Það þarf að bera saman verð á eldsneyti í nágrannalöndum og hversu hátt hlutfall ríkið tekur af kökunni.
Ef menn bera þetta hlutfall saman við önnur lönd hugsa ég að ríkið taki ekki stærri sneið af kökunni hér heldur en annarsstaðar.
Þar sem málið hefur verið skoðað ofan í kjölinn er langur vegur frá því að bílaeigendur borgi þann kostnað sem af akstrinum hlýst. Dágóður hluti er greiddur af öðrum sköttum og af samfélaginu í heild.
Mynd bætt við 2. janúar útaf athugasemdum.
Tekjur hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga sem hlutfalll af landsframleiðslu.
Ríkið tekur 110 kr. af lítra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bílar og akstur | Aukaflokkar: Bloggar, Samgöngur, Stjórnmál og samfélag | 31.12.2010 | 12:31 (breytt 2.1.2011 kl. 17:28) | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
Þar sem málið hefur verið skoðað ofan í kjölinn er augljóst að kostnaðurinn er borgaður margfalt bæði með beinum gjöldum á eldsneyti og ökutæki sem og þeim arði sem aksturinn skapar bæði beint og óbeint. Það vill oft gleymast að ef ekki væru vegir og ökutæki þá værum við í torfkofum étandi súrmat og skreið. Vegir gagnast ekki bara bíleigendum, vegir gagnast öllum.
Það er ekki hægt að bera saman verð á eldsneyti hér og í nágrannalöndunum án þess að minnast á að laun í nágrannalöndunum eru rúmlega tvöfalt hærra en hér. Hvers vegna ætti Íslenska ríkið að skattleggja eldsneyti þannig að við þegnarnir þurfa að vinna tvöfalt lengur fyrir hverjum lítra en nágrannaþjóðirnar?
Nú er það svo að hagvöxtur, framþróun og undirstaða dreifðrar byggðar í landinu byggir á orku og eldsneyti. Því dýrara sem eldsneytið er þeim mun hægari er er hagvöxturinn og framþróun erfiðari. Kostnaður við búsetu utan stærsta þjónustukjarnans hækkar með fyrirsjáanlegum afleiðingum.
Afleiðingar of hás orkuverðs er sá að fyrirtæki draga saman starfsemi eða hætta. Fiskurinn fær að rotna á bryggjunni vegna þess að það kostar of mikið að flytja hann þangað sem hægt er að vinna hann. Almenningur fer frekar til Spánar en að aka hringinn. Og fólk og fyrirtæki flýja skattpíninguna til annarra landa.
sigkja (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 15:41
Er það ekki svo að 1/3 af því sem ríkið rukkar á lítrann fer í vegagerð...
Jónatan (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 18:20
Eins og venjulega kjósa menn að svara ekki spurningunni. Tekur ríkið hærra hlutfall hér? Er lítraverð eldsneytis hærra á Íslandi?
Árni Davíðsson, 1.1.2011 kl. 02:25
"Eins og venjulega kjósa menn að svara ekki spurningunni", enda var ekki borin fram nein spurning. Fyrst kom tillaga síðan ágiskun og að lokum röng fullyrðing. En engin spurning.
Ríkið tekur hærra hlutfall af tekjum almennings hér en hjá nágrönnunum. Jafnvel þó svo að álögur séu hærra hlutfall af verði þar og verðið jafnvel hærra.
Skatta og gjöld ætti að miða við greiðslugetu þegnanna, ekki nágrannana.
sigkja (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 17:51
Við getum lengi deilt um hvað eru réttar fullyrðingar ef hvorugur vísar til upplýsinga sem styðja okkar mál. Ég hef ekki tíma til að grafa þetta allt fram núna en ég held að :
Árni Davíðsson, 2.1.2011 kl. 17:22
Ég hef ekkert við 1,2 og 4 að athuga annað en að benda aftur á að þó hlutföll og verð séu lægri þá kostar það fleiri vinnustundir fyrir okkur að borga þessar álögur. Hlutföll segja ekki alla söguna.
Við 3 má benda á að þegar aðeins er tekinn kostnaður en ekki reiknaður neinn ávinningur þá er myndin skökk og ómarktæk. Með sömu rökum mætti leggja nokkur þúsund prósenta tolla, skatta og gjöld á reiðhjólavörur og notkun þeirra. Ekki borga núverandi gjöld nema örbrot af þeim kostnaði sem þjóðfélagið hefur af hjólafólki.
sigkja (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 18:14
Sæll aftur.
Ég er ekki viss um að það kosti okkur fleiri vinnustundir en í flestum nágrannalöndum að borga þessar álögur. Það þarf að rökstyðja það með tölum.
Mér sýnist ýmislegt benda til þess að við höfum lengi vel borgað lægra hlutfall af tekjum og lægra hlutfall af rekstri bílasamfélagsins heldur en nágrannalöndin miðað við að bílaeign okkar er umtalsvert meiri en í nágrannalöndum okkar.
Þjóðfélagið kemst ekki af án bíla í óbreyttri mynd og þannig mætti segja að það sé ávinningur af bílanotkun. Það er hinsvegar spurning hvort að við íslendingar höfum ekki ýtt full mikið undir bílnotkun miðað við hvað hún hefur hlotið mikinn sess hjá okkur og talsvert umfram það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar í Evrópu.
Árni Davíðsson, 2.1.2011 kl. 19:51
Þegar munurinn á eldsneytisverði er um 20% t.d. í Noregi http://www.dinside.no/php/oko/bensin/vis_prisliste.php en launamunurinn um og yfir 100% http://www.jobba-i-norge.com/loner-i-Norge.htm . Virðist nokkuð augljóst að tankfyllin tekur fleiri vinnustundir hjá okkur þó bensínið sé dýrara í Noregi.
Og sennilega höfum við borgað lægra hlutfall af tekjum í þessar álögur á notendur ökutækja heldur en nágrannalöndin. Enda laun hér lengi verið töluvert lægri og hærra hlutfall af launum þurft til að kaupa lífsnauðsynjar.
Hér á landi er ekki hægt að reka almenningssamgöngur sem virka vegna kostnaðar, fámennis og fjarlægða. Eins og er, eftir síðustu hækkun strætó, borga farþegar strætó 22% af kostnaðinum. Þá er miðað við að skerðing þjónustunnar og hækkanir gjaldskrár hafi ekki áhrif á farþegafjölda. Hjólafólk notar götur og gangstéttir auk þess sem lagðir eru hjólreiðastígar um allan bæ. Þeir borga ekkert í þeim kostnaði.
Ef skattkerfið væri þannig að hver borgaði eftir notkun og kostnaði ættu hjólreiðamenn að borga nokkur hundruð þúsund í þjónustugjöld á hverju ári. Og strætó ætti að hækka um yfir 450%. - Hvernig væri þá að berjast fyrir réttlátari sköttum og gjöldum frekar en aukinni skattpíningu bifreiðaeigenda, láta afæturnar borga líka?
sigkja (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 23:46
Það má benda á að Noregur er bara eitt af okkar nágrannalöndum og það sem er ríkast í augnablikinu. Launin eru fyrir skatta en skattar virðast hærri þar sbr. línuritið að ofan. Bensínliterinn virðist kosta um 240-250 kr. í Noregi. Ég efast svo sem ekki um að kaupmáttur norðmanna sé meiri en okkar.
Fólk fær ekki bílpróf fyrr en 17 ára og margt gamalt fólk á ekki bíl. Varla eru börn á leið í skólann eða gamalt fólk afætur? Ekki ætlum við að sleppa því að hafa gangstéttir og göngustíga fyrir þau?
Nánast allir fullorðnir sem hjóla eða ganga eða taka strætó úr og í vinnu eiga bíla og greiða skatta og skyldur af þeim. Varla breytist þetta fólk í afætur við það að fara í labbitúr eða hjóla í vinnuna? Yrði samfélagið okkar betra eða umferðin greiðari ef þetta fólk myndi flytja ferðir sínar yfir á bílinn? Að byggja stíga er tiltölulega ódýrt og þeir þurfa miklu minna viðhald heldur en vegir ef þeir eru vel byggðir í upphafi. Eigum við að sjá eftir upphæðum sem nema kannski 2/100 af verði eins mislægra gatnamóta í stíga?
Ég hugsa að flestir séu sammála því að það sé nauðsynlegt að reka almenningssamgöngukerfi. Það er auðvitað æskilegt að það fari sem næst því að standa undir sér. Strætó kerfið eins og það er í dag getur hentað mjög mörgu fólki á höfuðborgarsvæðinu þó það henti ekki öllum. Það er fljótlegt á meginleiðum og að mestu leyti ekki verra en sambærileg almenningssamgöngukerfi í úthverfum í nágrannalöndum okkar. Það eru fyrst og fremst fordómar sem koma í veg fyrir að það sé notað meira. Það var alveg ástæða til að hækka verð í strætó enda eru fargjöldin hér um hálfdrættingur á við fargjöld í nágrannalöndum okkar fyrir fasta notendur.
Ég bloggaði hérna um að fjölga farþegum í strætó.
Árni Davíðsson, 3.1.2011 kl. 00:54
Það er auðvelt að gúggla Svíþjóð, Danmörk, Írlandi og Bretlandi, niðurstaðan er svipuð.
Verð, upphæðir, aldur og vorkunnsemi við vissa hópa á ekki að ráða því að bíleigendum sé gert umfram aðra notendur að greiða allan pakkann og rúmlega það.
Ekki fær atvinnuleysinginn neinn afslátt af bensínverði þó hann aki öldruðum föður sínum í krabbameinsmeðferð. En þú vilt að hann borgi göngu og hjólastíga undir heilsuhraustan hátekjumanninn sem vill sína þjónustu frítt.
Og ég sé engan tilgang eða þörf á því að reka almenningssamgöngur sem ekki standa undir sér. Sérstaklega ekki þegar kostnaðurinn, götuslit og mengun er jafnvel meiri en ef samið væri við leigubíla um að veita þjónustuna upp að dyrum.
sigkja (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 03:54
Hrunið og gengisfall krónunnar hefur vissulega minnkað kaupmátt íslendinga í erlendum vörum en ekki jafn mikið í innlendum. Ég er gæti best trúað að staðan sé svipuð og hjá okkur í þessum löndum sem þú nefnir. Það er töluvert flókið að gera þennan samanburð svo vel sé. Ýmislegt í lífsháttum okkar íslendinga bendir til þess að við séum að jafnaði ekki svo illa stödd í þessum samanburði.
Mér finnst þú setja bílaeigendur full mikið í hlutverk fórnarlambs. Allir stígar, gangstéttar og götur í þéttbýli (fyrir utan þjóðvegi í þéttbýli) eru greiddir af sveitarfélögunum, sem fá ekki hlut í eldsneytisgjaldi eða vörugjöldum af bifreiðum. Bílaeigendur greiða ekki krónu í gerð stíga, gangstétta eða þessara gatna umfram aðra íbúa. Þetta er allt kostað annarsvegar af gjaldtöku þegar hverfi er byggt og af almennu útsvari og öðrum gjöldum sem sveitarfélögin taka. Öll gjaldtaka á bifreiðaeigendur á sér stað hjá ríkinu.
Sama má segja um rekstur strætó. Framlag sveitarfélaganna er tekið af þessum sömu gjaldstofnum. Eina framlag ríkisins er endurgreiðsla á olíugjaldi til sveitarfélaganna sem reka Strætó bs. Mig minnir að það sé um 100 milljón króna.
Bílaeign Íslendinga var og er ein sú mesta í heimi. Árið 2008 voru 659 fólksbílar á hverja 1000 íbúa á íslandi en 643 bílar 2009. Meðaltal EB var 470 bílar á 1000 íbúa. Eina landið með fleiri bíla var Lúxembúrg með 667 bíla á 1000 íbúa. Bílaeign á höfuðborgarsvæðinu er meiri per 1000 íbúa en á landsbyggðinni.
Upplýsingar af heimasíðu evrópusamtaka bílaframleiðenda: http://www.acea.be/images/uploads/files/20100520_motorisation.pdf
Árni Davíðsson, 3.1.2011 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.