Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Hjólað í vinnuna - með og mótvindur

Ég hjólaði í vinnuna í morgun í mótvindi og var um 55 mín. á leiðinni, meðalhraði var 18.1 km/klst og hámarkshraði 36.8 km.  Áttin hélst allan daginn þannig að á leiðinni heim var meðvindur. Heimferðin tók um 34 mín., meðalhraði var 28.9 km/klst og hámarkshraði 58.9 km. Þetta er nærri því að vera met hjá mér á heimleiðinni. Hjóluð var sama leið fram og tilbaka hér um bil. Leiðin heim var Mosfellsbær-Vesturlandsvegur-Höfðabakki-Smiðjuvegur-Nýbýlavegur-Kársnes en á leiðinni í vinnuna hjólaði ég Álfhólsveginn í staðinn fyrir Nýbýlaveginn.

Að meðaltali er maður jafn oft með meðvind og mótvind þannig að  það jafnar sig út. Þetta verður hinsvegar frekar strembið í miklum mótvindi þegar komið er út í auðnirnar í úthverfunum.

Við gætum verið búin að skapa skjólsælt umhverfi fyrir mörgum áratugum, ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hefðu haft nægilega framsýni, og ræktað tré á auðum svæðum í þéttbýlinu. Þess í stað var ræktaður skógur uppi á heiðum þar sem enginn býr eða ferðast til og frá vinnu. Það er auðvitað ekki of seint að rækta tré til að skapa skjól í þéttbýlinu en því miður virðist ekki vera unnið skipulega að því hjá sveitarfélögunum. Nema kannski hjá Mosfellsbæ þar sem mikið hefur verið gróðursett af trjám á auðum svæðum í bænum.


Ég veit, borgum fyrir eldsneytið með sköttum og vöruverði!

Í máli Ólafs Bjarnasonar kom fram samkvæmt fréttinni að eldsneyti á bílaflota Reykvíkinga kostar um 6 milljarða á ári. Varlega áætlað gæti meðgjöf með bílaeigendum í formi bílastæða verið um 3 milljarðar á ári á höfuðborgarsvæðinu og er þá ekki reiknað með verðgildi landsins sem  undir bílastæðin fer.

Er gáfulegt að borga eldsneyti fyrir 6 milljarða með óbeinum hætti í sköttum og vöruverði? Varla.

Hversvegna borgum við þá 3 milljarða fyrir bílastæði með óbeinum hætti í sköttum og vöruverði?

Plísss, finnið fyrir mig hagfræðing sem getur útskýrt fyrir mér og alþjóð að þetta sé skynsamlegt fyrirkomulag.


mbl.is Rafmagnsbílar spara milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg breyting en ...

Það er ekki hægt að breyta lögum og láta þau gilda afturvirkt. Slíkum lögum yrði hnekkt fyrir öllum dómstólum því þau standast ekki stjórnarskrá né venjuleg skilyrði lagasetningar. Íslenska ríkið gerði þetta að vísu með neyðarlögunum, enda verður þeim hnekkt þegar þau koma fyrir dóm.

Ég er hinsvegar 100% sammála efni frumvarpsins eins og það er kynnt í fréttinni. Lán sem er veitt með veði í hlut á eingöngu að vera hægt að innheimta með lögtaki í hinu veðsetta. Það mun neyða lántakendur og lánveitendur til að sýna meiri ábyrgð í framtíðinni. Það þýðir að lánað verður fyrir lægra hlutfalli í hinu veðsetta og menn munu síður fá lán.  Þá munu menn að vísu væla í næstu uppsveiflu yfir því að geta ekki veðsett sig upp að eyrnasneplum til að kaupa einhvern óþarfa.

Ef þetta verður að lögum.


mbl.is Opnar möguleikann á að skila lyklunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðgjöf hins opinbera með bílaeigendum

Á höfuðborgarsvæðinu eru mörg hundruð þúsund bílastæði. Einhver hefur áætlað að um 3 stæði séu fyrir hvern bíl og því séu um 600.000 bílastæði á höfuðborgarsvæðinu.

Bílaeigendur þurfa að greiða beint fyrir afnotin af pínu litlu broti af þessum bílastæðum. Það eru bílastæðin í miðborginni og örfá stæði við Landspítala og Borgarspítala. Það eru varla nema nokkur þúsund stæði. Sennilega þurfa bílaeigendur að greiða beint fyrir innan við 0,5 % af öllum bílastæðum höfuðborgarsvæðisins.

Öll þessi bílastæði eru ekki ókeypis. Það er talið kosta að meðaltali ca. 300.000 að útbúa malbikað bílastæði með öllu því sem fylgir að undanskildu landverðinu undir stæðið. Ef stæðið er í bílastæðahúsi eða segjum í kjallara tónlistarhússins nýja kostar það margar milljónir að byggja hvert stæði. Heildarkostnaður við bílastæðin er svimandi hár jafnvel þótt ekki sé tekið tillit til landverðs, 300.000 kr/stæði * 600.000 stæði = 180 milljarðar kr. Árleg meðgjöf til bílaeigenda í formi ókeypis bílastæða hleypur auðveldlega á nokkrum milljörðum króna.

Það er greitt fyrir bílastæðin með óbeinum hætti, með sköttum og í vöruverði í verslunum. Hversvegna á hið opinbera og almenningur (í vöruverði) að niðurgreiða rekstur bilastæða fyrir bílaeigendur? Hvernig hagfræði er þetta? Af hverju borgum við ekki bensín og tryggingar á bílana líka með óbeinum hætti ef þetta er svona skynsamlegt fyrirkomulag?

Hættum niðurgreiðslum á bílastæðum og látum þá sem nota stæðin borga fyrir þau.


mbl.is Stöðumælar betri en bílastæðaklukkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband