Kjör blaðbera

Þann 13. febrúar síðast liðinn birtist grein í Fréttablaðinu um innflutning blaðbera frá Póllandi til að vinna við blaðaútburð fyrir Pósthúsið sem sér um dreifingu Fréttablaðsins. Í henni kom fram í viðtali við Einar Þorsteinsson framkvæmdastjóra að „erfiðlega hafi gengið að fá Íslendinga til að sinna dreifingu og því hafi þeir auglýst eftir fólki á meginlandi Evrópu“. Einar getur þess ekki að Fréttablaðið hefur ekki viljað gera kjarasamning við VR sem fulltrúa blaðbera. Því síður getur hann þess að kjör blaðbera Fréttablaðsins eru lakari en hjá, Morgunblaðinu. „Kjarasamningurinn“ við blaðburðarbörn er settur einhliða af Fréttablaðinu.

Fréttablaðið getur ekki mannað stöður í öllum hverfum vegna lélegra launa blaðbera og á erfitt með að koma blaðinu í öll hús. Blaðburðarbörnin hafa reynt hvað þau geta að skipta um vinnuveitanda og hafa sótt um allar stöður hjá Morgunblaðinu. Á meðan eru tugir hverfa Fréttablaðsins án blaðbera. Staðan er að íslenskur vinnuveitandi vill ekki gera sanngjarnan kjarasamning og fær af þeim sökum ekki innlent starfsfólk. Starfsfólkið greiðir atkvæði um kjörin með fótunum og flýr þennan vinnuveitanda. Í staðinn ætlar þessi ósvífni vinnuveitandi að flytja inn erlent starfsfólk. Hver eru kjör þess fólks?

Þrátt fyrir komu pólverjana gengur dreifing Fréttablaðsins ekki sem skyldi og má telja langlundargeð auglýsenda furðulegt. Skýringanna er kannski að leita í því að megnið af auglýsingunum koma frá öðrum fyrirtækjum í eigu auðhringsins sem á Fréttablaðið. Ég er faðir blaðburðarbarns og geri þá sanngjörnu kröfu til Fréttablaðsins að það geri alvöru kjarasamning við fulltrúa blaðbera. Ef hann er á sömu nótum og kjarasamingur Moggans við VR mun Fréttablaðið ekki eiga í neinum vandræðum með að ráða innlent starfsfólk sem blaðbera í öll hverfi.

Grein í Fréttablaðinu 2006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband