Hjólreiðar 2010 - 3. þáttur - Orkan

Hjólreiðamaðurinn eyðir eigin orku við að hjóla en orkuna fær hann úr matvælum upprunalega. Margir búa líka svo vel að hafa eigin orkubirgðir í formi fitu geymda í fitufrumum sem hægt er að grípa til sem orkugjafa við hjólreiðar.

Það er nokkuð erfitt að komast að því hvað maður hefur eytt nákvæmlega mikið af orku. Það er þó hægt að áætla það og það er sennilega alveg nógu góð nálgun. Á Orkusetri er reiknivél sem reiknar út hversu mikla orku maður hefur eytt við að hjóla ákveðna vegalengd og er það reiknað út frá líkamsþyngd. Reiknivélin getur líka áætlað hvað maður hefur sparað mikið eldsneyti, krónur og koltvísýring í útblæstri ef þessi vegalengd hefði verið farin á einkabílnum.

Þetta gerði ég fyrir árið 2010 og miðaði við 75 kg líkamsþyngd, VW Caddy 1,4 L, bensínverð 205 kr/L og 4.100 km hjólreiðar.

Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

Sparnaður á bíl, CO2: 815,9 kg • Eldsneyti: 340,3 ltr • Kostnaður: 69.761 kr
Kaloríubrennsla: 130.102 kal

Þessar 130 þús kcal jafngilda um 14,5 kg af hreinni fitu. Það má því segja að hjólið mitt eyði um 353 g af fitu/100 km. Þetta er ótrúlega lág eyðsla enda eru hjólreiðar orkunýtnasti samgöngumáti sem vitað er um.

Í reiknivélinni kemur þó ekki fram hvort að þyngd reiðhjólsins er bætt við líkamsþyngdina og þá hvaða þyngd er reiknað með fyrir reiðhjólið.  Ef þyngd reiðhjólsins er ekki með má hiklaust bæta við um 15-20 kg í þyngd reiðhjóls, fatnaðar og farangurs. Maður er sjaldan útbúinn eins og í hjólreiðakeppni. Áhrif þyngdar eru mikil í reiknivélinni. Til dæmis mundi 100 kg þýða að eytt hefði verið um 173.469 kcal. Þetta eru góðar fréttir fyrir þá sem eru þungir. Það þýðir að þeir eiga auðveldari með að létta sig því þeir þurfa að eyða mun meiri orku en léttari maður til að ferðast sömu vegalengd.

Þá má benda á að reiknivélin tekur aðeins tillit til kostnaðar við eldsneyti bílsins en ekki annars kostnaðar við rekstur hans. FÍB setur fram tölur um kostnað við bílaeign og hef ég áætlað út frá því að kostnaður við 4.000 km akstur sé um 115-152 þús kr. við rekstur misjafnt eftir bílum.

Verðflokkur bíls (kr)2.950.0003.650.0005.000.000
Þyngd bíls (kg)1.0001.2501.450
Eyðsla bíls (l/100 km)8911
Akstur á ári (km)15.00015.00015.000
A: Kostnaður vegna notkunar (kr/km)26,829,436
C: Bílastæði og þrif (kr/km)1,971,971,97
Samtals kostnaður við notkun (kr/km)28,7731,3737,97
Akstur úr og í vinnu (km)4.0004.0004.000
Sparnaður á ári á notkun bíls m.v. 4.000 km akstur í vinnu kr.115.080125.480151.880
Heildarkostnaður á ári við að eiga bíl  skv. FÍB kr.1.128.9751.309.6251.652.800

Mesti sparnaðurinn fyrir heimili kemur þó til ef menn losa sig við einn eða fleiri bíla af heimilinu og nota hjól, göngu, strætó og leigubíla á móti, því aðal kostnaðurinn við að eiga bíl er ekki notkunin sem slík heldur það að eiga bílinn eins og útreikningar FÍB sýna. Árskostnaðurinn við að eiga og reka þessa bíla í dæmi FÍB hér að ofan er 1,13 til 1.65 milljónir króna á ári.

Annað sem má benda á er að kostnaður við notkun er hærri ef ekið er stuttar vegalengdir t.d.  í og úr vinnu. Í því sambandi má benda á að nýr 1,5 tonna bíl með 1,4 L vél getur skv. framleiðanda eytt allt að 0,7l/km (70L/100km) í köldu starti u.þ.b. fyrsta kílómetrann eftir ræsingu. Fyrsti kílómeterinn gæti því kostað tæpar 150 kr á vetrarmorgni. Það virðist mjög óskynsamlegt að aka stuttar vegalengdir og til mikils að vinna að draga úr því.

Þegar upp er staðið skiptir þetta þó litlu máli. Það er ekki hægt að setja ánægjuna í línurit.

Ég hjóla vegna þess að mér finnst það skemmtilegt og þægilegt. Allt hitt er bara góður bónus.

Krakkar í mars


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Takk fyrir þessar fróðlegar útreikningar. Ég segi með þér að ánægjan að vera úti að hreyfa sig er í 1. sæti þegar ég met hjólreiðar. Allt hitt er flottur bónus.

Úrsúla Jünemann, 5.4.2011 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband