Hvað með að deila bíl?

Margt af þessu fólki er á sömu leið og gæti hæglega deilt bíl. Afherju gerir fólk það ekki í meira mæli? Allir að bíða eftir sjálfkeyrandi bílum? Línuritið hér að neðan sýnir minnkun umferðar með aukinni samnýtingu þegar fleiri einstaklingar deila bíl. Bara það að fara úr 1,2 einstaklingum í 1,4 einstaklinga í hverjum bíl mundi eyða núverandi umferðartöfum.

Samnyting

 

 

 

 

 

Annars keyrir auðvitað gulur deilibíll um bæinn nú þegar á korters fresti á annatíma. Hann heitir Strætó.


mbl.is Þung umferð á Vesturlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nokkrar hugsanlegar ástæður

    • það eru mikil þægindi að vera á eigin bíl

    • ekki víst að viðkomandi séu á sama tíma á leiðinni heim

    • ekki víst að viðkomandi búi endilega nálægt hvor öðrum

    • ekki víst að viðkomandi þekki einhvern sem er á leiðinni á sama tíma

    • Sumir þurfa kannski að fara annað eftir vinnu

    • Sumir þurfa kannski að fara annað í vinnu

    Það eru margar ástæður.

    Halldór (IP-tala skráð) 15.1.2019 kl. 13:42

    2 Smámynd: Árni Davíðsson

    Satt er það Halldór. Ástæðurnar gætu verið margar.

    En er alveg víst að lítið hlutfall af þessum bílstjórum gætu ekki sameinast í bíl? Segjum bara 10% eða svo.

    Þetta skiptir verulegu máli því nú vonast sumir til að fleiri muni sameinast í bíl þegar sjálfkeyrandi bílar verði algengir og að umferðarteppur verði úr sögunni. En hvað breytist við það að bílar verða sjálfkeyrandi? Sitja menn ekki bara áfram einir í bíl?

    Árni Davíðsson, 15.1.2019 kl. 15:24

    3 identicon

    10% er sennilega verulegt ofmat. Innan við 1% er sennilega nær lagi ef miðað er við mig og mitt hverfi. Það mætti eins spyrja hvers vegna það er aðeins einn á þínu hjóli og búa svo til í huganum aðstæður þar sem það gæti gengið upp og leyst umferðarteppur að bæta á hjólið farþega.

    Og vissulega keyrir gulur deilibíll um bæinn nú þegar á korters fresti á annatíma. En það er ekki nóg að þurfa að bíða mest korter ef það tekur svo klukkutíma í viðbót að komast á endanlegan áfangastað ef það tæki innan við tíu mínútur með einkabíl. Málið er nefnilega hversu fljótt kemst ég frá A til B en ekki hversu fljótt kemst ég í sæti einhverstaðar í nálægð við A.

    Lausnir sem miða við að einhverjir aðrir taki á sig óhagræðið hljóma snilldarlega í eyrum þeirra sem með þær koma en ganga sjaldan upp.

    Davið12 (IP-tala skráð) 15.1.2019 kl. 16:02

    4 Smámynd: Árni Davíðsson

    Ég held þú gefur þessu aðeins of þröngan stakk Davíð12. Sennilega getur talsvert hlutfall breytt um ferðavenjur eða samnýtt bíl ef viljinn er fyrir hendi. Þægindin eru vissulega mikils virði en gættu að því að þau kosta sitt í rekstri bíls.

    Þú vilt þá kannski meina að jafnvel þegar bílar eru orðnir sjálfkeyrandi muni fólk ekki sameinast í bíla vegna þess að það sé óþægilegra?

    Árni Davíðsson, 15.1.2019 kl. 16:24

    5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

    Um leið og búið er að afnema bann við gjaldtöku annarra en leigubílstjóra fyrir flutning á farþegum getur fólk farið að skipta kostnaði við bílferðina og þá mun færast í vöxt að deila bílum. Til dæmis er lítill vafi á að einhver muni þá setja upp farsímaapp þar sem bílstjórar og farþegar geta sameinast í bíla, öllum til hagsbóta.

    Þorsteinn Siglaugsson, 15.1.2019 kl. 17:13

    6 identicon

    Stakkurinn er þröngur vegna þess að ég miða við hvað ég er tilbúinn til að gera en ekki hvað þú gætir gert. Ég reikna ekki með því að þú fórnir sjálfviljugur þægindum til að mín lausn virki.

    Ökumaðurinn er ekki neitt aðalatriði. Vegna þess að því fylgir óhagræði mun flest fólk ekki sameinast í bíla, sama hver keyrir. Ekkert breytist við það að bílar verða sjálfkeyrand. Værir þú frekar með farþega á þínu hjóli ef það æki sjálft?

    Davið12 (IP-tala skráð) 15.1.2019 kl. 17:24

    7 Smámynd: Árni Davíðsson

    Reyndar er það ekki sambærilegt Davíð12. Bílinn minn er með sæti fyrir 4 farþegA en hjólið mitt er með bögglabera uppgefinn fyrir 20 kg og landslög banna að reiða á hjóli. Ég held að félagslegi þátturinn sé vanmetinn. Hann hindrar fólk frá að sameinast í bíla auk þess sem því fylgja óþægindi og lengir ferðir. Ég hef litla trú á að sjálfkeyrandi bílar breyti nokkru um þessa þætti. Mundi stelpa á leið í framhaldsskóla taka bil sem hver sem er gæti bokað far með og þau verið tvö ein í bílnum? Ef sú tækni verður nægilega ódýr munu flestir vera áfram einir í bílum og umferðartafir sennilega verri en núna.

    Árni Davíðsson, 15.1.2019 kl. 22:25

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Árni Davíðsson
    Árni Davíðsson
    Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

    Nóv. 2024

    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30

    Nýjustu myndir

    • HI deiliskipulag
    • Akureyri 10 min kort
    • cars
    • Hagatorg
    • Ellidaarborg

    Nýjustu myndböndin

    Frá Birkimel á Eiðistorg

    Frá Nesveg í Kópavog

    Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

    Frá Eiðistorgi á Laugaveg

    Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband