Gjaldtaka af bílastæðum.

Það væri líkast til einfalt mál að taka gjald á bílastæðinu við Geysi og láta það standa undir viðhaldi svæðisins. Það er ekki 100% í eigu ríkisins.

Það væri líka sanngjörn leið því auðvitað eiga þeir sem koma og skoða svæðið að standa undir rekstri þess. það er ekki hlutverk skattgreiðenda að niðurgreiða upplifun ferðamanna á Geysisvæðinu.

Ég hef frekar takmarkaða trú á náttúrupassa. Það er eðlilegra að það sé tekið gjald fyrir þjónustuna á hverju svæði fyrir sig og það gjald sé látið standa undir rekstrinum við bílastæði, klósett, sorphirðu, göngustíga og svo framvegis.


mbl.is Ekkert gjald án samþykkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Öll þessi rukkun hingað og þangað mun alltaf vera tilviljunarkennt og með ákveðnum stimpill af græðgi landeigenda. Ég er mjög hlynnt náttúrupössunum, þetta á að vera einföld og skilvirk leið og ferðamenn munu alveg sætta sig við og skilja þetta. En það þarf að ganga úr skugga að peningarnir skila sér í réttan vasa: Uppbygging og viðhald á þeim svæðum sem menn sækja helst í. Það að ekki er að rukka fyrir hvern einasta stað gefur okkur hér frekar jákvæðan og elskulegan blær.

Úrsúla Jünemann, 1.11.2013 kl. 18:34

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég held að rétta leiðin sé að taka gjald fyrir þjónustu. Þeir sem nota bílastæði og klósett ættu að greiða fyrir það enda er sú þjónusta ekki ókeypis. Gjaldið ætti að vera það hátt að það standi undir mest allri þjónustunni sem er veitt á staðnum en að hluta væri greitt fyrir hana með kaupum á varningi og veitingum.

Árni Davíðsson, 3.11.2013 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband