Sennilega rétt hjá Ögmundi

Það þarf samt ekki að útiloka það að einkaframkvæmdir séu notaðar eða að fjármögnun komi frá einkaaðilum eða lífeyrissjóðum.

Það er einfaldlega hægt að ná til baka kostnaði við framkvæmdina með gjaldtöku. Ef framkvæmdin er arðbær, nauðsynleg og uppfyllir þörf fólks fyrir t.d. samgöngur ætti það að vera lítið mál að innheimta gjöld fyrir notkunina.

Vandinn við sumar þær framkvæmdir sem nefndar hafa verið virðist vera að þær eru ekki arðbærar, nauðsynlegar né uppfylla þörf. Til dæmis virðist ýmsar vegaframkvæmdir með 2+2 vegum vera algjörlega óþarfar og hægt að leysa öryggisþáttin með vegriði í miðjunni og breikkun vegarins til að fá fullnægjandi vegaxlir og vegfláa. Þar sem ekki er hægt að koma við fullnægjandi vegfláa þarf vegrið meðfram veginum.

Lækkun ökuhraða niður í t.d. 70-80 km til samræmis við hönnunarhraða vegarins og umferðareftirlit til að fylgja því eftir væri svo líka til bóta.


mbl.is Einkaframkvæmd dýrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað í ósköpunum er "sennilega rétt hjá Ögmundi?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband