Niðurgreidd gjaldskrá í bílastæðahúsum

Gjaldskrá Bílastæðasjóðs stendur varla undir rekstri húsanna hvað þá byggingu þeirra samanber ársskýrslur Bílastæðasjóðs.

Þetta sýnir í hnotskurn þá meðgjöf sem er með bílaeign á landinu. Ekki einu sinni þar sem eru tekin bílastæðagjöld standa þau undir byggingu, rekstri og viðhaldi bílastæðanna né heldur verðmæti landsins sem undir þau fara.

Það væri fróðlegt ef hagfræðingur mundi taka saman hvaða upphæðir fara í þessa meðgjöf á ári.


mbl.is Dýrara að leggja í bílastæðahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir að þetta sé meðgjöf með "bíleigendum" en það er auðvitað alrangt. Þetta er meðgjöf með rekstri verslana, fyritækja og stofnana í 101 Reykjavík. Heldur þú að einhver rekstur í 101 myndi lifa það af viðskiptavinir eða starfsmenn þyrftu að borga raunverð fyrir bílastæðin?

Rekstur Bílastæðasjóðs er bundinn við 101 Reykjavík en alls staðar annarsstaðar eru bílastæðin í eigu og umsjón þeirra sem eiga húsnæðið sem bílastæðin eru við. Flestir hafa kosið að fara þá leið að rukka fyrir bílastæðin í gegnum vöruverð...sbr. Kringlan, Smáralind, Skeifan osfrv...osfrv...

Borgaryfirvöld gengu meira að segja svo langt einu sinni að láta hluta af bílastæðagjöldunum renna til markaðssetningar á miðbænum þar til þeim var bent á að þetta væri vafasamt út frá samkeppnisjónarmiðum.

En talandi um niðurgreiðslur. Hver greiðir fyrir gerð hjólastíga?

Magnús (IP-tala skráð) 16.1.2019 kl. 11:55

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Þú ert alla vega sammála mér um það að frí bílastæði eru meðgjöf fyrir bílaeigendur þar sem þú segir: "Heldur þú að einhver rekstur í 101 myndi lifa það af viðskiptavinir eða starfsmenn þyrftu að borga raunverð fyrir bílastæðin?"

Meðgjöfin er auðvitað ennþá meiri þar sem bílaeigendur þurfa ekki að borga neitt fyrir bílastæðin eins og þú segir við "Kringlan, Smáralind, Skeifan osfrv". Þar mundi ég bæta við alla vinnustaði, framhaldsskóla, háskóla, sjúkrahús o.s.frv. Listinn er næstum því endalaus.

Hversvegna þarf þessa miklu meðgjöf með bílaeign? Hefur hún leitt okkur í ógöngur?

Árni Davíðsson, 16.1.2019 kl. 13:54

3 identicon

Þú snýrð út úr viljandi til að halda þig við röksemdir sem ekki halda. 

Reykjavíkurborg í formi Bílastæðastjóðs hefur valið að niðugreiða rekstrarkostnað fyrirtækja í miðborginni. Þeir velja að niðurgreiða bílastæðakostnað. Það kemur bíleigendum ekkert við. Rvk gæti alveg eins niðurgreitt rafmagnið eða heita vatnið og það væri gegnsærra.

Ef Rvk myndi EKKI niðurgreiða bílastæðin þyrftu rekstraraðilar væntanlega að taka þann kostnað á sig sjálfir til að halda samkeppnisstöði sinni við aðra verslunarkjarna. Og þá þarf að að ná þessum kostnaði til baka í gegnum vöruverðið...sem greiðist eins af öllum. Og því er þessi rekstrarstyrkur í formi ódýrra bílastæða í raun niðurgreiðsla á vöruverði sem hjálpar öllum...bíleigendum, gangandi og hjólreiðamönnum. Og svo eru notendur strætó alveg sér á part...þeir fá farið í bæinn niðurgreitt líka.

Þannig að þegar þú hjólar næst í bæinn og kaupir þér lunda á Laugaveginum þá er hann ódýrari en ella vegna þess að Bílastæðasjóður niðurgreiðir hann. Til hamningju!!

En þessu til viðbótar. Hvaða skynsemi er í því að íbúar í 101 fái að "leigja" stæði í götunni sinni á nokkra þúsara á ári? Að búa til sitt eigið stæði inná lóð gæti kostnað allt að milljón. Þetta er niðurgreiðsla á búsetukostnaði í 101 en kemur "bíleigendum" ekkert við nema þeim bíleigendum sem búa í 101.

Ég sé líka að þú kemur þér undan að svara spurningunni. Hvað kostar aftur að leggja hjóli í miðbænum? Hvað kostar að hjóla á reiðhjólastíg og hvernig var hann fjármagnaður?

Magnús (IP-tala skráð) 16.1.2019 kl. 15:56

4 Smámynd: Árni Davíðsson

Mér finnst þetta ekki svona flókið Magnús. Þú segir að Reykjavíkurborg niðurgreiði bílastæði í miðbænum bæði fyrir þá sem versla þar (og sækja vinnu) og eins fyrir íbúa, þótt þessir aðilar borgi flestir eitthvað fyrir bílastæðin í miðborginni. Þar er ég sammála, þessi stæði eru niðurgreidd fyrir notendur.

Annarstaðar í borginni og nágrannasveitarfélögum þar sem fólk borgar ekkert fyrir opin bílastæði er ekki um meðgjöf að ræða? Þetta gengur ekki upp. Meðgjöfin er meiri utan miðborgarinnar af sambærilegu bílastæði, það er nema maður reikni landverðið í miðborginni upp í topp og það hefur ekki verið til siðs fram að þessu. 

Ég er að tala um alla meðgjöf ekki bara þá sem borgin eða nágrannasveitarfélögin láta af hendi. Garðabær t.d. lagði um 650 milljónir í bílakjallarann á Garðatorgi. Sambærilegt er að gerast allstaðar. Land er lagt undir bílastæði, þau eru byggð, þjónustuð og viðhaldið og það er ekki notandinn sem borgar fyrir það með beinum hætti. Kostnaðinum er varpað með óbeinum hætti á allt samfélagið.

Þetta er annars mitt blogg Magnús og ég fjalla um það sem ég vil og nenni. cool Þú mátt blogga um það sem þú vilt og þessvegna um kostnað við stíga og gangstéttir.

Árni Davíðsson, 16.1.2019 kl. 16:44

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vil nú bara benda á að stór hluti hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu eru byggðir fyrir fé frá Vegagerðinni, fé sem ætlað var til viðhalds og endurnýjunar vegakerfisins.

Þannig var úthlutað nokkur hundruðum milljónum af vegafé Vegagerðarinnar í einn stuttan reiðhjólastíg, þar sem sjaldan sést nokkur maður hjóla!

Hvað er verið að niðurgreiða þarna og hverjir greiða?!

Vegafé verður til vegna skattheimtu á eldsneyti bifreiða, þannig að það eru bifreiðaeigendur sem niðurgreiða reiðhjólastíga á höfuðborgarsvæðinu.

Hvað leggja reiðhjólaeigendur til þessara stíga?

Gunnar Heiðarsson, 16.1.2019 kl. 16:50

6 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég ætla að leyfa þér að svara þessum ágætu spurningum þínum á eigin bloggi Gunnar.

Þið vitið að það koma svona athugasemdir eiginlega í hvert sinn sem ég skrifa um þetta efni einmitt frá mönnum eins og ykkur Gunnar og Magnús. Ég er orðinn þokkalega leiður á að reyna að telja mönnum hughvarf en ef þið viljið fá svar er það hér í umræðum: https://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/2226288/ tongue-out 

Árni Davíðsson, 16.1.2019 kl. 16:59

7 identicon

Árni, ég myndi nú segja að þetta sé nokkuð viðeigandi partur í þessari umræðu þar sem þú ert að tala um niðurgreiðslu, má ekki benda á aðra eins niðurgreiðslu sem sýnir fram á að þetta er í raun mjög algengt hjá borginni, ekki það að ég sé að verja það á neinn hátt!?

Reykjavíkurborg, önnur sveitarfélög og ríkið niðurgreiða alls konar hluti fyrir fjölmenna/fámenna hópa á kostnað allra og tel ég að það mætti alveg hætta því, af þessum hlutum eru m.a. göngur sérhagsmunahópa, hjólastígar, bílastæði(er alveg hættur að fara í bæinn hvort eð er), almenningssamgöngur, list, aðstoðarmenn, pólitíkusar í öðrum löndum, vinir og vandamenn í gegnum ráð og nefndir o.m.f. 

Halldór (IP-tala skráð) 17.1.2019 kl. 08:30

8 Smámynd: Árni Davíðsson

Jú jú Halldór Það má alveg. Ég er að vísu búin að svara þessu margoft og orðinn leiður á því. Þeir sem hafa þetta á heilanum mega blogga um það eins og þeir vilja. Taktu eftir því að þeir kvarta bara yfir hjólastígum. Sjaldan eða aldrei undan öðru segjum eins og veitingaskálum golffélaga, sem sveitarfélögin borga. Kannski vegna þess að þeir spila golf?

Hér fylgir annars síðasta langlokan mín um kostnað við stíga https://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/2226288/

Af því þið minnist á mannvirki fyrir hjólandi. Það eru hér um bil allir fullorðnir hjólreiðamenn einnig ökumenn og aka kannski ekki minna en aðrir og greiða því jafn mikið til ríkisins. Þá má geta þess líka að um 61% íbúa á höfuðborgarsvæðinu hjólaði yfir árið i ferðavenjukönnun árið 2014. Umferðarkerfið á höfuðborgarsvæðinu er fyllilega nógu stórt utan hvað það verða umferðartafir í stuttan tíma á morgnanna og seinnipartinn. Þá er spurning hvernig best er að minnka þær tafir, hvernig náum við mestum árangri með lægstum tilkostnaði? Í þeim samanburði koma aukin umferðarmannvirki fyrir bíla ekki vel út sem eina lausnin. Þær hugmyndir sem hafa verið viðraðar í þeim efnum hlaupa á tugum ef ekki á annað hundrað milljarða en þrátt fyrir þær framkvæmdir munu tafir aukast í framtíðinni. Það er mun árangursríkara fyrir alla vegfarendahópa og kostar minna að breyting verði á ferðavenjum og að hlutdeild þeirra sem fara með öðrum hætti en með einkabíl aukist. Til að draga úr umferðartöfum á annatima þarf jú aðeins að breyta hlutdeild ferðavenja um örfá prósent því það er bara efstu prósentin sem valda umferðartöfum á annatíma.

Að þétta byggð og blanda þannig að þjónusta verði meiri í nærumhverfi skiptir miklu máli. Að bæta almenningssamgöngur og gera þær fljótvirkari og óháðar annarri umhferð einnig. Að byggja göngu- og hjólastíga auðveldar fólki að velja göngu og hjólreiðar og hefur margvíslega aðra kosti fyrir lýðheilsu og fleira.

Af því ég byrjaði að ræða um bílastæði þá skiptir gjaldtaka af bílastæðum líka máli í þessu sambandi. Margar ferðir á bíl, einkum þær styttri, væru ekki farnar ef ekki væri "frítt" bílastæði í enda ferðar. Ef við getum náð sama árangri með því að taka lágt gjald fyrir bílastæði afhverju eigum við þá að eyða háum fjárhæðum í breikkun vega eða mislæg gatnamót?

Erlendis hefur verið áætlað hvað hver km kostar bæði einstaklinginn og samfélagið ef hann er ekinn á einkabíl, í almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi. Það kemur kannski engum á óvart að hagkvæmni röðin er 1. ganga - 2. hjólreiðar - 3. almenningssamgöngur - 4. einkabíll.

Sveitarfélögin sem byggja nánast allar götur, stíga og gangstéttir fá enga hlutdeild í sköttum á bílum eða eldsneyti. Þessi mannvirki eru greidd af öllum fasteignaeigendum og útsvarsgreidendum í sveitarfélögunum. Það er því búið að borga fyrir þetta og það er engin ástæða til að taka sérstök gjöld af reiðhjólum, ekki frekar en af skóm eða sokkum af þeim sem ganga um gangstéttir borgarinnar.

Árni Davíðsson, 17.1.2019 kl. 10:52

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef eingöngu þeir sem eru þér sammála mega skrifa hér athugasemdir, er ekkert því til fyrirstöðu að ég hætti því Árni.

Umræða fer fram með gagnskiptum skoðunum, annað er eintal. Slíkt eintal mátt þú alveg stunda mín vegna.

Því mun þetta verða mín síðasta athugasemd á þínu bloggi, hvort heldur er hér eða annarsstaðar

Gunnar Heiðarsson, 17.1.2019 kl. 16:03

10 Smámynd: Árni Davíðsson

Efnið sem ég fjallaði um Gunnar var bílastæðagjöld. Mér finnst það bara kurteisi að halda sig við efnið. En til að svara þér. Þú segir:

"Vil nú bara benda á að stór hluti hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu eru byggðir fyrir fé frá Vegagerðinni, fé sem ætlað var til viðhalds og endurnýjunar vegakerfisins."

Það fé sem Vegagerðin leggur til lagningu stíga með heimild í vegalögum er afmarkað í samgönguáætlun og er núna 200 milljónir á ári fyrir landið allt. Fyrsta úthlutun var árið 2011 og var þá 150 milljóir. Árið 2015 var um 162 milljónir eytt í þetta verkefni af þeim 200 sem voru áætlaðar:

Sameiginlegur kostnaður 2
  Mosfellsbær 29
  Reykjavík 42
  Garðabær 26
  Hafnarfjörður 12
  Reykjanesbær 39
  Grindavík 12
  Samtals 162

Til samanburðar má nefna að um 60 milljónir hafa farið í reiðvegi í nokkra áratugi í samgönguáætlun og um 100 milljónir í girðingar. Ein röksemdin fyrir lagningu reiðvega og stíga er að ríðandi, hjólandi og gangandi vegfarendur nota þá vegina minna þar sem þessi mannvirki eru komin og umferð getur verið öruggari.

"Þannig var úthlutað nokkur hundruðum milljónum af vegafé Vegagerðarinnar í einn stuttan reiðhjólastíg, þar sem sjaldan sést nokkur maður hjóla!"

Ég veit ekki hvaða stíg þú meinar en sveitarfélögin borga helming á móti Vegagerðinni. Auk þess hafa sveitarfélögin lagt mun meira af stígum en þá sem vegagerðin tekur þátt í að borga.

"Vegafé verður til vegna skattheimtu á eldsneyti bifreiða, þannig að það eru bifreiðaeigendur sem niðurgreiða reiðhjólastíga á höfuðborgarsvæðinu. Hvað leggja reiðhjólaeigendur til þessara stíga?"

Allir hjólreiðamenn eru bílstjórar og borga öll gjöld líka. Því fleiri sem hjóla þeim mun greiðfærari verður umferðin fyrir ökuennn. Þessum fjármunum er því vel varið í þágu bílstjóra. Um 61% íbúa hjóluðu einhverntimann yfir árið í ferðavenjukönnun fyrir höfuðborgarsvæðið árið 2014.

Árni Davíðsson, 19.1.2019 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband