Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Ekki hátt hlutfall

Það þarf að bera saman verð á eldsneyti í nágrannalöndum og hversu hátt hlutfall ríkið tekur af kökunni.

Ef menn bera þetta hlutfall saman við önnur lönd hugsa ég að ríkið taki ekki stærri sneið af kökunni hér heldur en annarsstaðar.

Þar sem málið hefur verið skoðað ofan í kjölinn er langur vegur frá því að bílaeigendur borgi þann kostnað sem af akstrinum hlýst. Dágóður hluti er greiddur af öðrum sköttum og af samfélaginu í heild.

Landsframleidsla

 

 

 

 

 

 

 

Mynd bætt við 2. janúar útaf athugasemdum.

Tekjur hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga sem hlutfalll af landsframleiðslu.


mbl.is Ríkið tekur 110 kr. af lítra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klofningsheiði

Í sumar gekk ég yfir Klofningsheiði milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Þetta er leið sem mig hefur lengi langað til að fara enda heyrt margar sögur um ferðalög yfir þessa heiði.

Um heiðina lá þjóðleið í gamla daga og fram á 20. öld. Hún er auðrötuð í björtu og vel vörðuð uppi á sléttlendinu á heiðinni sjálfri sem er í um 620 m hæð.

Ég gekk upp vegarslóða í hlíðinni upp frá gömlu sandgryfjunum ofan við Flateyri. Þaðan inn í Klofningsdal fram hjá því sem ég held að sé vatnsveita Flateyringa inn í hvilftina og eftir vegarslóða í skorningum upp skriðurnar í botninum. Þar er komið upp á brúnina vestan megin og frá þeim stað liggja vörður í NA yfir heiðina um 1,2 km og er þá komið fram á brúnina í botni Sunddals í Súgandafirði. Leiðin þar niður er frekar villugjörn og auðvelt að týna slóðinni enda mjög stórgrýtt og skriðurunnið. Þegar kemur niður úr skriðunum er slóðin greinileg. Á herforingjaráðskortunum er leiðin sýnd norðan megin við Þverá og út allan dalinn en farið yfir ánna neðar og gengið að Stað.

Þá má spyrja sig hvort að hægt sé að fara yfir heiðina á reiðhjóli. Það ætti að vera hægt að hjóla á vegarslóðanum inn í Klofningsdal en allir venjulegir hjólreiðamenn þurfa að leiða hjólið megnið af leiðinni eftir það. Það er sérstaklega mikið klungur niður í botni Sunddals. Vanir slóða hjólreiðamenn á hjóli með góðri dempun ættu þó að komast mikinn hluta leiðarinnar hjólandi. Það er þó engin hjólaslóð og kindagötur eru ekki áberandi.

Benda má á kortasjá Landmælinga Íslands þar sem auðvelt er að skoða nútíma kort, herforingjaráðskortin, loftmyndir og innrauðar loftmyndir af landinu öllu.

Það er hægt að smella í tvígang á myndirnar hér að neðan og eru þá birtar stærri myndir.

Flateyri

Hérna sést inn að Flateyri frá vegarslóðanum upp hlíðina. Fjallið Þorfinnur í baksýn.

 

Klofningur1

 

 

Horft út Klofningsdal. Valþjófsdalur handan við fjörðinn.

 

 

Klofningur2

 

Leiðin upp skriðurnar í botni Klofningsdals.

 

 

Klofningur3

 

Mynd tekinn af Seljanefi vestan Klofningsdals inn Önundarfjörð. Þar stendur þessi varða.

Klofningur4

 

 

 Horft NV af Klofningsheiði. Það voru kindur uppi á heiðinni í 600 m hæð. Heiðin er mikið til rennislétt.

Á loftmynd sést einhverskonar vegarslóði sem liggur eftir heiðinni í NV fram á brún Sunddals þar sem hann opnast að Vatnadal.  Klofningur5

Horft eftir vörðunum á leiðinni yfir heiðina í NA átt. Uppi sést engann veginn að maður er upp á mjórri heiði. Maður gæti eins ímyndað sér að leiðin yfir heiðina væri 100 km en ekki bara 1,2 km.

Komið fram á brúnina á Sunddal, horft í NVKlofningur6


Er skynsamlegt að hleypa umferð bíla á eina göngustíginn vestan Kringlumýrarbrautar?

Þessar ráðstafanir í kringum kirkjugarðinn í Fossvogi virðast að mörgu leyti til bóta miðað við ástandið sem hefur verið þarna. Óheft umferð hefur verið um allan kirkjugarðinn og hefur þetta meira minnt á bíladaga en hátíð ljóss og friðar. 

Hins vegar líst mér ekki á að hleypa umferð á eina göngustíginn milli Reykjavíkur og Kópavogs vestan Kringlumýrarbrautar. Hann er mjög vinsæl göngu- og hjólaleið og ætti að vera það líka á aðfangadag.

Það vekur athygli að lögreglan eða yfirvöld gera þetta ár eftir ár án þess að spyrja kóng eða prest hvað þá almenning eða þá sem nota göngustíginn sbr. tilkynningu lögreglunnar: "Suðurhlíð verður opin inn á Kringlumýrarbraut í gegnum planið hjá N1 í Fossvogi fyrir þá sem eru að fara til Hafnarfjarðar og/eða Kópavogs, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni."

Með þessu er lögreglan að vísa gangandi og hjólandi útí hafsauga og torvelda þeim að heimsækja kirkjugarðinn þennan dag, a.m.k. ef þeir koma úr Kópavogi.

Stígurinn sem verður lagður undir bílaumferð er sýndur hér með rauðum lit á kortinu.

Stígur vestan Kringlumýrarbrautar

 


mbl.is Bílaumferð takmörkuð í Fossvogskirkjugarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðrar leiðir eru í boði.

Það má benda á að aðrar leiðir eru í boði fyrir ökumenn heldur en þessir þjóðvegir.

Þannig geta menn ekið Mosfellsheiði, Nesjavallaleið eða Suðurstrandarleið-Krýsuvík frá Suðurlandi. Frá Suðurnesjum geta menn ekið Suðurstrandarleið-Krýsuvík og frá Vesturlandi Hvalfjörð-Kjósarskarð-Mosfellsheiði.

Gjaldfrjálst val er því til staðar fyrir allar leiðirnar og manni sýnist að hugmyndir um upphæð veggjalda sem nefndar hafa verið séu í takti við það að það verði þrátt fyrir allt ódýrari að aka þjóðvegina og borga veggjöld heldur en að taka krókinn.

Til viðbótar má líka benda á að það er hægt að taka strætó eða rútu á alla þessa staði og þá losna við fyrirhuguð veggjöld. Það er sjálfsagt að slípa til almenningssamgöngurnar til þessara staða. Samræma kerfin enn betur við strætó á höfuðborgarsvæðinu og endurskoða og lækka gjaldskrár fyrir reglubundna notkun.


mbl.is Lífeyrissjóðirnir bentu ríkinu á aðra leið í fjármögnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veggjöld og vegir?

Þetta "fréttaskubb" um vegatolla hjá RÚV nú um helgina er merkilegt.  Ef menn muna var verkefnið upphaflega sett þannig upp að Lífeyrissjóðirnir ætluðu að lána ríkinu til framkvæmdanna og síðan átti að greiða upp lánin með veggjöldum. Leggja átti veggjöldin á á Suðurlandsvegi, Vesturlandsvegi, Reykjanesbraut og í Vaðlaheiðargöngum, og var markmiðið að hleypa af stað framkvæmdum til að koma "hjólum atvinnulífisins" á skrið eftir hrun.

Ef menn líta enn lengra aftur var mikil umræða um tvöföldun helstu þjóðvega út frá höfuðborginni fyrir nokkrum árum og var ýmist rætt um svo kallaða 2+2 vegi eða 2+1 veg með vegriði á milli. Margir vildu leggja 2+2 vegi og lýstu frati á 2+1. Mig grunar að það hafi helst verið íbúar sem ætluðu að keyra þessa vegi og bílaþrýstihópar sem vildu 2+2 en kannski er það misminni. Flestir verkfræðingar sem tjáðu sig sögðu að 2+1 væri alveg nóg og myndi alveg anna umferð næstu áratugi og þá var reyndar ekki reiknað með hruni í þeim áætlunum heldur áframhaldandi vexti.

Nú er sú staða komin upp eftir hrun að engin þörf virðist fyrir 2+2 vegi á þessum leiðum. Eftir slysið á Hafnarfjarðarvegi hefur líka sú krafa komið upp að hafa vegrið á eyjunni milli gagnstæðra akreina á 2+2 vegum þrátt fyrir að hún sé tug metra á breidd. 2+1 vegur virðist því vera alveg nægjanlegur til að anna umferð, uppfylla kröfur um öryggi og tekur auk þess minna pláss heldur en 2+2 vegur. Það virðist því einhlítt að það eigi að byggja slíka vegi frekar. Meira að segja bílaþrýstihópar vilja núna 2+1 og jafnvel þeir sem hygðust nota vegina líka. Kannski vegna þess að nú eiga þeir að borga fyrir þá sjálfir en ekki senda reikninginn á almenning í landinu!

Stjórnvöld vilja núna byggja 2+2 vegi að því er virðist til að réttlæta veggjöld til að borga fyrir framkvæmdirnar en 2+1 vegir dygðu sjálfsagt verr sem réttlæting. Sennilega er það líka rétt mat hjá samgönguráðherra að ef ekki verður af gjaldtöku verður ekki hægt að ráðast í framkvæmdirnar og "koma hjólum atvinnulífsins af stað". Samtök iðnaðarins taka afstöðu með og hoppa hæð sína í loft upp yfir fyrirhuguðum veggjöldum, uhumm eða framkvæmdum.

Þá verða menn bara að spyrja sig.

Hvort viljum við framkvæma eitthvað sem strangt til tekið er óþarflega mikið í lagt og koma framkvæmdum af stað eða sleppa þessum framkvæmdum í bili og gera 2+1 veg síðar?

Svo gætum við gert það sem er skynsamlegast í stöðunni. Tekið upp veggjöld og byggt ódýrari lausn eins og 2+1 veg að mestu en 2+2 veg þar sem það þarf, t.d. til að klára Reykjanesbrautina. Þá væri hægt að leggja á lægri veggjöld sem væru ekki eins íþyngjandi fyrir notendur, framkvæma það sem þörf er fyrir og koma atvinnulífinu á rekspöl.


mbl.is Mótmælir vegtollum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband