Hjólað í vinnuna í Mosfellsbæ

Vegalengdir eru stuttar í Mosfellsbæ

Oft heyrist í umræðu á Íslandi talað um að bæir séu svo dreifðir að það þýði ekkert annað en að nota bílinn. En er svo í raun? Er þetta kannski bara en ein afsökun landans fyrir eigin leti?
 
Á kortinu hér að neðan hefur verið dreginn hringur með radíus (geisla) 1,6 km. Hjólreiðamaður er um 6 min. að hjóla þann radíus eftir götum eða stígum. Gangandi vegfarandi er um 15 min að ganga það sama. Nánast allur Mosfellsbær rúmast innan smá hrings þar sem tekur um 6 min að hjóla í Kjarna. Ef bætt er 4 min. við er allt þéttbýli bæjarins innan hrings sem tekur minna en 10 min að hjóla inn að miðju. Vegalengdir eru greinilega ekki farartálmi innan Mosfellsbæjar. Bærinn er þéttvaxinn og mátulega stór fyrir reiðhjól og göngu.
 
Mosfellsbær 6 min á hjóli

 

 

 

 

 

 

 

Strætó er góður valkostur

Þjónusta strætó við Mosfellsbæingar er mjög góð. Á annatíma er leið 15 á kortersfresti og leið vagnsins liggur meðfram helstu skiptistöðvum og stórum vinnustöðum í Reykjavík. Ef þú vinnur niðri í bæ, eða átt heima niðrí bæ og vinnur í Mosfellsbæ, getur þú tekið strætó og verið með í Hjólað í vinnunna og lagt þínum vinnustað lið og jafnframt sparað bensín og aukið hreyfingu þína. 

Leið 15 er t.d. ekki nema 27 min. niður á Landsspítala frá Kjarna í Mosfellsbæ. Ennþá fljótari er maður ef skipt er yfir í leið 6 í Ártúni en þá tekur þessi ferð 22 min.

http://www.straeto.is/leidakerfi/leid15/

http://www.straeto.is/media/leidarkerfi/kort/kort12008/G15.pdf

Hjólað í vinnuna er frábært tækifæri

Taktu þátt í Hjólað í vinnuna á þínum vinnustað og bættu heilsuna og taktu upp hollari lífsstíl og bættu umhverfið í kringum þig.
Færri bílar í umferðinni þýða minni hættu fyrir börnin á leið í skólann.
Mosfellsbær stóð sig vel í lífshlaupinu. Nú er komin tími til að toppa hina bæina í  Hjólað í vinnuna.
 
Nánar á vef verkefnisins:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

when you purchase mbt shoes, you may often vacillating. As mbt becoming more and more popular worldwide. there’re various web shop cheap mbt shoes, but we don’t know how choice best one. Thesuitshoes.com is a great place we can buy our lovely mbt shoes . all of us want to buy a health care shoes. I like to put on my favorite MBT feel really good, I hope in my 20 birthday mother also can send me a pair of fashionable mbt shoes.

mbt shoes (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 04:16

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég er hjartanlega sammála þér, það er ekkert mál að fara hjólandi innanbæjar og bara skemmtilegt. Það einasta sem truflar mig er hve illa strætisvagnarnir eru hannaðir til að taka hjólið með, þar er einfaldlega ekki pláss í þeim nema fyrir 2 hjól og alls ekki á háannartíma. Maður vildi stundum taka aðra leiðina (á móti vindinum) með strætó.

Úrsúla Jünemann, 5.5.2010 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband