Í svifryksumræðunni í febrúar var á ný farið að ræða um mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Aftur var talað um að hafa þriggja hæða mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Hugmyndin er að leggja þessar götur í stokk um gatnamótin og á stokkurinn með Miklubraut hugsanlega að ná niður fyrir Lönguhlíð. Kostnaðurinn við þessa framkvæmd er óljós en mun verða mjög mikill. Um 10-20 milljarðar eftir því hvað er lagt undir. Mér finnst peningum skattborgaranna ílla varið ef það á að eyða þessum peningum í það að flytja vandann yfir að næstu gatnamótum. Hafa menn í alvöru þá framtíðarsýn að öll gatnamót vestan Elliðaánna verði gerð að mislægum gatnamótum? Menn verða að hugsa miklu dýpra um umferðarvandann á höfuðborgarsvæðinu og koma með betri lausnir. Fjalla má um þetta frá mörgum hliðum en vegna þessa að gatnamótin eru hér til umræðu ætla ég að legggja út af þeim.
Ég legg til jarðgangalausn í staðinn fyrir framkomna stokkalausn. Boruð verði jarðgöng fyrir Miklubraut t.d. frá Sogamýri að Sóleyjargötu, að lengd um 4250 m og fyrir Kringlumýrarbraut t.d. frá Bústaðavegi að Suðurlandsbraut að lengd um 1400 m. Þessar götur myndu hverfa inn í jarðgöng á þessum stöðum og vera tvær akreinar í hvora átt. Samgöngur við jarðgöngin á leið þeirra undir yfirborði yrðu með af- og aðreinum í stokkum niður í jörðina. Miklabraut og Kringlumýrarbraut mundu vera í mismunandi hæð neðanjarðar og yrðu gatnamót þeirra mislæg með af og aðreinum. Ofanjarðar mundi ný Miklabraut og Kringlumýrarbraut vera í smækkaðri mynd sem breiðstræti með hringtorgi á gatnamótunum. Breiðstrætið yrði með sérstakri akrein fyrir strætó og leigubíla og með ekki meira en 50 km aksturshraða.
Kosturinn við þessa lausn er að megnið af umferðarþunganum flyst niður í jörðina og að mikið land losnar til að byggja á íbúðir, verslanir og þjónustu. Þversnið gatnanna er breytilegt frá um 200 m og niður í um 40 m í Hlíðunum. Ef gert er ráð fyrir að meðaltalsþversniðið sem þessar götur taka sé 50 m mun losna um 21,25 ha af landi við Miklubraut og um 7 ha við Kringlumýrarbraut eða samtals um 28 ha af landi undir nýtt breiðstræti og byggingar meðfram því. Kópavogur seldi nýlega land til byggingar fyrir 67.000 kr. m2. Ef gert er ráð fyrir því fermetraverði væri verðmæti þessa lands um 19 milljarðar kr. Fyrir þá upphæð væri sennilega hægt að bora þessi 5650 m löngu jarðgöng. Kostnaður ríkisins við lagningu stofnbrautanna yrði fyrst og fremst við tengingar í kringum jarðgöngin.
Hæð húsa meðfram breiðstrætinu yrði misjöfn um 3-5 hæðir að jafnaði en hærri á afmörkuðum reitum. Það myndi tryggja að sól næði niður á flestum stöðum. Best væri að hafa blandaða byggð íbúða, þjónustu, veitingastaða, verslana og matvöruverslana. Á jarðhæð húsa að breiðstrætinu yrðu verslanir, þjónusta og veitingastaðir en íbúðir á efri hæðum og í húsum sem ekki snúa beint að götunni. Þéttleiki íbúða þarf að vera þó nokkur. Rétt er að stefna að 50-60 íbúðum á ha. og að íbúafjöldi verði yfir 100 manns á ha. Hærri hús yrðu reist þar sem þau varpa síður skugga á byggð sem er fyrir og þar gætu einnig verið skrifstofur og önnur þjónusta. Meðfram hæstu húsunum gætu verið strompar með blásurum upp úr jarðgöngunum sem myndu þeyta loftinu upp og dreifa mengun frá umferðinni neðanjarðar. Tré yrðu gróðursett milli akreina og meðfram strætinu.
Vegna þess að góðar almenningssamgöngur eru á svæðinu þarf ekki að fylgja bílastæði með hverri íbúð. Hafa ætti eitt stæði á íbúð neðanjarðar og gætu menn keypt sér þar föst stæði til lengri tíma eða keypt sér stöðumælakort fyrir íbúa og lagt í laus stæði verslunar og þjónustu utan annatíma. Íbúðirnar yrðu ódýrari, sem nemur bílastæðinu. Útivist íbúa yrði á þeirri hlið sem snýr frá breiðstrætinu og þaðan yrðu íbúðir loftræstar að mestu leyti. Þar yrðu einnig garðar og leiksvæði. Lág hæð húsa tryggir að foreldrar eru í sambandi við börn úti á lóð. Þetta fyrirkomulag gæti aukið líkurnar á að úr yrði lífandi íbúðahverfi en síður úthverfi í miðborg eins og sumstaðar hafa risið við þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu.
Þessari hugmynd er hér varpað fram til umræðu. Er ekki til nokkurs að vinna ef hægt er að spara peninga og þétta byggð? Greiðari samgöngur mundu skapast í gegnum borgina, loft- og hávaðamengun minnka og íbúar losna við áþján stofnbrautanna. Óþarfi væri að reisa mislæg gatnamót ofanjarðar meðfram bæði Miklubraut og Kringlumýrarbraut, sem mundi spara stórfé og koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif. Ríki og borg geta unnið úr hugmyndinni og kannað hug framkvæmdaaðila. Eru þeir reiðubúnir til að kaupa landið í opnu útboði og byggja í samræmi við skipulagsskilmála og með takmörkuðum byggingarrétti á hverjum reit? Ég efast ekki um að ríki og borg taki vel í þessa hugmynd enda fáum við betri borg fyrir vikið og ríkið sparar stórfé.
Grein í Mogganum 20. maí 2007
Meginflokkur: Birtar blaðagreinar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur, Stjórnmál og samfélag | 8.1.2009 | 22:46 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.