manns gaman, það er skemmtilegt að tala við annað fólk, líka í síma, samanber glaðlyndi bílstjóra með símann við eyrað.
  2. Athygli bílstjóra er ekki við aksturinn þegar þeir tala í símann.
  3. Hjólreiðamaður þarf að halda akreininni, í hringtorgi og þegar farið er fram hjá hliðargötum til hægri, til að halda athygli bílstjóra. Hjólreiðamaður við hliðina á bílstjóra er out of sight out of mind.
ERGO - bílstjórar takið strætó - þar þarf ekki að hafa athyglina við aksturinn
mbl.is Vilja nýta „dauða tímann“ undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júlí 2009

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband