Vestfjarðargöng

Sprettur Trek 2200 Í sumarfríinu fór ég með Sprett litla vestur á firði. Þar fékk hann að spretta úr spori í fjörðunum fyrir vestan á milli Flateyrar, Þingeyrar og Ísafjarðar í nokkur skipti. Hann er annars ansi sérlundaður af því hann vill bara vera á malbiki. Það er ekki vandamál fyrir vestan því það er komið malbik alla leið til Reykjavíkur og milli allra þéttbýlisstaða alla leið til Þingeyrar. Ef maður ætlar sunnar væri sennilega hægt að taka rútuna á Brjánslæk og Baldur þaðan til Stykkishólms. Myndin af Spretti er tekinn við upplýsingaskilti um Gisla sögu á Gemlufallsheiði, "þaðan sem öll vötn falla til Dýrafjarðar".

Norðanverðir Vestfirðir eru paradís hjólreiðamanna. Lítil umferð, góðir vegir, skemmtileg jarðgöng, brattar heiðar, alveg frábær náttúra, umhverfi, þjónusta og fólk eins og best verður á kosið. Fyrir fjallahjólafólk eru síðan margar skemmtilegar, torfærar leiðir um fjöll og firnindi.

 Kvika myndin hérna er tekin á leiðinni upp Breiðadal úr Önundarfirði á leiðinni í Vestfjarðargöng til Ísafjarðar.

Seinni myndin er tekin í miðjum göngunum. Hávaðinn sem heyrist er frá loftræsikerfinu sem eru gríðarstórar og hávaðasamar viftur í loftinu.

 

Það er dimmt í göngunum þannig að menn verða að hafa ljós bæði að framan og aftan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Já, það er æðislegt að hjóla þarna fyrir vestan

Hjóla-Hrönn, 15.11.2010 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband