Ekki við öðru að búast

Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hlýtur að vera hærri en af verðtryggðum lánum vegna hraðari endurgreiðslu. Þegar almennir vextir hækka á ný munu vextir á óverðtryggðum lánum líka hækka til samræmis og þyngja greiðslubyrðina enn frekar þar sem greiða þarf vextina jafnharðan en þeir safnast ekki ofan á höfuðstólinn að hluta eins í verðtryggðum lánum. Það er varla von til þess að eigendur fjármagns eins og lífeyrissjóðirnir vilji lána það út til að tapa á því.

Það virðist mörgum erfitt að skilja að efnahagslögmál gilda á þessu landi eins og öðrum. Ef lánsfé eykst  í umferð eða verður ódýrara eykst eftirspurnin eftir húsnæði og það hækkar í verði og eftir sitja lántakendur með hærri greiðslubyrði að öllu óbreyttu þegar aðstæður breytast.

Það þarf að finna jafnvægi milli framleiðslukostnaðar á nýju húsnæði og greiðslubyrði almennings til langframa. Byggja þarf fjölbreyttari íbúðir en hefur verið gert og af öllum stærðum. Mun meiri áherslu þarf að leggja á ódýrari minni íbúðir á þéttingarsvæðum nálægt allri þjónustu til að gera auðveldara fyrir yngra fólk að kaupa sína fyrstu íbúð, eða leigja þær.

 


mbl.is Óverðtryggt of dýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júlí 2013

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband