Núllsýn á villigötum?

Fundur um umferðaröryggismál í Haukahúsinu í Hafnarfirði 11. janúar ályktaði á fundi að skora á stjórnvöld að ljúka framkvæmdum á næstu 12 mánuðum við vegrið á milli akbrauta á þeim 47,2 kílómetrum 2+2 vega á landinu sem en eru án slíks vegriðs. Þetta er birt á vef Umferðarráðs undir fyrirsögninni: Núllsýn FÍB og Umferðarráðs.

Þessi viðbrögð virðast vera vegna banaslyssins á Hafnarfjarðarvegi þar sem þrír létust fyrir áramót.

Ég get ekki að því gert að mér finnast þetta ekki rétt viðbrögð við þessu slysi. Hafnarfjarðarvegur er ekki alls staðar gerður fyrir þann umferðarhraða sem er leyfður á honum og það væri mun nærtækara að lækka umferðarhraðann úr 80 km/klst niður í 60 km/klst á þeim stað sem slysið varð á enda leyfir hönnun vegarins ekki meiri hraða. Það er einfaldlega ábyrgðarlaust af veghaldara og lögreglu að leyfa of háan ökuhraða. Takið eftir því fundurinn í Hafnarfirði óskaði ekki eftir lægri ökuhraða á Hafnarfjarðarveginum. Hvernig skyldi standa á því?

Í umferðaröryggis umræðunni virðast menn forðast að nefna orsakir fyrir slysum sem oftast liggur hjá bílstjórum. Bílstjórar bera mikla ábyrgð og þeim ber að haga akstri sínum eftir aðstæðum. Bílstjórar sem eru veikir, blindir, háaldraðir, ölvaðir, dópaðir eða syfjaðir eiga ekki að vera úti að keyra.

Undanfarin ár hefur verið rekin mikill áróður fyrir svo kölluðum 2+2 vegum. Nú kemur i ljós að þessir vegir eru bara alls ekki nógu öruggir. Það þarf að hafa vegrið á miðeyjunni milli gagnstæðra akreina alla leið því þessir vegir eru svo hættulegir! Kannski eru þeir hættulegir vegna þess að umferðarhraðinn er of mikill miðað við núllsýnina.

Ef menn ætla að leyfa háan ökuhraða fylgja því óhjákvæmilega banaslys. Banaslys og alvarlega slasað fólk er það gjald sem þarf að greiða fyrir háan ökuhraða í umferðinni. Núllsýn FÍB og Umferðarráðs er til komin vegna þess að þessir aðilar vilja ekki horfast í augu við hvað veldur flestum banaslysum og alvarlegum meiðslum í umferðinni, hár umferðarhraði.

Fyrst breið miðeyja skilar svona litlu er augljóst að best er að sleppa henni í hönnun nýrra vega. Þá er nóg að hafa bara vegrið milli gagnstæðra akreina. Við það sparast það land sem fer undir miðeyjuna og vegagerðin verður ekki eins dýr.

Núllsýn út í öfgar?

Það er svo annað mál að Núllsýnin getur ef hún er keyrð út í öfgar gert það að verkum að menn missi heildarsýn á viðfangsefnið.

Ef menn leyfa um 225.000 stálflykkjum á bilinu 1-2 tonn að geysast á miklum hraða um landið og bæina er hætt við því að einhver verði einhvern tíma fyrir stálflykki og slasist eða deyi. Núllsýnin getur ef illa tekst til orðið til þess að allt annað í samfélaginu verði aflokað og afgirt til að vernda það fyrir stálflykkjunum 225.000. Umferð stálflykkjanna yrði ekki takmörkuð heldur yrði ferðafrelsi þeirra sem ganga, hjóla eða taka strætó takmarkað.

Með öðrum orðum, fílunum verður hleypt lausum í postulínsbúðinni en aumingja postulínið verður allt innilokað og læst til að það verði ekki brotið af fílunum. 

Sumir myndu segja að við værum þegar komin hættulega langt á þessari braut. :(

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Heyr, heyr !

Get vottað að í Umferðarráði vanti þessa heildarsýn á umferðaröryggi.  Jafnvel af hálfu fulltrúa borgarinnar, heilbrigðisráðuneyti og öðrum opinberum aðilum.  

Höfundur hefur átt sæti í Umferðarráði, fyrir hönd Landssamtaka hjólreiðamanna í mörg ár :-)  

Morten Lange, 21.1.2010 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband