Í Kópavogi hafa komið fram skipulagshugmyndir sem gera ráð fyrir mjög aukinni byggð vestast á Kársnesi. Ljóst er að aukinni byggð fylgir aukin umferð en nú þegar er erfitt fyrir börn að komast í skólann. Af því tilefni langar mig að segja hér sögu. Í gær gengum við dóttur mín um 8 leytið í Kársnesskóla við Skólagerði. Á leiðinni förum við yfir Borgarholtsbraut á gangbraut, sem er ágætlega merkt með hraðahindrun. Þar sem við staðnæmumst á gangstéttinni koma bílar æðandi að úr 3 áttum, upp Suðurbraut til að beygja inn á Borgarholtsbraut og úr báðum áttum eftir brautinni. Fyrsti bílinn, sem er að beygja inn á, stoppar og allir á eftir honum. Þá lítum við feðginin í hina áttina þar sem kemur í um 100 m fjarlægð jeppi á ca. 50 km hraða á blöðrudekkjum og hristist upp og niður eins og tryllt tröll. "Við skulum bíða eftir þessum" segi ég. Hann heldur áfram. Loks verður hann var við að eitthvað er að og byrjar að hemla. ABS bremsurnar vinna á fullu. Við sjáum nefið á bílstjóranum nema við framrúðuna og bíllinn hallast ískyggilega fram. Loks þegar hann er kyrr göngum við yfir og er þá dágóð röð af bílum stopp allt í kring. "Fannst þér þetta ekki gaman Gunna" spyr ég telpuna mína, sem er í 2. bekk. "Nei, mér fannst þetta ekki gaman", segir hún. Í dag vildi hún ekki ganga í skólann heldur heimtaði að fara á bíl, hver sem ástæðan er. Við íbúarnir viljum gjarnan að börnin okkar hreyfi sig og gangi í skólann. Það er samt erfitt. Á þessari gangbraut var ekið á son okkar og það er greinilegt að það er ílla til fundið að hafa gangbraut við gatnamót en gangstígurinn kemur í beinu framhaldi. Hitt er svo annað að tillitsleysi bílstjóra sem eru á ferð milli tveggja grunnskóla á þeim tíma sem börn eru á leið í skólann er ótrúlegt. Margir bílstjóranna eru nýbúnir að keyra eigin börn í skólann en eru síðan blindir á önnur börn, sem ekki mæta á bílum í skólann. Fyrir Kópavog er það umhugsunarefni hvort að fleiri bílar eigi erindi um þessar götur á Kársnesi.
Birt í Velvakanda í Mogganum 9. febrúar 2007.
Meginflokkur: Birtar blaðagreinar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur, Stjórnmál og samfélag | 8.1.2009 | 23:25 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.