Niðurgreiðslum hætt?

Það væri fróðlegt að sjá útreikninga Isavia á kostnaði við stæðin. Þessi gjöld virðast há en eru kannski eðlileg miðað kostnað. Nýtingarhlutfall hlýtur þó að hafa mikil áhrif. Nýtingarhlutfall stæðanna við flugstöðina virðist hátt einkum við langtímastæðin og mun hærra en í öðrum gjaldskyldum stæðum á Íslandi. Það gæti verið að gjöld séu oftekin við flugstöðina allavega ef miðað er við að þau eru ekki í bílastæðahúsum og ef við horfum til langs nýtingartíma. Miðað við skipulagsáform við flugvöllinn gæti þó þurft að færa bílastæði fljótlega og verður þvi afskriftartíminn styttri en ella.

það eru líka tíðindi að starfsmenn þurfi að greiða fyrir bílastæði. Þetta er það sem koma skal.

Við sitjum enn uppi með að nánast öll bílastæði landsmanna eru niðurgreidd, bæði þau sem notendur þurfa ekki að greiða fyrir og þau sem er gjaldskylda í. Það eru sennilega bara stæðin við flugstöðina og stæðin við Höfðatorg, sem standa undir sér.


mbl.is Bílastæðagjöld tvöfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Og hvað? viljið þið hjóladurgarnir að starfsmenn hjóli suðureftir í vinnuna?

Hvumpinn, 8.2.2016 kl. 15:22

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Alls ekki. Menn mega alveg keyra suðureftir frá Reykjavík eða Keflavík. Mér finnst bara rétt að minnka eða hætta niðurgreiðslum á bílastæðum.


Þetta er sambærilegt og ef ég legði til að minnka niðurgreiðslur á mjólk. Með því væri ég ekki að segja fólki að drekka appelsín heldur að fólk ætti að greiða hærri hlutdeild í kostnaðinum við að framleiða mjólkina með beinum hætti. Við borgum auðvitað öll á endanum fyrir mjólkina og bílastæðin þótt með óbeinum hætti sé. 

Öllum niðurgreiðslukerfum fylgir sú hætta að þau rugli í kerfinu og hvetji fólk til óskilvirkni. Það gera frí bílastæði svo sannarlega og þau hafa mikil áhrif á skipulag og umhverfi í þéttbýli. Ég held að flestir geri sér grein fyrir að þjóðfélagið eyðir um 5 milljörðum á ári í að niðurgreiða mjólk en fáir gera sér grein fyrir að við eyðum kannski um tvöfaldri þeirri upphæð á ári í að niðurgreiða bílastæði.

Árni Davíðsson, 8.2.2016 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband