Hjólað í vinnuna á Sauðárkróki

Á 10. áratugnum var ég að vinna á Sauðárkróki í smá tíma.

Bærinn er fallegur og stendur undir háum bakka svipað og á Akureyri. Sauðkrækingar hafa ekki byggt uppi á Nöfunum, eins og landið uppi heitir víst, eins og Akureyringar sem hafa fært bæinn upp á bakkann. Þess í stað hafa þeir byggt hverfi suður af bænum en á milli stendur Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra og stærstu íþróttamannvirkin. Á milli liggur gata og gatnamót þar sem Sauðkrækingar voru með asatíð fjórum sinnum á sólarhring þegar ég var þar þegar þeir flykktust á milli í bílunum sínum.

Vonandi er þetta allt breytt núna því þegar málið er skoðað kemur í ljós að Sauðárkrókur er samanþjappaður bær og stutt á milli allra staða. Alveg kjörinn til að hjóla eða ganga milli vinnu og heimilis.

Á kortinu hér að neðan hefur verið dreginn hringur með radíus (geisla) 1,6 km. Hjólreiðamaður er um 6 min. að hjóla þann radíus eftir götum eða stígum. Gangandi vegfarandi er um 15 min að ganga það sama. Allur Sauðárkrókur rúmast innan smá hrings þar sem tekur um 6 min að hjóla inn að miðju. Vegalengdir eru greinilega ekki farartálmi innan Sauðárkróks.

Sauðárkrókur hringur með 1,6 km radíus

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafgolan getur verið leiðinleg á Króknum en því gætu íbúar breytt með því að setja upp grænu húfuna, þ.e. með því að auka trjá- og runnagróður í bænum.

Hjólað í vinnuna er frábært tækifæri

Nú er tækifærið fyrir íbúa á Króknum að taka þátt í Hjólað í vinnuna. Bæta heilsuna og taka upp hollari lífsstíl og gera umhverfi bæjarins betra með smá mannlífi.
 
Færri bílar í umferðinni þýða minni hættu fyrir börnin á leið í skólann og meiri tækifæri fyrir fólk til að hittast.
 
Nánar á vef verkefnisins:

http://hjoladivinnuna.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Á undanförnum tveimur árum hef ég heimsótt nokkra bæi hér og þar á landinu sem er alveg ótrúlega auðvelt að hjóla í.  Akranes, Selfoss, Hveragerði, Hvolsvöllur, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrarbakki, allir bæjir á Reykjanesskaganum.  Þessi bæjarstæði eru algjörlega flöt og þess vegna kjörið fyrir fólk að koma sér upp margs konar hjólagræjum (eins og maður sér í Kaupmannahöfn).  Varð satt að segja hissa að sjá hversu fáir voru á hjólum.

Hjóla-Hrönn, 6.5.2010 kl. 11:29

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Þar er ég sammála þér Hrönn.

Verst hvað vegalengdir eru stuttar á þessum stöðum, maður getur ekki hjólað nóg.

Árni Davíðsson, 6.5.2010 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband