Lausnin er augljós

Þjóðgarðinn á Þingvöllum vantar fé til nauðsynlegra framkvæmda. Hann rekur stór bílastæði og þarf enn að bæta við þau en það er ókeypis að leggja í bílastæðin á Þingvöllum.

Lausnin er einfaldlega að láta notendur bílastæðanna borga sanngjarnt gjald fyrir að leggja bílum og rútum í bílastæðin á Þingvöllum.

Skapa þarf umgjörð utan um þetta og banna með lögum eða samþykkt að bílum sé lagt annarsstaðar en í merkt bílastæði innan marka þjóðgarðsins. Gjaldtakan á þessum merktu bílastæðum er stillt af með tilliti til eftirspurnar. Það má vera ókeypis að leggja í malarstæði fjarst fjölmennustu stöðunum en gjaldið á vinsælustu stöðunum gæti verið 2-300 kr. á klukkutímann.

Þannig væri hægt að fara langt með að leysa úr fjárhagsvanda Þjóðgarðsins. Þó það sé ókeypis að heimsækja þjóðgarðinn þarf ekki að vera ókeypis að nýta þá þjónustu og aðstöðu sem er útbúinn á staðnum.


mbl.is Bílastæðaskortur á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta er góður punktur. Það á ekki að rukka fyrir að skoða landið en það má rukka fyrir þjónustuna.

Úrsúla Jünemann, 17.7.2013 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband