Aðrar leiðir eru í boði.

Það má benda á að aðrar leiðir eru í boði fyrir ökumenn heldur en þessir þjóðvegir.

Þannig geta menn ekið Mosfellsheiði, Nesjavallaleið eða Suðurstrandarleið-Krýsuvík frá Suðurlandi. Frá Suðurnesjum geta menn ekið Suðurstrandarleið-Krýsuvík og frá Vesturlandi Hvalfjörð-Kjósarskarð-Mosfellsheiði.

Gjaldfrjálst val er því til staðar fyrir allar leiðirnar og manni sýnist að hugmyndir um upphæð veggjalda sem nefndar hafa verið séu í takti við það að það verði þrátt fyrir allt ódýrari að aka þjóðvegina og borga veggjöld heldur en að taka krókinn.

Til viðbótar má líka benda á að það er hægt að taka strætó eða rútu á alla þessa staði og þá losna við fyrirhuguð veggjöld. Það er sjálfsagt að slípa til almenningssamgöngurnar til þessara staða. Samræma kerfin enn betur við strætó á höfuðborgarsvæðinu og endurskoða og lækka gjaldskrár fyrir reglubundna notkun.


mbl.is Lífeyrissjóðirnir bentu ríkinu á aðra leið í fjármögnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er frekar undarleg rök hjá þér Árni. Má þá ekki alveg eins segja að þeir sem þurfa að fara milli Akureyrar og Húsavíkur, eftir að Vaðlaheiðagöng eru komin og búið að loka Víkurskarðinu, geti farið austurfyrir og suður og síðan norður gegn um vesturland?

Það er hægt að benda á leiðir, ekki spurning, en það er ekki hægt að benda á raunhæfar leiðir!!

Hugmyndir þínar um strætó og rútur sýna að þú þekkir greinilega ekki vel til utan Reykjavíkurhrepps. Auk þess sem gjaldið verður örugglega inn í verðum þessara aðila, margfallt.

Þú ættir að kanna hvað kostar farmiði með rútu frá Reykjavík til Akureyrar. Sannleikurinn er að verðlagning þessara fyrirtækja er út í hött. Það kosta jafn mikið að kaupa far með rútu þessa leið, eins og að aka einn í bíl milli þessara staða á bíl sem eyðir um 13L/100km !!

Gunnar Heiðarsson, 14.12.2010 kl. 10:50

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég er ekki að segja að þetta séu sambærilegar leiðir bara að það séu til aðrar leiðir.

Það þarf vissulega að bæta og samræma almenningssamgöngukerfið út frá höfuðborgarsvæðinu og ég vona að það verði gert sem fyrst. Ég held það væri hagstætt fyrir alla að fargjöld fyrir reglubundna notkun verði lækkuð og að þetta verði ódýrt fyrir fólk.

Það má benda á að launagreiðendur mega nú borga launþegum samgöngustyrki til að nota fyrir strætó og hjól skv. grein 2.6 í síðasta skattmati hlunninda (1088/2009). Nú getur launþegi fengið um 3.000 kr. á mánuði fyrir strætó eða reiðhjól „enda sé til þess ætlast af launagreiðanda að þessi ferðamáti sé nýttur vegna ferða í hans þágu“. Það þarf bara að skrökva því til að þessar samgöngur séu í þágu launagreiðanda. Það ætti ekki að vera vandamál því það hefur ekki vafist fyrir mönnum hingað til að segja að ökustyrkur sé greiddur fyrir akstur í þágu launagreiðenda.

Árni Davíðsson, 14.12.2010 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband