Frumvarp til laga um fjölgun umferðarslysa?

Nýlega lögðu 6 þingmenn fram frumvarp um að leyfa hægri beygja á móti rauðu ljósi. Þetta eru þingmennirnir Árni Johnsen, Björgvin G. Sigurðsson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Pétur H. Blöndal og Sigurður Kári Kristjánsson.

Samskonar frumvarp hefur marg oft verið lagt fram og alltaf hafnað. Hægt er að skoða umsagnir við frumvörpin með því að velja "Þingskjal", "Ferill málsins" og síðan "Innsend erindi". Flestir umsagnaraðilar sem mark er á takandi hafa lagst gegn þessum frumvörpum vegna þess að líklegt er að þessi breyting myndi fjölga umferðarslysum, eignatjónum á bílum og meiðslum gangandi og hjólenda vegaferenda. Það hafa niðurstöður bent til þar sem þessi breyting hefur verið skoðuð.

Athygli bílstjóra sem beygir til hægri er jafnan á umferð sem kemur frá vinstri og honum hættir því til að taka ekki eftir gangandi og hjólandi á gangbraut sem er hægra megin við hann. Ef þar er gangbrautarljós eru vegfarendur þar á grænu ljósi og búast ekki við umferð úr þessari átt þegar þeir fara yfir.

Þetta er því sannkallað frumvarp um fjölgun umferðarslysa fyrir lítin ávinning því oftast nær myndi þetta aðeins hleypa einum bíl fram í hægri beygju en síðan kæmi annar sem ætlar beint áfram og hindrar þá aðra fyrir aftan að taka samskonar beygju. Tímasparnaður yrði hverfandi og hann yrði keyptur með fjölgun umferðarslysa.

Það læðist að manni sá grunur að ofantaldir þingmenn hafi litla von um brautargengi frumvarpsins en eru fyrst og fremst að slá sig til riddara í augum sumra kjósenda. Væri tíma Alþingis betur varið eftir hrun í eitthvað annað en að flytja aftur og  aftur sama frumvarpið sem hefur hlotið neikvæðar umsagnir í þeirri von að einhvern tímann sofni menn á verðinum og gleymi að andmæla vitl.. úr þingsölum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Tek undir en ræði líka um þingstörfin "almennt" , her :

http://mortenl.blog.is/blog/mortenl/entry/1132866/

Morten Lange, 12.1.2011 kl. 12:42

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sú fullyrðing að þetta leiði til aukinna slysahættu er verulega hæpin. Við skulum átta okkur á því að þetta er ekki eitthvað sem er nýtt, þetta hefur verið leift til margra ára erlendis og ekki talið auka slysahættuna þar.

Að halda því fram að ökumenn séu svo uppteknir af umferð frá vinstri að þeir taki ekki eftir ef gangandi og hjólandi umferð hægra megin sem fer yfir gangbraut, sýnir hversu grunnt menn hugsa. Ef menn eru á rauðu ljósi er væntanlega rautt einnig á gangbrautinni!!

Þar sem ég hef kynnst þessu fyrirkomulagi erlendis hefur þetta virkað mjög vel, og liðkar verulega fyrir umferð. Vissulega er ekki hægt að leyfa þetta á öllum gatnamótum. Erlendis er þetta fyrirkomulag með þeim hætti að það er leifilegt nema annað sé tekið fram. Hér væri hægt að snúa þessu við, að það væri bannað nema annað væri tekið fram. Það eru klárlega mörg gatnamót sem hægt er að hafa þessa reglu án aukinnar slysahættu, hér á landi!!

Gunnar Heiðarsson, 12.1.2011 kl. 13:06

3 Smámynd: Morten Lange

Gunnar : Í umsagnirnar sérðu vísað í heimildir. Það er að segja hjá þeim sem benda á hætturnar við frumvarpið. Hverjar eru þínar heimildir ? 

Þá á ég við fræðileg úttekt prentað í ritröð eða frá aðila sem nýtur sæmilegs trausts.

Morten Lange, 12.1.2011 kl. 13:12

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það er greinilegt að ofantaldir þingmenn eru ekki að spá í gangandi og hjólandi vegfarendur. En auðvitað ganga þeir í augun á þessum miklu fjölmennara hóp sem ekur um á bíl.

Úrsúla Jünemann, 12.1.2011 kl. 18:52

5 identicon

Gunnar.

Þetta er e.t.v. smá ónákvæmni hjá Árna þetta með gangbrautina hægra megin sem er á á grænu. Það eru gangandi og hjólandi sem eru að fara fram fyrir bílinn sem ætlar að beygja á rauðu sem eru á grænu ljósi. Ef þú lest umsögn Umferðarráðs kemur fram þar að rannsóknir í Kanada sýna fram á mun meiri slys á gangandi og hjólandi þar sem hægri beygja er leyfð á rauðu.

Þorsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 22:09

6 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég var að flýta mér full mikið þarna. Það er rétt sem Þorsteinn segir. Gangandi og hjólandi eru að fara yfir götuna á grænu þegar bíll sem ætlar að beygja til hægri á rauðu ljósi fer yfir þeirra gönguleið.

Það sem ég átti við hérna að ofan var að rannsóknir sýna að mun fleiri slys verða á gangandi og hjólandi sem koma frá hægri yfir gönguleið á gatnamótum þegar bílstjóri á þeirri götu beygir til hægri heldur en þeim sem koma frá vinstri á gönguleið. Bílstjórin sem beygir til hægri er jafnan með athyglina á umferð frá vinstri því þar býst hann við hættu frá öðrum bílum. Samanber finnska rannsókn.

Árni Davíðsson, 17.1.2011 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband