Ætlar þú að aka á barnið þitt í dag?

Það er alltof algengt að bílstjórar sýni börnunum okkar og sínum alltof litla tillitsemi í umferðinni. Akstri á að haga eftir aðstæðum og þar sem er myrkur og mikið af gangandi fólki þarf að taka tillit til þess. Aka hægar og líta vel eftir gangandi og hjólandi vegfarendum. Það eru bílstjórar bakvið stýrið á þeim bílum sem slasa og drepa fólk. Liggur mönnum svona lífið á að komast í ræktina?

Menn komast ekkert hraðar áfram þótt þeir hamist og hemli á 50 m fresti. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar mældi meðalhraða bíls á sex leiðum á morgnana og síðdegis í október 2008. Meðalhraði bíls á þessum sex leiðum var um 32 km/klst. Meðalhraði reiðhjóls er á bilinu 15-25 km/klst í Reykjavík. Þá er ekki verið að reyna neitt sérstaklega mikið á sig.

Barnið sem þú sérð ganga á gangstéttinni er barnið þitt. Ætlar þú að aka á barnið þitt í dag?

Maðurinn sem er á leiðinni yfir gangbrautina er bróðir þinn. Ætlar þú að aka á bróðir þinn í dag?

Konan á hjólin framan við þig er systir þín. Ætlar þú að aka á systur þína í dag?


mbl.is Skjaldborg um gönguleiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband