Merki um að laun og bætur duga ekki til framfærslu

Þessar biðraðir voru komnar í þenslunni fyrir hrun líka. Munið þið eftir því að Davíð Oddson hellti sér yfir fólk í biðröðunum á þeim tíma og sagði eitthvað á þá leið að ef eitthvað væri ókeypis þá kæmi fólk og stæði í biðröð eftir því. Eftir hrun hafa biðraðirnar lengst um allan helming þannig að fólk er greinilegra orðið óforskammaðara á mælikvarða DÓ.

Ég held að það sé eitthvað annað sem ræður lengri biðröðum og það sé fyrst og fremst bág staða þess fólks, sem bíður í biðröðinni. Hitt er svo annað mál að biðraðir eftir mat eru ekki rétta leiðin til að aðstoða fólk.

Vandinn er fyrst og fremst sá að það hefur verið "bannað" fram að þessu að ákvarða lágmarksframfærslu. Skýringin á því er sennilega sú að þá mundi koma í ljós, að hvorki lágmarkslaun né bætur duga til framfærslu við venjulegar aðstæður fólks á landinu. Hvað þá við þær óvenjulegu aðstæður sem ríkja eftir hrun.

Það þarf að setja lágmarksframfærsluviðmið og síðan að sjá til þess að allir geti verið yfir þessu viðmiði í tekjur m.v. fjölskylduaðstæður. Til þess eru fjölþættar leiðir. Ég fjallaði um þær og þessa stöðu mála í bloggfærslu árið 2007.

Ef síðan þrátt fyrir allt vantar upp á ætti að úthluta matarmiðum til kaupa á mat í verslunum og í skólanum fyrir krakkana. Til þess þarf einhver einn aðili að hafa yfirsýn yfir aðstæður þess fólks sem þarf á aðstoð að halda. Það er hin brotalömin í íslensku velferðarkerfi, að það er allt of brotakennt og á forræði allt of margra aðila.


mbl.is Deila á matargjafir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2010

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband