Ég bloggaði fyrir nokkru um hraða mismunandi samgöngumáta á höfuðborgarsvæðinu. Nú hefur Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur endurtekið umferðarkannanir eins og greint er frá í frétt Samgönguskrifstofunnar innan sviðsins. Niðurstaðan var að ferðahraði hafi aukist í samkvæmt könnun á aksturshraða og umferð hefur minnkað samkvæmt sniðtalningu.
Hver er þá skynsamleg áhersla í samgöngumálum til að gera umferð greiðari?
Á að eyða 15 milljörðum í mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut - Miklubraut eða á að fækka bílum á götunum með því að gera aðra samgöngumáta meira aðlaðandi, t.d. með:
- stofnbrautum fyrir reiðhjól
- forgangsakreinum fyrir strætó
- samgöngusamningum á vinnustöðum
- auka jafnræði samgöngumáta í peningalegu og skattalegu tilliti
Er ekki skynsamlegt að fækka bílum með því að gera aðra samgöngumáta meira aðlaðandi og skapa þar með meira pláss fyrir þá sem áfram nota einkabílinn? Líkur benda til að það sé mun ódýrari kostur og skapi mun fallegra borgarumhverfi en ofuráhersla á stærri umferðarmannvirki. Gleymum því ekki að umferðarteppurnar skapast ekki af þeim sem ganga, hjóla eða taka strætó. Síðast þegar ég vissi voru þetta allt einkabílar í umferðarteppunum.
Besti vinur einkabílsins er ekki bílstjóri í einkabíl heldur sá sem gengur eða hjólar.
Ferðatími styttist á milli hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bílar og akstur | Aukaflokkar: Hjólreiðar, Samgöngur, Umhverfismál | 10.12.2009 | 17:23 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
Eðlilega hefur umferð minkað þar sem íbúum Reykjavíkur hefur fækkað, það var ekki tekið með í reikninginn þegar þessi könnun var gerð.
Halldór (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 17:47
Sæll Árni. Þetta er skemmtileg síða hjá þér og þarft framtak að halda á lofti ágæti hjólreiða. Hvað sem líður bílaumferð er umferðaþungi greinilega að aukast á hjólastígum borgarinnar og er það vel . Kveðja Snorri
Snorri Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 09:47
Sæll Halldór. Það eru eflaust margar skýringar á minni umferð. Færri íbúar er ein skýring en efnahagsástandið líka. Svo má ekki gleyma því sem Snorri víkur að, að umferð er ekki bara bílaumferð. Fólk ferðast líka gangandi, hjólandi og í strætó. Í þessari könnun Samgönguskrifstofunnar er ekki vikið að því að fólk ferðast kannski í meira mæli öðruvísi en á einkabíl núna. Tilfinningin sem ég og Snorri og fleiri höfum er að umferð hjólreiðamanna hafi vaxið mikið síðustu ár.
Fyrir skömmu birti Umhverfis- og samgöngusvið niðurstöður talningar á hlutdeild reiðhjóla á sömu sniðum og í bílatalningunni. "Hlutdeild reiðhjóla á götum borgarinnar":
http://www.rvk.is/Desktopdefault.aspx/tabid-259/1198_read-17422/
Þetta var fyrsta talningin í þessa veru þannig að ekki eru upplýsingar fengnar með talningu til frá fyrri árum.
Í gær birti svo Umhverfis- og samgöngusvið niðurstöður skoðanakönnunar um ferðavenjur skólabarna og fullorðinna. Niðurstaðan þar bendir til að fleiri ganga og hjóla til vinnu í nóvember 2009 heldur en 2008. "Fleiri ganga og hjóla til vinnu en áður, 14.12.2009:
http://www.rvk.is/Desktopdefault.aspx/tabid-259/1198_read-18043/
Margt bendir til að minni umferð megi rekja til breytinga á ferðavenjum og minni umsvifum í atvinnulífinu eftir hrunið.
Árni Davíðsson, 15.12.2009 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.