Öngstræti úthverfauppbyggingar

Þessi staða sýnir vel í hvaða öngstræti úthverfauppbygging leiðir okkur. Hverfið byggist upp fyrir um 20-30 árum síðan en vegna breyttrar íbúasamsetningar er ekki lengur þörf fyrir skólahúsnæðið sem var byggt upp með ærnum tilkostnaði á sínum tíma. Í stað þess að þróa hverfið áfram til að íbúasamsetning dugi til að fylla skólanna eru byggð upp ný úthverfi sem enda í sömu stöðu eftir 20-30 ár með hálftóma skóla.

Að mínum dómi hefði verið æskilegra að þétta þessi hverfi og sleppa t.d. íbúabyggðinni í Úlfarsárdal í staðinn. Núna situr borgin uppi með að þurfa byggja nýtt hverfi með nýja innviði og nýjan grunnskóla í Úlfarsárdal en í staðinn hefði verið hægt að þétta byggð í Grafarvogi,  nýta innviði þar og skapa betri þjónustu fyrir íbúana með minni tilkostnaði.

Til dæmis hefði mátt byggja sunnan við Korpúlfstaðaveg frá Egilshöll að Úlfarsá á um 150 m breiðri ræmu og taka af golfvellinum sem því nemur. Það er um 20 ha svæði sem hefði verið hægt að leggja undir nýja byggð.

Korpulfstadahverfi


mbl.is Lýsa megnri óánægju með breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hversu vinsælt heldur þú að það væri ef í þessi 20-30 ár væru stöðugar byggingaframkvæmdir í nærumhverfinu, vaxandi umferð og útivistarsvæðum fækkaði stöðugt? Og það bara til að fresta hinu óumflýjanlega og spara smá steypu?

Rúmlega helmings fækkun barna per konu á innan við mannsaldri hefur áhrif. Og ekkert sem segir okkur að sú fækkun haldi ekki áfram. Eftir 30-50 ár gæti nýting fjölmennustu skólana á höfuðborgarsvæðinu í dag verið komin undir 50%. Sem þýðir að það þyrfti að þétta byggð með því að tvöfalda núverandi byggingamagn væri farið að þínum ráðum.

Vagn (IP-tala skráð) 6.3.2019 kl. 23:03

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Það er hægt að velja a.m.k. tvær leiðir í þessu máli og ég held því fram að nýting lands og fjármuna sé betri með þeirri leið sem ég legg til auk þess sem samfélagið getur orðið bæði betra og skemmtilegra.

Eins og þú sérð af fréttinni eru íbúarnir ekki alveg sáttir við afleiðingarnar af hinni leiðinni. smile

Árni Davíðsson, 7.3.2019 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband