Hjólreiðamaðurinn eyðir eigin orku við að hjóla en orkuna fær hann úr matvælum upprunalega. Margir búa líka svo vel að hafa eigin orkubirgðir í formi fitu geymda í fitufrumum sem hægt er að grípa til sem orkugjafa við hjólreiðar.
Það er nokkuð erfitt að komast að því hvað maður hefur eytt nákvæmlega mikið af orku. Það er þó hægt að áætla það og það er sennilega alveg nógu góð nálgun. Á Orkusetri er reiknivél sem reiknar út hversu mikla orku maður hefur eytt við að hjóla ákveðna vegalengd og er það reiknað út frá líkamsþyngd. Reiknivélin getur líka áætlað hvað maður hefur sparað mikið eldsneyti, krónur og koltvísýring í útblæstri ef þessi vegalengd hefði verið farin á einkabílnum.
Þetta gerði ég fyrir árið 2010 og miðaði við 75 kg líkamsþyngd, VW Caddy 1,4 L, bensínverð 205 kr/L og 4.100 km hjólreiðar.
Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:
Sparnaður á bíl, CO2: 815,9 kg Eldsneyti: 340,3 ltr Kostnaður: 69.761 kr
Kaloríubrennsla: 130.102 kal
Þessar 130 þús kcal jafngilda um 14,5 kg af hreinni fitu. Það má því segja að hjólið mitt eyði um 353 g af fitu/100 km. Þetta er ótrúlega lág eyðsla enda eru hjólreiðar orkunýtnasti samgöngumáti sem vitað er um.
Í reiknivélinni kemur þó ekki fram hvort að þyngd reiðhjólsins er bætt við líkamsþyngdina og þá hvaða þyngd er reiknað með fyrir reiðhjólið. Ef þyngd reiðhjólsins er ekki með má hiklaust bæta við um 15-20 kg í þyngd reiðhjóls, fatnaðar og farangurs. Maður er sjaldan útbúinn eins og í hjólreiðakeppni. Áhrif þyngdar eru mikil í reiknivélinni. Til dæmis mundi 100 kg þýða að eytt hefði verið um 173.469 kcal. Þetta eru góðar fréttir fyrir þá sem eru þungir. Það þýðir að þeir eiga auðveldari með að létta sig því þeir þurfa að eyða mun meiri orku en léttari maður til að ferðast sömu vegalengd.
Þá má benda á að reiknivélin tekur aðeins tillit til kostnaðar við eldsneyti bílsins en ekki annars kostnaðar við rekstur hans. FÍB setur fram tölur um kostnað við bílaeign og hef ég áætlað út frá því að kostnaður við 4.000 km akstur sé um 115-152 þús kr. við rekstur misjafnt eftir bílum.
Verðflokkur bíls (kr) | 2.950.000 | 3.650.000 | 5.000.000 |
Þyngd bíls (kg) | 1.000 | 1.250 | 1.450 |
Eyðsla bíls (l/100 km) | 8 | 9 | 11 |
Akstur á ári (km) | 15.000 | 15.000 | 15.000 |
A: Kostnaður vegna notkunar (kr/km) | 26,8 | 29,4 | 36 |
C: Bílastæði og þrif (kr/km) | 1,97 | 1,97 | 1,97 |
Samtals kostnaður við notkun (kr/km) | 28,77 | 31,37 | 37,97 |
Akstur úr og í vinnu (km) | 4.000 | 4.000 | 4.000 |
Sparnaður á ári á notkun bíls m.v. 4.000 km akstur í vinnu kr. | 115.080 | 125.480 | 151.880 |
Heildarkostnaður á ári við að eiga bíl skv. FÍB kr. | 1.128.975 | 1.309.625 | 1.652.800 |
Mesti sparnaðurinn fyrir heimili kemur þó til ef menn losa sig við einn eða fleiri bíla af heimilinu og nota hjól, göngu, strætó og leigubíla á móti, því aðal kostnaðurinn við að eiga bíl er ekki notkunin sem slík heldur það að eiga bílinn eins og útreikningar FÍB sýna. Árskostnaðurinn við að eiga og reka þessa bíla í dæmi FÍB hér að ofan er 1,13 til 1.65 milljónir króna á ári.
Annað sem má benda á er að kostnaður við notkun er hærri ef ekið er stuttar vegalengdir t.d. í og úr vinnu. Í því sambandi má benda á að nýr 1,5 tonna bíl með 1,4 L vél getur skv. framleiðanda eytt allt að 0,7l/km (70L/100km) í köldu starti u.þ.b. fyrsta kílómetrann eftir ræsingu. Fyrsti kílómeterinn gæti því kostað tæpar 150 kr á vetrarmorgni. Það virðist mjög óskynsamlegt að aka stuttar vegalengdir og til mikils að vinna að draga úr því.
Þegar upp er staðið skiptir þetta þó litlu máli. Það er ekki hægt að setja ánægjuna í línurit.
Ég hjóla vegna þess að mér finnst það skemmtilegt og þægilegt. Allt hitt er bara góður bónus.
Meginflokkur: Hjólreiðar | Aukaflokkar: Bloggar, Samgöngur, Umhverfismál | 4.4.2011 | 00:14 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
Takk fyrir þessar fróðlegar útreikningar. Ég segi með þér að ánægjan að vera úti að hreyfa sig er í 1. sæti þegar ég met hjólreiðar. Allt hitt er flottur bónus.
Úrsúla Jünemann, 5.4.2011 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.