Viðskiptavild er einn af sökudólgunum

Í Mogganum 16. mars s.l. birtist áhugaverð grein eftir Margréti Flóvenz þar sem hún útskýrir fyrir lesendum hugtakið „viðskiptavild“: „Viðskiptavild verður til þegar félag eða annar rekstur er keyptur hærra verði en svarar til bókfærðs eigin fjár hinnar keyptu einingar.“ Taka má dæmi til útskýringar. Maður kaupir fyrirtæki sem er með 100 kr. í bókfærðu eigin fé á 150 kr. Við það verður til viðskiptavild upp á 50 kr. í bókhaldi. Í endurskoðun á bókhaldi fyrirtækisins er síðan viðskiptavildin annaðhvort afskrifuð á innan við 20 árum eða hún er metin árlega.

En hver er hugmyndin með viðskiptavild? Hún gæti verið sú að fyrirtækið sé ekki rétt verðlagt á hlutabréfamarkaði og að snjall viðskiptajöfur sjái að eftir tiltölulega skamman tíma hækki verðið í samræmi við eiginlegt verðmæti fyrirtækisins. Ellegar gæti hún verið sú að maður sjái tækifæri í rekstri fyrirtækisins eða með því að sameina það öðru fyrirtæki þannig að verð hlutabréfa þess hækki í verði. Til að þessi hækkun á hlutabréfunum komi fram þarf væntanlega að reka fyrirtækið í nokkur ár, tvö eða fleiri til að hagnaður af rekstrinum komi í ljós.

En, það er til önnur jafn góð skýring á því að maður kaupi fyrirtæki á yfirverði. Hann gæti einfaldlega verið lélegur bissnesmaður, illa að sér, fljótfær og með litla þekkingu á markaðnum. Þar koma útrásarvíkingarnir til sögunnar. Þeir voru einatt snöggir upp á lagið að kaupa fyrirtæki. Það voru heldur engar vöflur á seljendum fyrirtækjanna. Reyndir erlendir viðskiptajöfrar hafa bent á að þegar seljandinn er fljótur að selja er hann ánægður með verðið og því fljótur til sölunnar. Það er mjög sennilegt að þegar seljandinn er fljótur að selja er kaupandinn að tapa með því að borga yfirverð fyrir fyrirtækið. Hætt er við að rekstur hins keypta fyrirtækis standi ekki undir fjárfestingunni í venjulegu árferði með meðalvöxtum enda er öll kaupupphæðin tekin að láni. Það fyndna í þessu er að það verður til viðskiptavild í bókhaldi fyrirtækisins. Bókhalds- og endurskoðunarreglur hvetja menn með þessum hætti til heimskulegra og lélegra fjárfestinga. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum í rekstrar- og skattaumhverfi fyrirtækja sem ýta undir ábyrgðarlausa hegðun og lélegan rekstur.

Hvað gerir útrásarvíkingur þá? Hann klippir fyrirtækið sundur, sameinar það öðrum fyrirtækjum, selur áfram til annarra útrásarvíkinga. Hann gerir svo að segja allt til að komast hjá því að reka fyrirtækið áfram óbreytt í einhver ár því þá mundi koma reynsla á fjárfestinguna og koma í ljós að hún var arfavitlaus. Íslensku útrásarvíkingarnir bættu um betur og skiptust á fyrirtækjum eins og strákar á fótboltaspilum með síhækkandi verðmiða á spilunum. Og að sjálfsögðu með hærri viðskiptavild í hvert sinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband